Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 16

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 16
Frank Devery, daglegum rit- stjóra Newsview Magazine, kom aldrei á óvart þótt hann frétti frá Peter, frá einhverjum öðrum stað en í íbúð hans í Grammercy Park. Peter hafði mjög frjálsar hendur í starfi. — Hvernig lízt þér á, að fá grein um golfkeppni og atvinnu- menn í golfi? spurði Peter Dev- ery úr símaklefanum í anddyri Delafield ráðhússins. — Hvar ertu? — Delafield, Connecticut. —- Ah! sagði Devery. — Hvað meinarðu með ah? — Segðu mér hvað það getur verið skemmtilegt, sagði Devery. — Golfið er í tízku núna, sagði Peter. — Einstakir atvinnumenn geta unnið sér inn yfir hundrað þúsund dollara á ári í verðlaun, og guð má vita hvað mikið þar fyrir utan í auglýsingavitnanir og annað af því tagi. Þar að auki er þetta mikið í sjónvarpinu. — Drottinn minn, sagði Dev- ery þurrlega. — Hefurðu ekki áhuga? —• Áhuga að því marki, að íþróttaritstjórinn Charley Reyn- olds er í Delafield núna, til að fylgjast sérstaklega með þessu móti. Hvenær ætlarðu að segja mér frá þessu nauðgunarmáli? spurði Devery. Peter dró djúpt andann: — Lastu það? -—• Já, ég las um það, svaraði Devery. -— Sérstaklega þetta um mennina sem hlógu, þegar þeir yfirgáfu stúlkuna hálf meðvit- undarlausa í skóginum. Það minnti mig á þig, Peter. ■—• Við skulum byrja upp á nýtt, sagði Peter, ofurlítið sauð- arlegur. — Sjáðu nú til, ég veit að þú getur ekki fremur látið þetta eiga sig, en hætt að draga and- ann. Gerðu það sem þér sýnist. Hvar heldurðu til? — Eg hef ekki fundið mér stað ennþá. f Delafield er allt krökkt af golfleikurum, blaða- mönnum, áhugamönnum og ég veit ekki hverju. ■— Leitaðu Reynolds uppi, hann er snjall i þessum málum, segðu honum að hringja í mig. Eg skal gera blaðadeildinni á staðnum viðvart um þig. í leið- inni væri kannske hugsanlegt að gera einhverja grein um Sam gamla Delefield. Hann er sá síð- asti af þessum gamaldags gúmmímillum. — Hefurðu áhuga fyrir því? — Eg hef áhuga fyrir að þú finnir þessar tvær hlæjandi hýenur, Peter, og gangir frá þeim að fullu og öllu. Þá geturðu kannske orðið heill á ný og snú- ið þér að því óskiptur að verða bezti blaðamaður í Ameríku .... Charley Reynolds át of mik- ið, drakk of mikið og skrifaði um íþróttir, eins og ritvélin hans væri gegnsósa af edikssýru. Pet- er átti ekki erfitt með að koma auga á þennan gríðarstóra íþróttafréttaritara, sem lét fara vel um sig undir skærblárri og hvítri sólhlíf, utan við tjald fréttamannanna við Delafield Country Club. Charley var vodkamaður og það mátti ganga út frá því vísu, að í stóra, hrím- kalda glasinu með tómatsafanum við olnboga hans, á borðinu, undir sólhlífinni væri vænn skammtur af vodka. •— Velkominn til Delafield, sagði Charley. ■—- Seztu. Hann benti á sólstól úr striga. — Ef þú vilt fá eitthvað að drekka, verðurðu að hafa fyrir því sjálf- ur að sækja það þarna yfir í tjaldið. Sam Delafield hefur hér ókeypis matstofu og bar handa þeim, sem hér leggja hönd á plóginn. Hann heldur að það geti komið okkur til þess, að segja eitthvað fallegra um allt tilstandið, Peter settist, honum fannst Sam gamii Delafield geta verið ágætlega ánægður með ýmislegt hér. Þetta klúbbhús var byggt í nýlendustíl með breiðri, hellu- lagðri verönd og úrvals arkítekt- úr. Golfbrautin, sem lá út frá húsinu var nýstárleg og græn, þrátt fyrir ágústnepjuna. Millj- ón dollara vökvunarkerfi, sagði Charley. Rauð flögg með hvítum númerum og hvít flögg með rauðum númerum, voru hér og þar um teigana. Fólkið var vel til haft og ríkmannlegt. — Hvernig stendur á því, að þú ert kominn hingað? spurði Charley. Peter sagði honum frá því. Svört sólgleraugun hvíldu stöð- ugt á honum meðan hann sagði frá. — Frank sagði, að þú kynnir að vera mér hjálplegur við að finna samastað, sagði hann að iokum. — E'g held til þarna yfirfrá, sagði Charley og benti á skeifu- laga mótelið á hæð skammt frá. — Þar er tvíbreitt rúm. Eg hafði hugsað mér, að einhver af þess- um fallega máluðu píum hér í grenndinni bældu annan helm- inginn í því fleti, en í greiða- skyni við vin.... — Eg hef enga löngun til að standa í vegi fyrir skemmtunum þínum, Charley. — Þetta var brandari, dreng- ur, brosið var ofurlítið beizk- legt. — Heldurðu að þessir hlæj- andi vinir þínir geti verið ein- hvers staðar í þessum hópi? — Það er líklegt, sagði Peter og hleypti í brúnirnar. — Slíkir fuglar fylgja fjölmennum sam- komum og tilstandi. — Golfkeppni er ekki sama og nautaat, samt eru hér vín og víf. Og ef þú veizt hvernig þú átt að snúa þér, geturðu komið hér í fyrirmyndar spilamennsku. — Hvernig er efnisskráin? — í dag eru eingöngu áhuga- menn. Sam gamli Delafield var rétt í þessu að hefja keppnina, og lék við einn af þeim stóru, Hann hefur einstaka ánægju af því. Gamli maðurinn er sextíu og átta ára að aldri, en hann tók sjöutíu og átta á kúluna í morg- un. Á morgun færist alvara í leikinn, þá hefst hin raunveru- lega keppni, á sunnudaginn get- urðu æpt á hjálp hér, án þess að nokkur heyri til þín. Þá hefur heimferðin mikla farið fram. — Frank heldur, að það geti verið efni í Sam gamla Delafi- eld. — Efni! hreytti Charley upp úr sér. — Hann hefur brotizt úr algjörri fátækt og komið sér upp svimandi auðæfum. Ojú, hann byrjaði svosem með eina eða tvær milljónir dollara, en það er skínandi fátækt móti því, sem hann á í handraðanum núna. Hve mörg mannslíf það hefur kostað, get ég ekki sagt þér. — Er hann stór froskur í lít- illi tjörn? — Vertu ekki að reyna að vera fyndinn, sagði Charley. Delafield er lítill punktur á kortinu —• verksmiðja með inn- an við þúsund verkamönnum, en Sam Delafield — ja, þú skalt að- eins reyna að hvísla nafn hans í göngum þinghússins, og horfa á hvernig eyrun sperrast allt í kringum þig. Nafnið Samuel er stafað K-O-N-U-N-G-U-R. Og meðal annarra orða, hann er þarna yfirfrá með þessari dökk- hærðu píu að tala við Bill Pow- ers aðstoðar golfleikara hér í Delafield. Að þessu sinni mun hann þó keppa fyrir sjálfan sig. Stúlkan var dökk á brún og brá og glitrandi. Hún hefði vak- ið óskipta athygli hvar sem var. Hún var ósegjanlega æsandi kvenleg. Dýr, en fáanleg, hugs- aði Peter. Sam Delafield var á sinn hátt jafn athyglisverður. Hann var ekki hávaxinn, en hann bar það með sér, að hann byggi yfir óskaplegu viljaþreki, Hann var með sveran háls og breiðar, sterklegar axlir. Hann var sköll- óttur og útitekinn á skallanum, með vel snyrtan, gráan hárkraga í kring. Hann minnti Peter á myndir af Picasso, þegar hann var á aldri Sam Delafields. Lífs- þrótturinn uppmálaður. Hann hélt fast utan um stúlkuna. — Hver er stúlkan? spurði Peter. Hann var þurr í munnin- um. — Sandra Delafield, tengda- dóttir Sams gamla, svaraði Char- Á jörðinni framan við húsið, með um það bil fimmtán metra millibili, lágu tveir menn. Rynsla Peters úr Kóreustyrjöldinni gerði það að verkum ,að hann þurfti ekki að fara nær. FRAMHALDSSAGAN EFTIIJBDSON PHIUPS - 2 HLITI TEIKNING BALTASAR 16 VIKAN 25-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.