Vikan


Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 23
Á sunnudaginn kemur verður þriðji forseti Islands kjörinn. Fyrsti forseti landsins, Sveinn Björnsson, var valinn af Alþingi við lýðveldistökuna á Þingvöllum 17. júní 1944. Þegar hann lézt. var efnt til almennra forsetakosninga í fyrsta skipti hér á landi 1952. Þrír menn voru í kjöri: Ásgeir Ásgeirsson, séra Bjarni Jónsson og Gísli Sveinsson. Ásgeir Ásgeirs- son hlaut kosningu, en atkvæði féllu þannig: Ásgeir Ásgeirsson hlaut 32.925 atkvæði eða 46,7%. Séra Bjarni Jónsson hlaut 31.042 atkvæði eða 44,1%. Gísli Sveinsson hlaut 4.255 atkvæði eða 6%. Herra Ásgeir Ásgeirsson gegndi embætti forseta fjögur kjörtímabil. Bæði hann og Sveinn Björnsson voru ástsælir þjóðhöfðingjar. Þeir mótuðu æðsta embætti hins unga lýðveldis okkar á þann hátt, að allir sannir íslendingar bera virð- ingu fvrir því. Ahnenningur lætur sig kjör nýs forseta miklu varða, enda er hann sameiningartákn þjóðarinnar. Hann er fulltrúi hennar við hátíðleg tækifæri á erlendri grund og gestgjafi fyrir hennar hönd hér heima. Hann kallar saman Alþingi og slít- ur því ár hvert og staðfestir öll lög, sem það samþykkir. Þegar stjórnarkreppa verður, kemur til hans kasta að hafa for- göngu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hefur þá aðeins fátt eitt verið nefnt af störfum forseta og skyldum. Að þessu sinni eru tvö forsetaefni í framboði: Dr. Gunnar T'horoddsen, sendiherra, og dr. Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður. Kosningabaráttan hófst í byrjun maímánaðar og vakti þegar óskipta athygli. Síðan má segja, að forsetakosning- arnar hafi verið aðalumræðuefni alls þorra manna. Stuðningsmenn beggja hafa gefið út kosningablöð og ritlinga. Einnig hafa frambjóðendur komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Á næstu sex síðum kynnir VIKAN báða frambjóðendur á hlutlausan hátt. Við birtum stutt æviágrip hvors um sig og myndir af lífi þeirra og starfi. Myndirnar eru fengnar að !áni hjá frambjóðendum sjálfum og stuðningsmönnum þeirra og valdar í samvinnu við báða aðila og með fullu sambykki þeirra. 25. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.