Vikan


Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 28

Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 28
KRISTJÁN ELDJÁIN Dr. Kristján Eldjárn er fæddur að Tjörn í Svarfaðardal í Eyjafjarðar- sýslu 6. desember 1916. Foreldrar hans eru Þórarinn Kristjánsson Eldjárn, hreppstjóri og bóndi, og Sigrún Sigur- hjartardóttir frá Urðum í Svarfaðar- dal. Kristján settist í Menntaskólann á Akureyri 1931 og lauk þaðan stúdents- prófi 1936. Hann sigldi utan sama ár og nam fornleifafræði við Kaup- mannahafnarháskóla næstu þrjú ár- in. Vorið 1939 hvarf hann heim, en komst ekki aftur utan vegna stríðs- ins. Hann gerðist þá stundakennari við Menntaskólann á Akureyri, en hóf skömmu síðar nám í heimspeki- deild Háskóla íslands og lauk þaðan meistaraprófi í íslenzkum fræðum 1944. 1945 var Kristján ráðinn safnvörð- ur viö Þjóðminjasafnið. Hann tók við embætti þjóðminjavarðar af Matthíasi Þórðarsyni 1. desember 1947 og hefur gegnt því síðan. Kristján hefur tekið þátt í forn- leifarannsóknum allar götur síðan 1937, oftast hér á landi, en einnig á Græn- landi, Nýfundnalandi og Gotlandi. Hann hefur samið mörg rit um forn- ?°iifafræði, og eru þessi hin helztu: Hústirnar í Stöng, 1947; Gengið á reka, tólf fornleifaþættir, 1948; Um Hóla- kirkju, 1950; Um Grafarkirkju, 1954; Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi, doktorsrit, 1956; Stakir stein- ar, 1959; Hundrað ár í Þjóðminjasafni, 1962. Ritstjóri Árbókar Hins íslenzka fornleifafélags hefur hann verið frá 1919 og hefur birt þar margar ritgerð- ir, svo og í erlendum tímaritum. Kristján Eldjárn hefur átt sæti 1 ótal nefndum, gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um og verið sæmdur mörgum heið- ursmerkjum. Hann kvæntist 1947 Halldóru Krist- ínu Ingólfsdóttur, sem er fædd á ísa- firði 24. nóvember 1923, dóttir Ingólfs Árnasonar, framkvæmdastjóra, og Ol- afar Jónsdóttur. Þau hjónin eiga fjög- ur börn, tvær dætur og tvo syni: Ólöf, fædd 3. júlí 1947, stúdent, gift Stefáni Erni Stefánssyni Jónssonar, arkiteks, stúdent 1 Reykjavík; Þórarinn fæddur 22. ágúst 1949, við menntaskólanám; Sigrún, fædd 3. maí 1954, við unglinga- nám; Ingólfur Árni, fæddur 13. ágúst 1930. 7 ;-7 : 77; / .;/7.V ■ Kristján Eldjárn lýsir Þingvöllum fyrír Ólafi V. Noregskonungi 1961. Við hlið konungs standa herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti, og Emil Jónsson, ráðherra. Við fornleifarannsóknir í Brattahlíð á Grænlandi. } 4 Kristján Eldjárn virðir fyrir sér nýfundinn forngrip. 28 VIKAN 25-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.