Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 33
Draurnurinn
Framhald af bls. 13
Hann hrukkaði ennið, og það
leit út sem hann tæki þetta al-
varlega. — Nei, það geri ég
ekki. En þetta samkvæmi . . .
það getur ekki verið svo áríð-
andi. Linda er aðeins vinnufé-
lagi þinn. En ég þarf að fara á
áriðandi fund í kvöld, og ég á
ekki gott með að breyta því.
Jo fékk hjartslátt, alveg eins
og þegar hún vaknaði eftir mar-
tröðina um nóttina. Hún átti
ekki gott með að fara ein i sam-
kvæmið til Lindu. Það liti ekki
vel út, þar sem hún var nýtrú-
lofuð og ætlaði að fara að gifta
sig.
En það verður dansað þar,
Roger, sagði hún áköf. — Ég á
ekki gott með að fara þangað
herralaus,
— Þú verður að reyna að
reyna að finna einhvern annan
til að dansa við, elskan. Hvar •
eru allir gömlu unnustarnir þín-
ir?
Hann var auðvitað að gera að
gamni sínu, en þessa stundina gat
Jo ekki tekið því.
En það þýddi auðvitað ekki að
tala frekar um þetta, Roger
mvndi aldrei fresta viðskiptum
hennar vegna.
Þegar Jo kom aftur til skrif-
stofunnar, var hún dauf og nið-
urbeygð, og nokkru síðar gekk
hún inn á skrifstofuna til Lindu,
til að segja henni hvað hefði
komið fyrir.
Það er leiðinlegt að hann
skuli ekki geta komið, sagði
Linda. — Hann er mjög gleym-
inn þessi unnusti binn. Það er
vonandi að hann gleymi ekki að
koma í kirkjuna.
Þetta var auðvitað sagt í
glensi, en Jo kólnaði upp. Hugs-
unin um drauminn, — gestina
sem biðu, orgelhljóminn og hún
með föður sínum í anddyrinu,
og ekkert bólaði á brúðguman-
um . . . hún gat ekki annað en
hugsað um þetta.
— Ertu lasin? spurði Linda
áhyggjufull. — Þú ert svo hræði-
lega föl.
— Nei, það er bara vegna þess
að ég svaf illa í nótt.
Ertu eitthvað taugaveikluð
út af brúðkaupinu, sagði vin-
kona hennarr og brosti. —■ En eft-
ir á að hyggja, þú hafðir aðeins
þekkt Roger í hálfan mánuð,
þegar þið opinberuðuð. Hann
hlýtur að hafa tekið þig með
stormáhlaupi!
Já, sagði Jo, og var lág-
mælt, — það má segja það.
Þegar hún var að snyrta sig
fyrir samkvæmið um kvöldið,
fór hún að hugsa um það sem
Linda sagði. Auðvitað hafði
þetta verið allt ótrúlega fljótt.
Hún hafði hitt Roger hjá vina-
fólki sínu, og hann hafði strax
boðið henni út, Hann var alltaf
svo óþolinmóður, rétt eins og
hann gæti ekki beðið eftir því
að þau væru gefin saman.
—■ Ég veit að það bresta mörg
hjörtu vegna þessa, sagði hann
þegar hann setti hringinn á fing-
ur henni. — Ekki sízt Terry, —
hvað er nú annars eftirnafnið
hans.
Jo horfði undrandi á hann.
— Terry! En við höfðum að-
eins verið góðir vinir alla ævi,
hann bjó í næsta húsi við okkur.
— Það getur verið, ástin mín,
en ég heyri sitt af hverju. Það
virðast allir vita hvaða tilfinn-
ingar hann ber til þín.
Jo varð hálf vandræðaleg. Var
Terry ástfanginn af henni? Hún
hafði aldrei orðið vör við það.
En svo gleymdi hún Terry al-
veg vegna þess að Roger var allt-
af með henni. Hann bauð henni
á beztu veitingastaðina, og var
óþolinmóður þangað til þau voru
búin að ákveða brúðkaupsdag-
inn.
Jo var alltof upptekin til að
geta hugsað skýrt. Hún fór að
hugsa um undirbúning fyrir
brúðkaupið og nú var Roger all.t-
af svo upptekinn að þau gátu
varla hitzt nema tvisvar i viku.
Þegar Jo var búin að klæða
sig fór hún að hugsa um það að
þótt Roger gæti ekki komið
strax, gæti verið að hann gæti
það síðar um kvöldið.
Hún flýtti sér að símanum og
fór að velja númer, en hætti og
roðnaði út undir eyru. Hvað var
að henni, hún hafði aftur valið
númerið hjá Terry!
Samkvæmið var í fullum
gangi, þegar Jo kom þangað. —
Linda hafði íbúð í stóru, gömlu
húsi, svo herbergin voru stór,
enda voru fleiri pör farin að
dansa.
Jo þekkti ekki marga af gest-
unum, og hún var glöð yfir því
að fara fram í eldhús og hjálpa
til við að smyrja brauð.
Hún var búin að vera þar í
um það bil tíu mínútur, þegar
rödd að baki hennar sagði:
— Heyrðu mig, ef þú ferð
ekki varlega, skemmir þú þenn-
an dásamlega kjól!
Og hún fann að einhver batt
svuntu um mittið á henni.
Hún sneri sér við og starði á
unga manninn.
Terry, ég hafði ekki hug-
mynd um að þú værir boðinn
hingað,
Hann var hvorki í gallabuxum
eða gamalli peysu núna, heldur
var hann í fallegum, dökkum
fötum og hrokkni lubbinn var
snyrtilega greiddur, en það var
alvörusvipur í augunum.
— Áttu við að þú hefðir ekki
komið ef þú hefðir vitað það?
— Auðvitað hefði ég komið.
Hún hló, dálítið þvingað. — Ó,
Terry, ég verð að biðja þig af-
sökunar á ónæðinu sem ég gerði
þér í morgun.
— Það var ósköp notalegt að
heyra í þér. Hvar hefurðu Roger?
— Hann hafði gleymt boðinu
og var búinn að mæla sér mót
við einhverja viðskiptavini.
— Jæja, sagði Terry.
— Hann getur ekki gert að
því að hann er svo minnislaus,
og hann tekur starf sitt afskap-
lega alvarlega. Jo fannst að hún
þyrfti endilega að bera í bæti-
fláka fyrir Roger. — Ég meina,
að núna, þegar honum finnst
hann hafa ábyrgð á öðrum en
sjálfum sér, finnst honum að
hann þurfi að vinna vel.
— Þú ert ástfangin af honum?
Ertu það ekki?
Hún sneri sér aftur að eldhús-
borðinu og fór að hamast við að
skera niður brauð.
— Hversvegna spyrðu? Það
var skjálfti í röddinni, en hún
vonaði að Terry tæki ekki eftir
því.
— Mér datt í hug . . . ég meina
að ég hefði það á tilfinningunni
að þú treystir ekki Roger nógu
vel. Þó það sé ekki nema það, að
þig skuli dreyma að hann gleymi
að koma í kirkjuna til að kvæn-
ast þér....
Jo losnaði við að svara, því
Linda og nokkrir gestanna komu
inn í eldhúsið, til að sækja
brauðið.
Jo sniðgekk Terry allt kvöld-
ið. Hún reyndi alltaf að vera á
tali við einhverja aðra, og þeg-
ar hún sá sér fært laumaðist hún
í burtu.
Hún var rétt komin á götu-
hornið, þegar bíll nam staðar
rétt hjá henni.
Glugginn var opnaður og ein-
hver rak út höfuðið,
— Það er dimmt í kvöld og
ekki gott fyrir ungar stúlkur að
vera einar á ferð. Komdu upp í
bílinn og ég skal aka þér heim.
Terry brosti til hennar. — Eða
ertu ennþá að reyna að forðast
mig?
— Láttu nú ekki svona, Terry,
mig langaði bara til að vera í
cinrúmi.
Allt í lagi, segðu bara til.
Þér finnst ég vera leiðinlegur,
og svo ert þú áhyggjufull vegna
þess að þú hringdir í vitlaust
númer í morgun.
En það var ekki þess vegna
sem hún var svona óviss um
sjálfa sig. Hana hafði í raun og
veru langað til að trúa Terry
'yrir áhyggjum sínum í morgun.
Hún steig upp í bílinn og hann
ók henni heim, án þess að segja
nokkurt orð. Þégar hann opnaði
fyrir hana hliðið, lagði hann
handlegginn um öxl hennar og
sagði:
—- Þú verður að vera liam-
ingjusöm, Jo. Það er mikið atr-
iði fyrir mig.
Jo flýtti sér inn, en hjartað
hamaðist í brjósti hennar. Hún
þorði ekki að horfa á hann. Ef
hún hefði verið andartaki leng-
ur úti hjá honum, hefði hún
kastað sér um háls hans og grát-
ið við öxl hans.
Hvað gekk eiginlega að henni?
Hún var eitthvað utan við sig.
Var þetta áhugi Rogers fyrir
starfinu, sem kom henni til að
finna þessa einmanakennd? Hún
IROPAST m
Bylting á sviði -
ryðhreinsunar
25. tbi. VIKAN 33