Vikan


Vikan - 27.06.1968, Side 34

Vikan - 27.06.1968, Side 34
hafði reynt að fullvissa sjálfa sig um að þetta yrði allt í lagi, þegar þau væru gift. En var það nú alveg víst? Menn eins og Roger breytast ekki. Hann var framgjarn og ákveðinn í að láta einskis ófreist- að. Hún var auðvitað ánægð með það, en henni fannst að hann ætti að geta fórnað meira af tíma sínum með henni. Það var ósköp leiðinlegt að hitta hann aldrei, nema ef hann haí'ði tíma tii að boi'ða með henni, og þá var hann alltaf með augun á klukkunni, Henni fannst það ekki koma heim og saman við fullyrðingar hans um það hve heitt hann elskaði hana. Foreldrar hennar voru á fót- um þegar hún kom inn. Þau voru að horfa á sjónvarp. —- Hvernig var samkvæmið, vina mín? spurði frú Craig. Jo kreisti fram bros. — Það var ljómandi, mamma. Þegar frú Craig hafði gengið fram til að búa til te, slökkti pabbi hennar á sjónvarpinu og sneri sér að henni. • Hvað er að þér, Jo? Mér finnst þú nokkuð dauf í bragði. Fylgdi Roger þér ekki heim? — Nei, svaraði hún, og settist við hliðina á föður sínum í sóf- ann. —■ Hann gat ekki komið, hann þurfti að hitta einhvern viðskiptavin. Craig barði úr pípunni sinni. — Er allt eins og það á að vera? Ég meina milli þín og Rogers? — Auðvitað, pabbi, hvers- vegna spyrðu? — Þú lítur ekki út fyrir að vera eins hamingjusöm eins og ég bjóst við. Það þýðir ekkert fyrir þig að neita því. Þú veizt að við móðir þín eigum enga heitari ósk en að sjá þig ham- ingjusama. Við komum til með að sakna þín mikið. Það er auð- vitað leiðinlegt fyrir okkur að eiknabarnið skuli fara svona langt í burtu. En þetta er þitt líf, og við megum ekki vera eigingjörn. Jo hrukkaði ennið. — Fara langt í burtu? Hvað ertu eigin- lega að tala um, pabbi? Við ætl- um að búa í íbúðinni hans Rog- ers, og hún er skammt héðan. Faðir hennar leit á hana, — En þið verðið ekki lengi í henni. Ég á við, það verður ekki svo langt þangað til þið flytjið til Rodes- iu. — Rodesiu? endurtók Jo. — Já, Clifford, vinnufélagi Rogers sagði okkur það. Ég neita því ekki að þetta kom mér á óvart. En þið hafið kannski ein- hverja ástæðu til að halda því leyndu. — Halda hverju leyndu, pabbi? Að Roger hefur fengið þessa góðu stöðu. Craig var vandræðalegur á svipinn. Þetta getur ekki komið þér á óvart, vina mín? Roger hlýtur UaríiMÍarhiitÍir INNi ÚTÍ BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhhí- & 'Utikutiir h □ . VILHJÁLMBSDN RÁNARGÖTU 17. SÍMI 19669 röddin. — Jo, ástin mín, ég ætl- aði bara að segja þér það einu sinni ennþá að ég elska þig, og ég óska að við getum gift okkur mjög bráðlega. - Ó, Terry, hún hló og grét á víxl. — Þú kemur þá til kirkj- unnar? - Þú ættir að reyna að aftra mér frá því, ástin mín! ☆ Hláturinn Framhald af bls. 17 V að hafa sagt þér þetta. Hann vill flýta brúðkaupinu vegna þess að þeir vilja aðeins kvæntan mann í stöðuna. Jo sat grafkyrr og hjartað hamaðist í brjósti hennar. Hún hafði haldið að óþolinmæði Rog- ers stafaði af því að hann elsk- aði hana svona heitt, að þess vegna vildi hann flýta brúð- kaupinu. En svo var það aðeins vegna stöðunnar, sem svona mik- ið lá við. Hann varð sem sagt að fá eiginkonu í hvelli, það skipti sjálfsagt ekki miklu máli hver hún var. Hún sá þetta allt í einu í hnotskurn. Þetta upplýsti allt í einu alla hegðun hans. Það var svo sem ekkert und- arlegt að hann hafði ekki sagt benni frá þessari stöðu í Rodes- iu! Hann hefur eflaust verið hræddur um að hún yrði ekki hrifin af því. En eftir að þau væru gift, átti hún engra kosta völ. Hún sá nú hver asni hún hafði verið að vera ekki fyrir löngu búin að sjá þetta allt. Hún fann að faðir hennar lagði handlegginn um axlir hennar, — Já, Roger hefur þá ekki sagt þér þetta. Hann hefur vit- að það lengi. Ég skil ekki í því að hann skyldi halda svona mikilvægu atriði leyndu fyrir þér. - Roger er þannig, sagði hún, lágróma. Hún kyssti föður sinn á kinn- ina, svo stökk hún á fætur og hljóp fram að dyrunum. _______________________________y í þetta sinn valdi hún ekki skakkt númer. Þegar rödd svaraði í símann, sagði hún: — Mig var rétt núna að dreyma dagdraum. Ég fer ekki til kirkjunnar eftir þrjar vikur, ég giftist ekki Roger. Ég er glaðvakandi, Terry. Ó, elsku Terry, litla húsið er ennþá autt og bíður þess að einhver komi til að búa í því. Hún heyrði að hann stóð á öndinni, og svo sagði hann: Ertu alveg viss um þetta, Jo? Ég hef aldrei á ævinni ver- ið eins viss um nokkurn hlut. Ég elska ekki Roger, og hann elskar mig örugglega ekki. - - Ég kem til þín á morgun, Jo, sagði hann. — Og, ástin mín, mupdu það bara að ég elska þig, og það hef ég alltaf gert. Það getur verið að það sé einhver ástæða fyrir því að húsið stend- ur autt, ef til vill hefur það ætlað að segja okkur eitthvað. Ó, Terry, hvíslaði hún, — ég er svo hamingjusöm, svo ó- endanlega hamingjusöm! Tunglið lýsti upp garðinn við nágrannahúsið, og Jo brosti með sjálfri sér, þegar hún stóð við gluggann. Hún tók trúlofunar- hringinn af sér og lagði hann á kommóðuna. Hún fór að hugsa um að mar- tröðin hafði orðið til að vekja hana. Síminn hringdi, og hún gekk að náttboröinu og tók hann upp. — Ég valdi rétt númer, sagði LITAVER Pilkington’s postulín veggflísar Stærðir: 7Vi cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm. GRENSÁSVfGI 22-24 »30280-32262 Barrystaines linoleum parket gólflísar Stærðir: 10 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm. GOTT VERÐ síðarnefnda manns, ef vera mætti, að hann ætti sér einhverr- ar björgunar von. Svo var ekki. Höglin úr byssunni hlutu að hafa gsrt hjartað í hcnum að kássa. Hann gekk í víðum boga í áttina að byssunni. Hann ætlaði ekki að spora grasflötina. Á skefti byssunnar var lílil plata með upphafsstöfunum M. L. Það var óeðlilega hljótt hér í skóginum. í miklum fjarska heyrði hann vörubíl fara fram- hjá úti á þjóðveginum. Hann leit á húsið og vætti þurrar varirn- ar. Svo kallaði hann: Ungfrú Landers! Það er Peter Styles! Það heyrðist ekkert svar, eng- in hreyfing neins staðar. Peter gekk að aðaldyrunum, opnaði bæi- og sté inn, Húsið var svalt, fyrir vesturgluggunum, sem kvöldsólin skein inn um voru sóltjöld. Það sem hjá venjulegu fólki hefði verið setustofa, hafði Mary Landers gert að vinnuher- bergi. Málaratrönur, ferhyrnt vinnuborð, útbiað í málningu, burstum og litaspjaldi, tveir bakháir eldhússtólar og sóffi upp við annan vegginn, voru öll þau húsgögn, sem hér voru.. Með- fram suðurvegg herbergisins var um tylft af málverkum. Hann kallaði einu sinni enn: Ungfrú Landers! Svo gekk hann hratt í gegnum húsið, eldhúsið, ónotað gestaher- bergi, snyrtilegt baðherbergi, mjög sæmilegt svefnherbergi. Þegar hann sneri sér við, til að ganga út úr svefnherberginu, brá honum heldur en ekki í brún. Macklyn lögregluforingi stóð þegjandi í dyrunum með skamm- byssuna brugðna. Hvað gerðist? Heyrðuð þér þá hlæja? spurði Macklyn með harðri, kuldalegri röddu. Peter yppti öxlum: Ég veit ekki meira um þetta en þér, sagði hann. — Ég kom hingað fyrir minna en tíu mínútum, á fyrirfram ákveðið stefnumót við ungfrú Landers. Ég fann þá — hann rykkti höfð- inu í áttina til aðaldyranna, — rétt eins og þeir eru núna. Macklyn renndi byssunni aft- ur í hulstrið. — Út, sagði hann og vék til hliðar, svo Peter kæm- ist framhjá honum. 34 VIKAN 25 tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.