Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 43
M O D E S S
Eina bindið, sem býður yður fjóra nauðsynlega kosti.
(1) V-lögun sem er sérstaklega sniðin fyrir líkama yðar.
(2) Mjúkt og þægilegt í notkun.
(3) „Blue Shield'' plasthimnan sem gerir það rakaþétt og öruggt
á þrjó vegu.
(4) Tekur sérstaklega vel í sig raka.
MODESS BINDI FRÁ JOHNSON & JOHNSON
Modess
DÖMUBINDI
Einkaumboði
síðustu krafta sinna til að rísa upp
við dogg og bregða sveðju á hó-
sirnar eins gangvarans, sem fellur
hvíandi til jarðar og kastar af sér
riddaranum. Sá getur enga björg
sér veitt vegna þunga herklæðanna,-
hann verður þvf að bíða aðgerðar-
laus unz einhverjum gotlenska rýt-
ingnum hefur auðnazt að finna
hæfilega víða smugu ó járnhlífum
hans. Grænn völlurinn er orðinn að
rauðri efju og blóðgufan titrar eins
og tíbrá í júlísólinni. Kvalahljóð
manna og hesta stíga til hæða f vit-
firrtri hljómkviðu, nístandi ókæru
takmarkalausrar þjóningar og von-
leysis þess, er saklaus brennur á
fórnaraltari skuggaafla mannkyns-
ins. Slfkir ómar hljóta að hafa nóð
eyrum Picassos er hann mólaði
Guernica.
Enda þótt Gotlendinga hafi
ekki skort hug og dug á við fjand-
menn sína, nema síður væri, guldu
þeir þess nú grimmilega, hve lítt
þeir höfðu trúað stóli. En þrátt fyr-
ir lélegan útbúnað vörðust þeir
eins og Ijón til síðasta manns. —
Átján hundruð lík lágu í valnum
að lokinni orrustu og blóðið rann í
lækjum inn um borgarhlið Visbýar,
eftir því sem sagan segir.
„HÚSIN ERU í LOGA"
Á meðan hin blóðuga viðureign
stóð yfir, höfðu borgarbúar ekki
hafst að; má jafnvel ætla, að þeir
hafi grátið þurrum tárum yfir óför-
um hinna fornu keppinauta utan af
landsbyggðinni. Og að bardögum
loknum gáfu þeir fúslega upp borg
sína fyrir sigurvegurunum. Var
Valdemar þá orðinn svo upp með
sér, að hann þóttist ekki geta riðið
inn um borgarhlið að hætti venju-
legra manna, en lét í stað þess rífa
skarð mikið í múrinn og fór þar í
gegnum fylktu liði. Þá er hermt, að
hann hafi látið stilla þremur ker-
öldum út á stórtorg staðarins og
sagt heimamönnum að fylla þau af
gulli og gersimum, ellegar brenndi
hann borgina ofan af þeim. Auk
þess kvað hann hafa stolið tveimur
sérlega dýrum eðalsteinum úr Mar-
fukirkjunni; var Ijómi þeirra svo
mikill, að þeir skinu sem sól um
nætur.
Að Ifkindum hefur Valdemar í
rauninni farið tiltölulega vægilega
með Visbýinga,- að vísu kúgað af
þeim fé nokkurt, en verzlunarrétt-
indum sínum héldu þeir. Gaf hann
þeim bréf upp á það tveimur dög-
um eftir orrustuna. Segir þar að
„Vér Valdemar, af Guðs náð kon-
ungur Dana og Vinda, og Kristófer,
vor sonur, af sömu náð hertogi af
Lálandi, gerum kunnugt í þessu
bréfi, að vér heitum hinum vitru og
verðugu mönnum, borgarmeisturum
og ráðherrum og borgurum í borg
vorri Visbý . . . öllum þeim rétt-
indum og því frelsi, er þeir frá
fornu fari haft hafa."
En með allt öðrum og ruddalegri
hætti var farið fram gegn lands-
byggðinni, enda höfðu forsvars-
menn hennar ekki reynzt nægilega
„vitrir og verðugir" til að sleikja
tær ofbeldismannsins. Hið danska
herlið fór með ránum og brennum
um sveitir eyjarinnar. Auðævi, sem
dregin höfðu verið saman af spak-
legri ráðdeild um ótaldar aldir,
urðu nú á einni svipstund herfang
gírugra ránsmanna. Ekki auðnaðist
Dönum þó að öngla saman öllu
gulli Gotlands. Er ekki fjarri lagi
að álykta, að einmitt á þessum tím-
um hafi margir gerzt til þess að
grafa sjóði sína í jörðu, til að þeir
yrðu ekki ranglætismönnunum að
góðu. Eitt er víst, að gotlensk mold
er svo auðug af földum fjársj.ðum,
að þess munu naumast dæmi [
nokkru öðru landi, og ber það Ijós-
an vott um mikilvægi eyjarinnar
sem viðskiptamiðstöðvar. Finnst þar
margvíslegasta mynt, þar á meðal
ensk, rómversk og arabísk. Nýir
fundir bætast við á ári hverju; það
er eins og mold þessa fremur harð-
býla eylands sé ótæmandi gull-
náma. Bóndi einn í Rutesókn seg-
ir jafnan við syni sína að votviðr-
GLÓBUS h.f.
um loknum: ,,Nú er farið að þorna
til, svo það er bezt að þið farið út
á akurinn og plægið upp peninga."
Sár hefur auðmýking hinna stoltu
húsmæðra og heimasæta verið og
þungur harmur að þeim kveðinn,
er þær sjálfar og heimili þeirra
urðu nú varnarlaust herfang tírar-
lausra ræningja, meðan ástvinir
þeirra, sem varið höfðu sóma þeirra
til síðasta manns, stiknuðu f sumar-
sólinni á völlunum utan við Suður-
port. En ekki létu þær allar sitja
við að gráta Björn bónda. Eitt sinn
er flokkur danskra hermanna hafði
drukkið sig ofurölvi, komu að þeim
konur úr nærliggjandi þorpi og
drápu þá alla. ( hefndarskyni
brenndu Danir þorpið og drápu þar
hvert mannsbarn, eins og gert var
í Lidice og Oradour-sur:Lane [ síð-
ari heimsstyrjöld. f kirkjunni ( Fidé
getur að líta áletrun sem talin er
frá. árinu 1361, svohljóðandi: —
„Húsin eru í loga, fólkið fallið,
harmandi flýr það undan sverðinu."
Hið frjálsa Gotland, síðasta vígi
hins fornnorræna þjóðskipulags, var
liðið undir lok.
Ekki getur hjá því farið, að
manni verði í þessu sambandi hugs-
að til örlaga annars norræns bænda-
þjóðfélags, er glatað hafði frelsi
sínu einni öld áður en orrustan var
háð við Visbý. En sá samanburður
verður Islendingum naumast hag-
stæður. íslenzka lýðveldið féll fyrst
og fremst vegna sérgæðingsskapar
og þroskaleysis leiðtoga sinna, sem
verziuðu með hagsmuni lands og
þjóðar af álíka siðleysi og afrískir
mannætuhöfðingjar, sem seldu
þrælasölum þegna sína fyrir gler-
perlur og brennivín. Vesæli er því
hlutur þeirra í sögunni hjá fram-
lagi gotlensku bændanna, er kusu
að deyja með frelsi þjóðar sinnar,
er þó skorti mátt að verja það. —
Minning þeirra skyldi engum frjáls-
huga Norðurlandamanni úr minni
líða.
Og sex hundruð árum síðar, er
vorsólin Ijær mistrinu úti fyrir
ströndinni gulan lit og ungmeyjar-
ilmur vorkaldrar jarðar boðar komu
sumarsins, er kyrrðin ó völlunum
fyrir framan Suðurport aðeins rof-
in af tísti svartþrastanna. Engin
kvalaóp yfirgnæfa nú söng þeirra,
enginn þefur blóðs og rotnunar
eitrar hreinan svala loftsins. . Og á
yfirlætislausum stað fyrir suðaustan
gömlu borgina gengur ferðafólkið
fram á fornan steinkross, sem gef-
ur hefur staðnum nafn hans: Kross-
hagi. Þar stóð áður nunnuklaustur
og mótar enn fyrir grunni þess. Á
krossinum má greina þessa áletrun
á latínu: „Á því herrans ári 1361,
þriðjudaginn eftir dag heilags Jak-
obs, féllu Gotlendingar þeir, er hér
eru jarðaðir, í hendur Dana við
hlið Visbýar. Biðjið fyrir þeim."
HERFANG Á HAFSBOTN!
Einkennilega kemur það fyrir
eyru, að þetta yfirlætislausa og
virðulega minnismerki gotlensks
frelsis skuli bera nafn banamanns
þess, Valdemars konungs. En þetta
vitnar Ijóslega um þau óhemju
áhrif, er ógnir þær, er tegndar voru
nafni hins erlenda herkonungs,
hafði á hugi landsmanna. Sá auð-
ur andlegur, sem hugmyndaflug
þeirra hefur skapað í sögnum, þjóð-
kvæðum og ævintýrum um Valde-
marsleiðangurinn, er ósmár. ( dans-
kvæði einu er kveðið um Valdemar
sem ómerkilegan strákling, sem
hentara væri að sitja um kyrrt í
sínu landi en að fara til Gotlands
að gilja meyjar. Þannig náðu hinir
sigruðu sér niður á sigurvegaran-
um. Ein sögn hermir að borgara-
dóttir nokkur í Visbý hafi, vegna
elsku sinnar á Valdemari, opnað
fyrir honum hlið staðarins og verið
í hefndarskyni múruð inni lifandi í
turni einum á borgarmúrnum, en
stðan heitir Jómfrúarturn. Þetta mun
þó vera flökkusaga ein og ekki hafa
við rök að styðjast.
Er Valdemar hafði stolið og rænt
svo miklu í Gotlandi að hann taldi
sig ekki geta gert betur, sigldi hann
zs. tbi. VIKAN 43