Vikan


Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 13
 t. > okkar að sýna yður eins mikla gestrisni og okkur er frekast unnt. Húsbóndinn gaf skipun um að búa um sérstakt rúm fyrir munkinn. Og hversu ákaft sem munkurinn bað um að fá að fara aftur til klaustursins, lýsti hús- bóndinn því yfir, að þessi heil- agi og æruverðugi gestur mætti ekki yfirgefa þeirra auma hús fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjá daga. Hann sagði, að það væri hið minnsta sem hann gæti gert fyrir mann, sem hefði bjargað lífi eiginkonu hans. í þrjá daga vék húsbóndinn ekki frá munkinum og umgekkst hann með djúpri virðingu og umhyggju. Þegar umræddur tími var liðinn, söðlaði hann asna. Hann var hlaðinn gjöfum, og tveimur gullpeningum var þrýst í lófa munksins. En þeir voru varla komnir að hliðinu, þegar maður hljóp í veg fyrir þá. Hann fleygði sér við fætur munksins og bað: — Heilagi faðir. Fréttin um kraftaverk yðar hefur borizt um allt héraðið. Móðurbróðir minn, sem hefur gengið mér í föður- stað, er að deyja. Hann biður yð- ur að koma og blessa sig. — En ég er á heimleið, sagði munkurinn önugur. — Það tekur yður ekki lang- an tíma. Þér verðið að koma og hjálpa hinum deyjandi manni. Og maðurinn tók í beizlið á asnanum og teymdi hann með sér. — Hvar býr þessi móðurbróð- ir yðar, spurði munkurinn. — Skammt héðan. Það tekur aðein fáeinar mínútur að kom- ast þangað. Munkurinn gat ekki neitað þessari bón. Eftir klukkutíma ferð voru þeir komnir í annan bæ. Þar fékk munkurinn að sjá hús, sem vár nauðalíkt því, sem hann hafði nýlega yfirgefið. í húsinu var sjúkur maður, sem búizt var við að gæfi upp öndina þá og þegar. Við sjúkrabeð hans stóð fjölskyldan milli vonar og ótta. Munkurinn gekk að hinum sjúka manni. Hann var varla byrjað- ur að blessa hann, þegar krafta- verkið gerðist. Hinn deyjandi maður reis upp úr rekkju sinni og bað um mat og drykk. Þegar fólkið sá þetta varð það undrandi og vildi sýna hin- um heilaga manni þakklæti sitt með því að veita honum gistingu í þrjá daga. Eftir þrjá daga fékk munkur- inn ríkulegar gjafir og var fylgt að hliðinu. Þá skaut þriðji mað- urinn upp kollinum og bað mimkinn að koma með sér heim og blessa sjúkan dreng. Þótt ekki væri nema í klukkutíma. Orð- rómurinn um munkinn og kraftaverk hans hafði borizt eins og eldur í sinu um allt hér- aðið. Ekki heldur í þetta skipti hafði munkurinn kjark í sér til að neita. Maðurinn tók í tauma asn- ans og leiddi hann til hins nýja bæjar. Þar var farið með munk- inn að. rúmi lamaðs drengs. Hann var varla búinn að snerta dreng- inn, þegar hann tók að hoppa og dansa fjölskyldu sinni til ósegj- anlegrar gleði. Foreldrar drengs- ins tóku ekki annað í mál en hinn heilagi kraftaverkamaður dveldist hjá þeim í þrjá daga og þrjár nætur. Þegar brottfarardagurinn rann upp, fékk munkurinn enn nýjar gjafir, svo að asninn var að sligast undan byrðinni. Einn- ig fékk hann fleiri gullpeninga en hann hafði fengið í hin skipt- in. Hann hafði nú fengið alls rúmlega tuttugu gullpeninga. Hann lét þá í treyju sína, settist á asnann og bað um leiðsögn til klaustursins. Það var auðsótt og loksins var lagt af stað. —■ Við munum alltaf varðveita í hjörtum okkar minninguna um yður, sögðu þeir. Við erum reiðubúnir til að gera allt sem þér óskið. Við ætlum að fylgja yður alla leið til klaustursins. Þér eruð okkur sem skíragull. — Ég geri ykkur ónæði, sagði munkurinn, án þess að hugleiða orð þeirra frekar. — En þið vit- ið að leiðin er hættuleg, bætti hann við. — Hér herja alls stað- ar ræningjaflokkar. — Það er rétt, sögðu fylgdar- mennirnir. Það er sagt að þeir ráðist meira að segja á fólk um hábjartan dag. — Stjórnarvöldin hafa ekki bolmagn til að stemma stigu við hinu illa og það breiðist út meir og meir, sagði munkurinn. Það er sagt, að ræningjarnir stöðvi áætlunarvagna á vegunum og ræni farþegana. Ef einhver þeirra virðist vera ríkur og frægur, taka þeir hann með sér í von um, að fjölskylda hans láti af hendi háa peningaupphæð sem lausnargjald. Það er líka sagt, að lögreglumenn hafi orð- ið vitni að svona löguðu. Tveir lögreglumenn fóru með áætlun- Framhald á bls. 35. 38. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.