Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 17
4 Kvenfólkiö hefur engan hemil á
sér þegar Trudean er annars vegar.
Hann varð fyrstur til að innleiða
kossa sem vopn í stjórnmálabarátt-
unni í Kanada. Stundum er aðsókn
kvennanna svo áköf að hann verður
að grípa til undanhalds, eins og hér
í Ottawa.
TRIIDEAU -
STJÍRNMÁLA-
MADIRINN
FDRDDIEGI
Pierre Elliott Trudeau, hinn nýi forsætisráð-
herra Kanada, er furðulegasti og mótsagna-
kenndasti stjórnmálamaður í heimi. Að
minnsta kosti hefur enginn stjórnmálamað-
ur komið þjóð sinni í slíka geðshræringu á
jafn skömmum tíma.
Trudeau pípir á áhorfendur sína við
ráðhúsið í Toronto. í Kanada er mik-
ill siður að þakka þannig góðar und-
irtektir áheyrenda. }
Hann hefur synt yfir Bospórus
og paðlað fjögur hundruð og
fimmtíu mílur niður eftir Kop-
arnámufljóti, sem er norðvestan
til í Kanada og rennur í Norður-
íshafið. Hann er brúnbeltismað-
ur í júdó og á bláan Mercedes
300 SL. Hann greiðir sér í stíl
við Sesar og lítur eins og kvik-
myndastjarna frá Hollywood.
Hann erfði eignir upp á tvö
hundruð og fjörutíu milljónir
króna og er piparsveinn. Fyrir
3 árum var hann nær óþekkt-
ur, í dag ræður hann öðru víð
lendasta ríki heims. Hann er
Pierre Elliott Trudeau, hinn nýi
forsætisráðherra Kanada, furðu-
legasti ■ og mótsagnakenndasti
stjórnmálamaður í heimi. Að
minnsta kosti hefur enginn ann-
ar stjórnmálamaður komið þjóð
sinni í slíka geðshræringu á jafn-
stuttum tíma sem þessi.
Leifturskjótur uppgangur hans
gerði suma klumsa en vakti gíf-
urlega hrifningu hjá öðrum. Fyr-
ir fáeinum mánuðum, þegar
Trudeau var orðinn foringi
Frjálslynda flokksins, ávarpaði
hann seytján ára stúlka á götu
í Ottawa. „Má ég kyssa yður?“
spurði hún. „Hversvegna ekki —
það er komið vor,“ sagði Tru-
deau. Kossinn varð alllangur.
Um hann átti stúlkan aðeins eitt
orð: „Undursamlegt!"
Gervallt Kanada var álíka
ruglað í ríminu og þessi stúlku-
kind. Þetta ríki sem er öðrum
þræði brezkt, en hinum franskt,
hefur til þessa verið harðíhalds-
samt hvað hátterni stjórnmála-
manna snertir; til þessa hefur
engum stjórnmálamanni þar í
landi dottið í hug að kyssa smá-
barn á almannafæri, hvað þá
kvenfólk yfir fermingu. En nú
varð þessi íhaldssama og hvers-
dagslega þjóð altekin af fyrir-
bæri, sem þarlendir blaðamenn
skírðu „Trudeau-æði.“ Þessi
grannvaxni, glæsilegi maður —
„latur, ríkur, óháður, yfirsvip-
urinn berandi vott um hroka og
feimni," sagði Time — gerði bet-
ur en meira að segja Bítlarnir.
Ljóshærðir táningar og gránaðar
frýr bráðnuðu jafn auðveldlega
fyrir honum.
Eitt af því, sem dularfullt er
við Trudeau, er fæðingarár hans.
Samkvæmt skrám kanadíska
parlamentsins er það 1921, en
blaðið La Presse í Montreal held-
ur því fram að hann sé tveim-
ur árum eldri. Trudeau lét sér
Framhald á bls. 41
Trudeau (til vinstri) í Kína.
Þar hitti hann Maó að máli.
Með lífið að veði: Trudeau
Palestínu.
Trudeau hefur með eig-
in augum séð armóð
heimsbarna eins og liann
er mestur. Hér er hann
í Pakistan.
38. tw. VIKAN 17