Vikan


Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 12
ARABISK SMÁSAGA EFTIR TAWIK AL-HAKIM ÞRISVAR SINNUM GERÐIST HIÐ SAMA: MUNKURINN VAR LEIDDUR INN f HÚS AÐ RÚMI SJÚKLINGSINS, SEM VAR f DAUÐANS GREIPUM. HANN HAFÐI VARLA HAFIÐ BÆN SÍNA, ÞEGAR KRAFTAVERK GERÐIST OG SJÚKLINGURINN REIS HEILL LIR REKKJU SINNI . . . Að venju reis gamli munkur- inn úr rekkju fyrir dögun. All- ir sváfu. Aðeins fuglarnir höfðu flogið úr hreiðrum sínum. Þeg- ar hann hafði þulið bæn sína og beygt sig og kropið eins og hann var vanur, lagði hann af stað til kirkjunnar. Hann var stoð og stytta klaustursins. Ekki aðeins hinir munkarnir, heldur einnig fólkið í nágrenninu, þekkti hann og virti. Við klausturhliðið óx lítið pálmatré. Hann hafði sjálfur plantað því, og dag hvern við sólris vökvaði hann það. Sólin kom upp. Rauð eins og daðla reis hún yfir sjóndeildar- hringinn. Geislar hennar féllu eins og gullið net yfir rök blöð pálmans. Munkurinn hafði rétt lokið við að vökva pálmann og ætlaði að leggja af stað til kirkj- unnar, þegar nokkrir menn gengu skyndilega í veg fyrir hann. Þeir voru sorgmæddir og alvarlegir á svip. Einn þeirra herti upp hugann, vék sér að munkinum og sagði bænarrómi: — Náðugi herra. Enginn nema þér getið hjálpað mér. Konan mín er að deyja. Hún biður, að þér komið og blessið hana, áður en hún skilur við. — Hvar er hún? — í bæ hér í nágrenninu. Asn- arnir eru til reiðu. Komið með okkur. — En ég er ekki ferðbúinn, börnin mín. Bíðið andartak. Ég hef brátt lokið morgunverkum mínum. Og svo verð ég að tala við bræðurna. Kannski er bezt að þið farið aftur heim. Ég kem á eftir. — Við getum ekki beðið svo mikið sem eina mínútu, sögðu þeir. Konan er að deyja. Ef til vill er allt um seinan, þegar við komum aftur. Komið strax með okkur og frestið því ekki að gera góðverk og frelsa sál hinnar deyjandi konu. Það er ekki svo langt að fara. Þér verðið komnir aftur fyrir hádegi. — Nújæja, það verður þá að vera eins og þið viljið. Munkurinn gekk fyrstur og hinir fylgdu á eftir. Hann sett- ist á annan asnann, en maður konunnar á hinn. Að svo búnu lögðu þeir allir af stað frá klaustrinu. Þannig héldu þeir áfram í nokkra tíma. f hvert skipti sem munkurinn spurði, hvort þeir færu nú ekki að koma á áfanga- staðinn, svöruðu fylgdarmenn hans: — Við erum rétt að koma. Að svo mæltu slógu þeir í asnana. Það var komið fram yfir há- degi, þegar þeir sáu fyrst grilla í bæinn. Skömmu síðar riðu þeir inn í hann og var heilsað með gelti hunda og kveðjum ibúanna. Allir söfnuðust saman fyrir utan lítið hús, sem stóð utarlega í bænum. Munkurinn gekk inn og fékk að sjá konuna. Hún var með lokuð augu. Hann ávarp- aði hana, en hún svaraði ekki. Það var augljóst, að hún átti ekki langt eftir. Munkurinn hóf bæn sína. Hann var rétt byrjaður, þegar hann heyrði djúpa stunu. Síðan aðra. Munkurinn hélt, að þetta væru hinztu andvörp konunnar. En þá hreyfðust augabrúnir hennar. Augun opnuðust. Hin sjúka kona leit í kringum sig og hvíslaði: — Hvar er ég? — Þú ert heima, sagði munk- urinn undrandi. — Gefið mér að drekka! Öll fjölskyldan hrópaði: — Gefið henni að drekka. Komið með drykkjarkrús. Konan drakk lengi. Síðan hreyfði hún sig og sagði: — Og eitthvað að borða. Ég er sársvöng. Allir voru á þönum um húsið til að uppfylla óskir hennar. Meðan hún borðaði störðu allir á hana undrunaraugum, eins og þá langaði sjálfa ákaft í mat. Er hún hafði etið fylli sína, reis hún úr rekkju og gekk í kring- um húsið. Hún var alheilbrigð. Þá féll fólkið á kné. Það kyssti hendur munksins og hrópaði: — Heilagi maður. Með bæn yðar hafið þér vakið hana frá dauðum og fært blessun yfir þetta hús. Hvernig getum við sýnt yður þakklæti okkar í verki? Munkurinn var sjálfur undr- andi yfir því, sem gerzt hafði. Hann sagði: — Ég hef ekki gert neitt, sem verðskuldar þakklæti. Það sem gerzt hefur er einfaldlega vilji guðs. En húsbóndinn greip fram í: -— Kallið það hvað sem yður sýnist. Hér hefur gerzt krafta- verk. Guð hefur viljað, að það færi í gegnum hendur yðar. Heilagi maður. Þér hafið fært gæfu inn í þetta litla hús. Það er okkur öllum mikill heiður og sönn ánægja. Það er skylda 12 VIKAN 38-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.