Vikan


Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 30
SBBn daginn inn. íii' til vill mætti komast svo að orði, að hann haii misst móður sína, en íengið gítar í staðinn. Fjórði kaili PAUL OG QUARRYMEN Paul McCartney sýndi engan sérstakan áhuga á tón- list í æsku. Ræði hann og Michael bróðir hans voru eitt sinn látnir læra á píanó. „Pað voru mikil mistök hjá okkur að láta þá hefja námið að sumarlagi,“ segir Jim. „Kennarinn kom heim til okkar, en allan tímann voru krakkarnir í nágrenninu að berja að dyrum og biðja strákana að koma út í leiki. Eg sá, að þetta gat ekki gengið, svo að }>að varð að ráði, að strákarnir ióru í tímana heim til kennarans. En það dugði samt ekki.“ Jim vildi, að Paul færi í drengjakór dómkirkjunnar í Liverpool. „Hann fór einu sinni, en söng falskt af ásettu ráði og var ekki tekinn. Síðar söng hann með St. Chads Choir, en aðeins stuttan tíma.“ Frændi Pauls gaf honum eitt sinn gamlan trompet og Paul tókst að leika einföld lög á hann, án þess að njóta nokkurrar tilsagnar. Tónlistargáfuna hefur Paul að öllum líkindum erft eftir föður sinn. Jim hafði ung- ur bvrjað að leika eftir eyrenum á píanó. Hann lék meira að segja í danshljómsveit um nokkurt skeið. „Eg lærði aldrei neitt,“ segir Jim. Hins vegar var garnall pianógarmur heima, og ég gat spilað á hann al- gengustu dægurlögin.“ Árið 1!)1!), þegar Jim var 17 ára, stoínaði hann dans- hljómsveit, sem lék á skemmtikvöldum ýmissa starfs- hópa. Hljómsveitin kom fyrst fram opinberlega á dans- leik í St. Catherines Hall í Liverpool. „Yið vildum vekja á okkur athvgli og lituðum þess vegna svartar grímur i kringnm augun og kölluðum hljómsveitina „Thc Masked Melod y Makers“. En áður en dansleikurinn var hálfnaður, höfðum við svitnað svo mikið, að lit- urinn rann niður eftir öllu andlitinu á okkur. Þetta var í fyrsta og eina ski])tið, sem „The Masked Melody Makers“ komu fram. En við gáfumst ekki upp. Við breyttum nafni hljóm- sveitarinnar og kölluðum hana nú „Jim Macs Band“. Við klæddumst allir smókingjökkum, en höfðum ekki efni á að kaupa okkur viðeigandi skyrtur. Við urðum því að notast við brjóst og líningar úr pappa, en það tók enginn eftir þvi. Hljómsveitin starfaði í fjögur eða fimm ár, en vakti enga athygli og naut hvorki frægðar né vinsælda.“ ]>egar Jim var orðinn fjölskyldumaður og heims- styrjöldin skollin á, lauk ferli hans sem ldjóðfæraleik- ara. En liann hélt áfram að leika á píanóið heima hjá sér. „Paul hafði enga ánægju af píanóleik mínum,“ segir Jim. „Aftur á móti hlustaði hann oft á tónlist í útvarpinu. Og þegar hann var fjórtán ára, langaði hann skyndilega lil að eignast gítar. Eg veit ekki hvernig á }>ví stóð.“ Fyrsti gítarinn sem Paul eignaðist kostaði 15 pund. En honum gekk illa að komast up]) á lag með að leika á hann. Þá uppgötvaði Paul, að hann var örfhentur. Hann lét breyta gítarnum, og eftir það gekk honum betur að leika á hann. „Mér fannst of erfitt að leika á gamla trompetinn, sem frændi minn gaf mér,“ segir Paul. „Hins vegar kunni ég strax vel við gítarinn. Það var svo auðvelt að leika á hann, og þar að auki gat ég sungið með.“ 'iolf ára gamall fékk Paul áhuga á dægurlögum og fylgdist upp frá því með öllu liinu helzta, sem var efst á baugi í heimi dægurlaganna hverju sinni. Hann hreifst af skiffle-tónlistinni, rokkinu og Elvis Presleys, alveg eins og John Lerinon. „Elvis hafði mest áhrif á mig,“ segir Paul. „Þegar ég var í leiðu skapi, setti ég plötu með honum á fóninn — og lék á als oddi um leið. Mér þótti Elvis stórkostlegur söngvari.“ Hann revndi að spila og syngja eins og EIvis. Einnig líkti hann eftir Little Richard. „Mér fannst alveg hræðilegt að hlusta á, þegar liann þóttist vera að herma eftir þessum Little Richard,“ segir faðir hans. „Eg gat ekki ímyndað mér, að nokk- ur söngvari syngi svona. En mörgum árum síðar heyrði ég loks Little Richard syngja á hljómleikum, þar sem Bítlarnir konm fram. Og þá komst ég að raun um, að Paul hafði hermt mjög vel eftir honum.“ „Mér gramdist, þegar Paul fékk gítarinn sinn,“ segir Michael. „Upp frá þeirri stundu mátti hann ekki vera að neinu. Hann spilaði og söng daginn út og daginn inn. Ákafinn var svo mikill, að hann gaf sér varla tíma til að borða. Hann spilaði á salerninu, þegar hann var í baði og hvar sem var.“ Einn af bekkjarbræðrum Pauls hét Ian James. Hann átti líka gítar og þeir spiluðu og sungu oft saman, Paul og hann. Þeir fóru oft í hljómplötuverzlanir, fengu að hlusta einu sinni á ný dægurlög, og reyndu að leggja þau á minnið, svo að þeir gætu sjálfir leikið þau, þegar heim kæmi. Paul og Ian keyptu sér hvít sportföt með stórum kringlóttum doppum. Þau voru sérlega áberandi og þeir félagar nutu þess að spóka sig á götunum, báðir eins klæddir og vekja athygli vegfarenda. Jim McCartney reyndi að fá son sinn ofan af því að klæða sig á svo áberandi og spjátrungslegan hátt. En Paul skellti skollaevrum við ráðleggingum föður síns. „Paul var býsna klókur,“ segir Michael. „Þegar hann kevpti sér nýjar buxur, kom hann heim með þær og sýndi pabba hvað þær væru víðar. Það leizt pabba vel á. Síðan fór Paul aftur með buxurnar í lataverzlunina og lét þrengja þær. Sá gamli tók ekki eftir neinu.“ „Eg var dauðhræddur um, að hann yrði einn af þessum Teddy Boys,“ segir Jim. „Eg mátti ekki til þess hugsa. Hvað eftir annað bannaði ég honum að kaupa sér níðþröngar buxur. En hann sinnti því engu. Einnig fannst mér hann alltaf of loðinn um hárið. Ég gat ekki séð neinn mun á hári hans, þótt hann væri nýkominn frá rakaranum." Framhald í næsta blaði. 30 VIKAN 38- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.