Vikan


Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 25
'téfr Síðustu árin sem John Lennon var í skóla fékk hann áhuga á dægurlagatónlist og skeytti því engu, þótt Mimi hefði alla tíð verið mótfallin henni. Kornungur lærði hann dægurlög með því að hlusta á þau í út- varpi og söng þau hástöfum. Mimi bannaði honum það og reyndi að kenna honum barnavísur og sálma í stað- inn. John naut ekki tónlistarmenntunar af neinu tagi. Hins vegar lærði hann sjálfur að spila á munnhörpu, sem einn af stúdentunum sem var í fæði hjá Mimi hafði gefið honum. „Eg stakk einu sinni upp á, að Jolin lærði að leika á eitthvert hljóðfæri, til dæmis píanó eða fiðlu,“ segir Mimi. „Hann var þá kornungur. En hann vildi það ekki. Hann vildi ekki læra neitt, sem krafðist stöðugrar ein- beitingar og erfiðra æfinga. Hann vildi gera allt strax, en hafði ekki þolinmæði til að læra smátt og smátt á löngum tíma. Einu sinni hlaut hann þó uppörfun á sviði tónlistar. bað var í strætisvagninum á leiðinni frá Liverpool til Edinborgar. Hann var vanur að heimsækja á hverju ári frænkur sínar, sem bjuggu í Edinborg. Hann lck á gömlu munnhörpuna sína alla leiðina, farþegunum til sárrar gremju og leiðinda. En bílstjórinn varð hrifinn af leik hans. Ilann sagði honum að koma til sín á stöðina morguninn eftir og þá skvldi hann gefa honum nýja og góða munnhörpu. John var svo spenntur, að hann gat varlá sofið um nóttina og fór í bvtið morguninn eftir niðnr á stöðina. John mun hafa verið um tíu ára gamall, þegar þetta gerðist. Og munnharpan var splunkuný og gljáandi falleg. John var í sjöunda himni. Þetta var fyrsta uppörfunin, sem hann hafði hlotið. Bílstjórinn vissi svo Sannárlega ekki hverju hann var að koma af stað!“ Dæ gurlög voru á þessum árum í litlum tengslum við daglegt líf fólks í Bretlandi. Þau voru öll upprunnin í Ameríku. Þetta voru mestmégnis væmnir ástarsöngvar, sungnir af velklaeddum stjörnum með tannburstabros á vör. Astfangnar heimasætur og ungar mæður hrifust af þeim. 1954 kom Bil! Hayley fram á sjónarsviðið og lék hið fræga lag sitt „Rock around the Clock“. Lagið barst ekki til Englands fyrr en ári síðar. Á samri stundu greip rokkæði um sig í Bretlandi og raunar um allan heim. Ari síðar komst skiffle-tónlistin í tízku. Hún hafði þann kost. að allir gátu leikið hana, j)ótt þeir kvnnu lítið sem ekkert að leika á ldjóðfæri og hefðu enga hæfi- leiak ásviði tónlistar. Þeir sem kunnu aðeins fáein grip á gítar g'átu leikið í skiffle-hljómsveit, og önnur hljóð- færi voru ennþá auðveldari viðfangs, eins og til dæmis ])vottabrettið, sem hvaða bjáni sem var gat leikið á. Sama árið hóf Elvis Presley frægðarferil sinn, en hann kemst næst sjálfmn Bítlunum hvað vinsældir snertir í heimi dægurlaganna.. Rokkið var sú tónlist, sem ungl- ingar þessara ára kunnu að meta, og Elvis Presley gat sungjð ]>að á þann hátt sem þeim líkaði. „Dægurlög höfðu engin veruleg áhrif á mig, fyrr en Elvis kom til sögunnar,“ segir John. Elvis Presley varð fyrstur dægurlagasöngvara til að hasla sér völl meðal táninganna, löngu áður en nokkur gerði sér ljóst, að það sem réði úrslitum hvað vinsældir og eftirspurn dægurlaga viðkom, var einmitt, hvort táningunum féllu þau í geð eða ekki. Hingað til hafði engum dottið í hug að framleiða hljómplötur og föt, sem eingöngu voru ætluð táningum. Þetta þrennt: rokkið, skiffle-tónlistin og Elvis Presley, hafði áhrif á alla Bítlana, á sama hátt og milljónir ann- arra unglinga á þeirra reki. Þeir minnast allir á skiffle- hljómsveitirnar, sem spruttu xipp eins og gorkúlur á haug. Hver bekkur í hverjum skóla, jafnvel hver gata i Liverpool átti sína eigin skiffle-hljómsveit. Dægurlaga- tónlistin var ekki lengur sérgrein örfárra atvinnusöngv- ara. Nú gátu allir tileinkað sér hana og tekið þátt í hcnni. Tþ>p úr þessum iarðve n spruttu Bítlarnir. John Lennon átti hvorki gítar né neitt annað hljóð- fau'i, ef munnharpan er undanskilin, þegar betta dægur- lagaæði hófst. Eitt sinn þreif hann gítar af skólabróður sínum, en þegar hann komst að raun um, að hann gat ekki leikið á hann. fleygði hann honum frá sér strax aftur. En hann vissi, að móðir hans, Júlía, kunni að leika á banjo, og j>ess vegna fór hann til hennar. ITún keypti handa honum notaðan gítar á tíu pund. Hann fór í nokkra tíma, en lærði ekekrt. Hins vevar kenndi Júlía honum fáein banjo-grip, sem hann gat notazt við. Hann varð að æfa sig án ]>ess að Mimi vrði vör við ]>að. Hún bannaði lionum að spila inni í húsinu. Hann varð að láta sér lvnda að standa úti á tröpoum og spila og syngja. ,.Mér er svo sem sama. bótt þú soilir á gítar, John,“ var Mimi vön að segia \ ið hann. ,.En j)ú verður að gera bér ljóst, að j)ú getur aldrei unnið fyrir þér með j>ví móti.“ „Við stofnuðum hljómsveit í skólanum,“ segir John. „Sá sem ájtti hugmvndina að stofnun hennar, tók aldrei bátt í henni. Samt hittumst við fvrst heima hjá honum. Við lékum í fvrsta skinti úti á götu, á Rose Street, á af- mælisdegi Viktoríu drottningar. Auðvitað gerðum við bað siálfviljugir og fengum ekkert borgað fyrir það. Síðan lékum við í samkvæmum og nokkrum sinnum í brúðkaupsveizlum. Stundum fengum við ofurlitla þókn- un, en oftast ekkert. Við gerðum þetta bara að gamni okkar.“ Vinir Johns, Tvan og Pete Shotton voru báðir í hliómsveitinni. Þótt enginn kynni neitt. j)á var Tvan j)ó svó gersnéýddur allri tónlistargáfu, að það var varla hægt. að hafa hann með. Hann var þó látinn spila á bvottabretti öðru hvérju, en varð aldrei fastur félagi í hliómsveitinni. Þeir kölluðu sig Quarrymen og klæddust, leðurjökk- um og greiddu hárið beint aftur eins og Elvis Preslev. Jolm var sannkallaður Teddv-boy og vakti mesta at- hvgli þeirra félaga. Flestar mæður vöruðu syni sína við að umgangast hann. Þær þurftu ekki að sjá hann til jæss. Þcim nægði að heyra sögurnar af honum. 38. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.