Vikan


Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 19
Virgill, skáldkonungur Róm- verja, f. 15. okt. árið 70 f. Kr. Brigitte Bardot, f. 28. sept. 1934. Eleonora Duse, f. 3. okt. 1859. Heindrich von Kleist, f. 18. okt. 1777. ung, sem dó á unglingsaldri, Pál fyrsta Rússakeisara, sem framan af ævi bjó við mikið ofríki af hálfu móður sinnar, Katrínar miklu, og var síðan myrtur, Don Carlos, kon- ung Portúgala, sem var myrtur ásamt syni sínum snemma á þess- ari öld og Karl annar Rúmenakon- ungur, sem rekinn var frá völdum út af kvennafari. Máninn, sem er kvenlegur í sér, kann hins vegar prýðilega við sig í voginni. Hann eykur henni kven- legan tilfinningahita, næman og fágaðan smekk, samræmishneigð og hugsjónir. Mónavogir eru og elsk- ar að listum og hafa gott vit á þeim. Merkúr örvar hér einnig mennta- hneigð og fagurfræðilega hugsun, og nutu spekingar á borð við Nietzsche meðal annarra góðs af því. Mars má s(n Ktils í voginni; hernaðarandi hans og óstýrilæti fær þar mjög takmarkaða útrás. Júpíter- vogir eru ágætar til samstarfs, dug- legar að jafna deilur og laga sig að nýjum aðstæðum, en oft jafnframt allmjög tækifærissinnaðar. Satúrn- vogir lifa einkum fyrir andann, eru samúðarfullar gagnvart öðru fólki og hafa sterka réttlætiskennd. Vogin á sér færri minni í goð- sögnum en önnur merki. Þó er þau að finna þar á nokkrum stöðum, til dæmis í sögninni um Venus og Adónis. Venus, eða Afródíta, varð svo hrifin af Adónisi að hún tók saman við hann í fullri óþökk hinna guðanna. Þeir sendu Mars, öðru nafni Ares, í villigaltarliki að granda Adónisi, og gerði hann svo. Afródíta reyndi að heimta hann úr helju og bar mál sitt fram við Seif/ Júpíter, en Persefóna, drottning undirheima, hafði þá einnig fest ást á hinum fagra sveini og afsagði að sleppa honum. Adónis sjálfur var á báðum áttum, en þess konar tví- stígandi er einmitt talinn megin- veikleiki vogmenna. Júpíter kvað þá upp þann úrskurð að Adónis skyldi dvelja sinn árshelminginn hjá hvorri. Þetta táknar skiptingu ársins í vetur og sumar, sjálft jafn- vægið í náttúrunni. Þegar Adónis deyr og fer til undirheima, kemur haust og síðan vetur, en þegar hann snýr aftur til Afródítu, rís upp, þá er vor á ný. Þessi upprisuhugmynd varð snar þáttur í trúarbrögðum Miðjarðarhafsþjóða og komst úr þeim inn í kristindóminn. ,,Heppið er það barn, er fætt er undir fullkomnu jafnvægi vogar- stangarinnar", sagði latneska skáld- ið Manilíus. Jafnvægi milli alvöru og léttleika, hóf og samræmi, að þessu stefnir vogmennið fyrst og fremst. Það forðast snögg og áhrifa- mikil tiltæki. Þess konar hátterni gerir fólk heldur vinsælt, enda eiga vogmenni að jafnaði því að fagna. Greint er á milli ýmissa mann- gerða í voginni, og eru tvær al- gengastar. Onnur er innhverf í meira lagi og þykir sverja sig heldur betur í ætt til haustsins, árstíðar vogarinn- ar. Hjó henni gætir oft mikilla áhrifa frá Satúrn, sem má sín mikils í vog- inni. Þetta fólk hefur ákaflega næmar og ekki sérlega sterkar taugar, er fíngert og fágað. And- legt líf þess er mjög auðugt og víð- tækt, en þar eð líkaminn er ekki sterkbyggður að sama skapi, geta geðshræringar komið illa niður á því. Þessar manneskjur hafa eðlis- læga andstyggð á hinni grófu og efnislegu ytri veröld og fjarlægjast hana ósjálfrátt með því að fága og slípa sinn eigin taugaða persónu- leika. Rökkurstundirnar eru uppá- hald þeirra,- dimman sem óskýrir útlínur hlutanna auðveldar þeim að "N Friedrlch Nietzsche, t. 15. okt. 1844. Oscar Wilde, f. 15. okt. 1856. Mahatma Gandhi, f. 2. okt. 1869. _____________________________________V skynja innri verðleika þeirra. Frá Venusi hafa þær æskufjör, frá Satúrn dvínandi lífsþrótt. Þær eru því léttlyndar öðrum þræði, en hin- um kvíðnar og spenntar á taugum. Þær eru þvi oft fljótar að hrífast af lífsins gæðum og þrífa til þeirra, en jafnframt stendur þeim stuggur af ólgu tilverunnar og grlpa gjarnan fyrsta tækifærið til að draga sig í hlé. Hin manngerðin er öllu úthverf- ari, en tilfinningavera ekki síður en hin, þó ekki alveg á sama hátt. Við- horf hennar til manna og hluta byggist á því hversu þeir falla henni í geð, en hún leggur enga áherzlu á að kanna innra eðli þeirra. Þetta fólk er ákaflega hjartagott og fullt með samúð gagnvart öllu og öllum. Ekkert í heiminum er því óviðkomandi. Það er stórbrotið og höfðinglegt og gefur þessum eig- inleikum lausan taum. Það er opin- skátt, uppörvandi og býr yfir eðlis- lægum þokka. Alúð og hlýja streym- ir frá því og þeir sem umhverfis það eru hrífast fljótt af því. Það er fljótt að kynnast, fljótt að fá sam- úð með öðrum og vekja samúð ann- arra,- þetta síðasttalda er beinlínis Framhald á bls. 22. 38. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.