Vikan


Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 39
það alþjóðleg íþróttabandalög, sem ráðska að vild með íþrótta- greinar þær, sem þau hafa áhuga fyrir, þrjú af hverjum fjórum árum, en fjórða hvert ár verða þau að gera svo vel að beygja sig fyrir duttlunum Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar. Síðast en ekki sízt má nefna skipulags- nefnd borgar þeirrar, sem hlýtur þá náð að mega eyða peningum eins og vatni í fimm ára undir- búning fyrir íþróttamót, sem stendur í fimmtán daga. Sem fyrr er getið, þótti valið á Mexíkóborg nokkuð vafasamt vegna hæðarinnar. Mexíkanar sjálfir töldu þetta smámuni eina, en rannsóknir hafa leitt annað í ljós. Nú er talið að íþróttamenn þurfi að minnsta kosti fjög- urra vikna þjálfun í álíka hæð til að geta gert sér vonir um að vera í toppformi á leikunum. Annað vandamál, sem komið hefur til kasta Ólympíunefndar- innar undanfarið, eru eiturlyf, en í Mexíkóborg yrðu þau enn hættulegri en ella vegna marg- nefndrar hæðar. Það olli dauða hjólreiðamanns að nafni Tom Simpson síðastliðið ár, er hann var að hjóla upp á hátt fjall. Og á leikunum 1960 uppgafst danskur hj ólreiðakappi, sem reyndist vera undir dópáhrifum. Nú hefur notkun eiturlyfja og allra örvandi meðala verið harð- lega bönnuð. í sambandi við leikana. Einnig hefur verið bönnuð notkun lyfja sem hjálpa mönnum til að verða að vöðva- fjöllum, en þesskonar jakar hafa öðrum betri líkur á góðum ár- angri í kúluvarpi, sleggjukasti og lyftingum. Hafa margir af þeim sökum tekið nefnd lyf og unnið það til að verða náttúru- lausir, en sú hliðarverkun fylgir einmitt þessu kraftaverkameðali. Sannist notkun einhvers bann- aðs lyfs á keppanda á leikun- um, þá er hann ekki einn gerð- ur ábyrgur, heldur og allur íþróttaflokkur lands hans. Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur staðið af sér marga storma um dagana. Kommúnistum og nýfrjálsum Afríkönum þykir hún of gamaldags og íhaldssöm í sniðum, gervallur gyðingdóm- ur veraldar hamaðist gegn henni fyrir að trúa Berlín fyrir leik- unum 1936, hörkuskeyti beindust að henni út af vandamálinu um þátttöku Suður-Afríku að ógleymdu valinu á Mexíkóborg, svo sem þégar hefur verið drep- ið á. Margir þakka þennan dugn- að nefndarinnar einmitt stífni hennar og íhaldssemi; væri hún lýðræðisleg samkunda í stíl við nefndir og ráð Sameinuðu þjóð- anna, næðist aldrei samkomu- lag um neitt. Ein harðasta keppnin í Mexíkóborg verður um for- mennsku nefndarinnar. Núver- andi formaður er Bandaríkja- maðurinn Avery Brundage og hefur verið það síðan 1952. Með- al þeirra, sem sagðir eru glaðir vilja leysa hann af hólmi, eru Bretinn Exeter lávarður- og Mexíkaninn Jose Clai'k. En sá fyrrnefndi gengur við tvær hækjur og hinn er stuttur og digur, handfeitur og með mæði, svo að allteins líklegt er talið að Brundage verði enn endur- kosinn fyrir fjögur ár. Því þótt hann hafi tveimur vetrum fátt í nírætt, er hann enn lítt þrot- inn að kröftum. Jafnvel er ekki talið útilokað að hann verði enn við stjórnvölinn 1976, en leikai'nir þá verða áreiðanlega haldnir í Bandaríkjunum — á tvöhundruðasta ári þeirra sem sjálfstæðs ríkis. Leikarnir í Mexíkóborg verða þeir fyrstu í rómansk-amerísku landi. Má segja að það sé að mörgu leyti vel til fundið. Mexíkó er með nokkrum rétti kallað merkasta Ameríkuríkið að fornu og eitt þeirra merkustu að nýju. Það er nú fjölmennast spænskumælandi ríkja; íbúar eitthvað á fjórða tug milljóna. í höfuðborginni sjálfri búa um sjö milljónir manna, svo að hún er í röð heimsins stærstu staða. Fyi'ir daga Evrópumanna í Ameríku bjuggu í Mexíkó marg- ar stórmerkar menningarþjóðir: Toltekar, Sapótekar, Mixtekar, Astekar, Majar. Voru tvær hin- ar síðastnefndu enn í fullu gengi er spænski konkistadórinn Hernando Cortez kom til lands- ins með fámennan flokk og braut það undir sig. Var landið síðan spænsk nýlenda og harð- lega leikið þangað til snemma á síðustu öld, er það náði sjálf- stæði. Langflestir landsmanna eru Mestísar (kynblendingar hvítra manna og Indíána) og Indíánar; menn af hreinum stofni Evrópskum munu aðeins vera um tíu til fimmtán prósent þjóðarinnar. Sumir Indíánar tala enn forntungur sínar, en spænska er opinbert mál og dag- leg tunga langflestra Mexíkana núorðið. Mexíkönsk saga eftir að sjálf- stæði fékkst héfur að mörgu verið svipuð sögum annarra róm- ansk-amerískra þjóða; í henni hefur verið enginn hörgull á Uppi'eisnum og byltingum, ein- ræðisherrum og stigamönnum; meira að segja var landinu eitt sinn fenginn keisari, bróðir Frans Jósefs í Ausurríki. En tímamót urðu 1910, þegar aftur- haldssömimi einræðisherra Por- firio Díaz, sem ríkt hafði í stífa þrjá áratugi, var steypt af stóli. Síðan má segja að flestu hafi þokað fram á við í landinu í atvinnu- og félagsmálum, svo að miðað við önnur rómansk-ame- rísk ríki má það kallast fram- þróað land. Lífskjör eru heldur góð, miðað við það sem gerist í þeim heimshluta, þótt mikið vanti á að þau samræmist þeim kröfum sem fólk í vestrænum velferðarríkjum gerir til lífs- ins. í fagux’menningu stendur Mexíkó í fremstu röð meðal þjóða heims. Þar hefur á hríf- andi hátt blandazt innflutt menning Spánverja, ívafin ara- bískum áhrifum, og Indíánanna sem fyrir voru. Hvað snjallastir þykja listamenn Mexíkana í arkitektúr, málaralist og ljóð- list. Listmálarar þeirra, menn eins og Rivera, Siqueiros og Orozco, eru meðal hinna þekkt- ustu í heimi. Af skáldunum mun Octavio Paz einna kunnastur. í samræmi við þetta hyggjast Mexíkanar leggja sérstaka rækt við hina menningarlegu hlið leikanna. Stórfenglegasti við- burðurinn á því sviði verður listsýning í mannfræðisafni Mexíkóborgar, sem er eitt merk- asta safn heimsins af þjóðminj- um og fornminjum. Hvei'ju þátttökuríki hefur verið boðið að senda á sýninguna tvo muni, einn klassískan og annan úr samtíðinni. Mexíkóborg er, sem þegar er sagt, ein hinna stærstu í álfunni og mjög nýtízkuleg að mörgu leyti. Efnaðra fólkið býr margt í útborgum sem minna á glæsihverfi bandarískra stór- borga, þar sem hver maður á bíl. Umferðin er mikil og æsi- leg, enda telja Mexíkanar það karlmennskumerki að sýna bí- ræfni og fífldirfsku í akstri. Engu að síður er viðhaldið í borginni ýmsum gömlum venj- um, svo sem næturvörðum sem gefa endrum og eins hljóðmerki til að gefa borgarbúum til kynna að ekkert háskalegt sé á seyði. Sem ferðamannaland nýtur Mexíkó mikils álits, svo að þeir, sem leggja þangað leið sína í sambandi við Ólympíuleikana í haust, ættu varla að verða fyrir vonbrigðum, hvort sem þeir hafa meiri eða minni áhuga á íþrótt- um. Þar eru miklir baðstaðir, frægstur þeirra Acapulco sunn- arlega á Kyrrahafsströnd, en þar munu kappsiglingar Ólym- píuleikanna fara fram. Fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru og landslagi eru tígulegir fjallgarð- ar, einkxun um miðbik landsins, norðan til víðlendar dramatískar auðnir, vaxnar risakaktusum sem laða fram í hugann myndir af ekta mexíkönskum stigamönnum með barðastóra sombreros, kú- rekum og berum ýlfrandi Indíán- um með fjaðrir í hárinu: syðzt 38. tbl. VIKAN Si)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.