Vikan


Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 44
arfyllri. Bláa sængin, sem þú tæmir í vatnið, gæti bent til þess að þú varpaðir frá þér í hugsun- arleysi einhverju góðu, og gætu köld ráð einhvers, sem þú grun- ar ekki um græsku eða jafnvel þekkir ekki, valdið þar nokkru um. Allavega er að sjá að ein- hver breyting á högum þínum sé í vændum. Þú virðist verða fyrir ofsóknum, en eiga erfitt með að átta þig á hver fyrir þeim stend- ur og njóta lítillar aðstoðar ann- arra gegn þeim, jafnvel ekki þinna nánustu. Biðjir þú ein- hverja um ráð og fáir þau, geta þau stundum reynst hafa tvírætt gildi. Svo er að sjá að þú um síðir teflir á tæpt vað til að losna við ofsækjanda þinn og tak- ist það. ☆ Smyglaði gulli Framhald af bls. 21 það liðu fimmtán klukkutímar þar til við lentum í Honkong. Þegar ég steig út úr flugvél- inni fannst mér flugþernan hafa auga með mér. Það var rétt svo að ég gat gengið upprétt. Við stóðum svo í biðröð við tollskýl- ið, og ég fann hvernig svitinn bogaði af mér. Mér fannst sem allir hlytu að sjá að ég var ó- eðlilega digur um mittið. Ég get ekki lýst hve fegin ég var, þegar ég gat farið úr maga- beltinu á hótelinu. Ég fór í bað, til að ná vel af mér förunum eftir gullstengurnar, og ég var eins og ný manneskja á eftir. Ég hringdi til móttakandans, sem var kallaður Mike, og hann kom eftir hálftíma. Þetta var Ijómandi geðugur náungi. Hann bauð mér út að borða, og sagð- ist vera bróðir Mamouns og heita réttu nafni Fayek Takieddine. Með honum var hávaxin, ljós- hærð og mjög lagleg stúlka, þýzk að ætt, og kölluð Uschi. Hún sagðist vera flugþerna hjá Brit- ish Eagle. Mig grunaði að hún væri líka við gullsmyglið riðin, en ég spurði einskis. Hún fór eftir stundarkorn, sagðist þurfa að athuga eitthvað í flugvélinni. Við Fayek fórum á nætur- klúbb og skemmtum okkur vel fram eftir nóttu. Ég kom ekki til hótelsins fyrr en klukkan fjögur um nóttina og ég sofnaði strax. Eftir nokkurra daga skemmti- lega dvöl í Hongkong flugum við Fayek til Beirut. Ég hitti Steve þar og við ákváðum að fljúga saman til Stokkhólms. Þegar ég var búin að vera í Stokkhólmi í nokkrar vikur, var hringt til mín frá Beirut. Það var Raymond, og hann bað mig um að koma til Beirut. Tveim dögum síðar fékk ég sendan flug- farmiða með Swissair, og ég lagði af stað daginn eí'tir, áieiðis til Beirut. f húsi Raymonds hitti ég nú nokkrar af stúlkunum, sem hann hafði í þjónustu sinni. Kenni- nöfn þeirra voru Joe, Fred, Liza, Ann, Jackie, Judy, Kathy, Rose og Uschi. Þær voru frá Englandi, Ástralíu, Frakklandi og Þýzka- landi. Við Uschi vorum saman um herbergi. Strax næsta morgun lagði ég af stað, í þetta sinn til Taipei, og hafði 30 kíló af gulli meðferðis. Næsta sinn fór ég til Hong- kong, og síðan fór ég margar ferðir, ýmist til Taipei eða Hong- kong. Milli ferða bjuggum við í ein- býlishúsi Raymonds. Við áttum dásamlega daga, böðuðum okkur í sjónum og sleiktum sólskinið. Eitt kvöldið syntum við Uschi í sjónum án þess að biðja um leyfi. Við nutum þess að svamla í sjónum í glaða tunglskini. Raymond varð fjúkandi vondur, þegar hann komst að því og kall- aði okkur öllum illum nöfnum. Mér fannst hann ekki hafa neinn rétt tii að koma þannig fram við okkur, svo ég sagði honum að halda kjafti. Augu hans urðu myrk af reiði, og hann gerði sér lítið fyrir og sló mig. Blóðið rann af andliti mínu, en ég var samt ekki hættu- lega meidd. Tveim dögum síðar brauzt stríðið út fyrir botni Miðjarðar- hafs. Ég hraðaði mér heim til Stokkhólms. Fayek og Mamoun buðu mér að koma aftur til Bei- rut og halda áfram við gull- smyglið eftir stríðið. FERÐIN TIL DJAKARTA VARÐ SÍÐASTA FERÐIN MÍN, OG ÞAÐ LÁ VIÐ AÐ ÉG LENTI ILLA í ÞVÍ Síðast í júlí fékk ég sendan flugfarmiða frá Swissair, og flaug til Beirut. f þetta skipti ætlaði ég að virina fyrir Takied- dine bræðurna. Þeir voru búnir að losa sig úr sambandinu við Raymond Nash. Ég smyglaði nú gulli til Tokyo, Taipei og Hongkong. Ég fór sjö ferðir alls. En svo varð ég þreytt á þessu, og ákvað að fara eina ferð ennþá og í það skiptið til Djakarta. Þar var ég hætt komin. Uschi hafði, af einhverjum á- stæðum, sem mér voru ekki kunnar, fundið upp á því að láta taka mig fasta. Hún sendi skeyti til unnusta síns, sem var kallað- ur Ed, og hann var í Djakarta: „Kærðu hana fyrir tollinum.“ Þegar ég kom út úr vélinni, kom tollvörður á móti mér og sagði: — Þessa leið, gjörið svo vel. Hann var ákaflega kurteis og vingjarnlegur, en ég grunaði JEFIHGATJEKIBIILLWORKER 2, hefur valdið gjörbyltingu í líkamsrækt um heim allan. Myndskreytt æfingatafla og' þýddar æfingaskýringar fylgja hverjn tæki. Þ‘v::?.r r yndir sýn?. sjö æíingar mcö Bullworker 2. Bullworker-æfingarnar eru ýmist þrýstings- eða togæfingar, og cr Y: *■crri æflngu æílaöar 7 sekúndur á dag. 1. Þessi æfing styrkir brjóstvöðvana, og eru það aðaláhrif h?nnar. Önnur áhrif: Upphandleggsvöðvar, framhandleggs- vöðvar og axlavöðvar. 1 (vöðvar framan á upp- handlegg). Önnur áhrif: Axlavöðvar og fram- handleggsvöðvar. 3. Aðaláhrif Þríhöfði (vöðvar aftan á upp- handlegg). Önnur áhrif: Tvíhöfði og bakvöðvar axla. 4. Áðaláhrif: Upphand- leggvöðvar. Önnur á- lirif: Breiðvöðvar á baki. 5. Aðaláhrif: Styrkir brjóstvöðvana. Önnur á- hrif: Framhandleggs- vöðvar og framvöðvar axla. 6. Aðaláhrif: Ax'lavöðv- ar. Önnur áhrif: Upp- handleggsvöðvar og efstu bakvöðvar. 7. Þessi ænng er í flokki megrunaræfinga. Aðal- áhrif: Kviðvöðvar. Önn- ur áhrif; Breiðvöðvar á baki og upphandleggsv. Olympíulið Bandaríkjanna og Vestur-Þýzkalands notuðu það til æfinga fyrir Olympíuleikina í Tokyo 1964, og er notkun þess talin hafa átt mikinn þátt í framúrskarandi árangri þeirra. Þótt þessi staðrcynd tali sterku máli um þau not sem íþróttamcnn geta haft af tækinu, er þó hitt eftirtektarverðara, að það er EKKI SÍÐUR VIÐ IIÆFI ÞEIRRA, SEM EKKI STUNDA ÍÞRÓTTIR, en þurfa að sýna líkama sínum' ræktarsemi til nauðsynjaþarfa. Flestir láta sig liafa það að slá slöku við, og þótt þeir „kenni sér einskis meins“ séu ,,í fullu fjöri“ eins og sagt er, er staðreynöin engu að síður sú, að þeir eru að eldast um aldur fram. Menn fara yfirleitt undan í flæmingi, bera fyrir sig tímaleysi, æfingar séu tímafrekar og krefjist átaks sem þeir hafa sig ekki upp í. SLÍKAR AFSAKANIR ERU ÓFRAMBÆRI- LEGAR EFTIR AÐ BULLWORKEIl 2 KOM TIL SÖGUNNAR. Eftir 10 ára þrotlausar rannsóknir tókst liinni heimsfrægu Max Planck stofnun í Vestur-Þýzkalandi að skapa æfingatæki og æfingakerfi, sem kcmur bæði þaulæfðum íþróttamönnuin og oftálguðum eða of-tútnuðum almcnningi að gagni. í Bullworker 2 kerfinu geta menn valið eftir þörfum á milli 24 æfinga, en í EINFALDASTA ÆFINGAFLOKKNUM ERU 7 ÆFINGAR. IIVER ÆFING TEKUR 7 SEKÚNDUR, OG ÞARF EKKI AÐ GERA ÞÆR NEMA EINU SINNI Á DAG. Engin ástæða er til að fara í æfingabúning, því að þér getið gert æfingarnar heima hjá yður eða á skrifstofunni, hvar scm er og hvenær sem er ÁN SVITA OG ERFIÐIS, EN EKKI ÁN ÁRANGURS. Þegar, að 14 dögum liðnum, getiö þér fullvissað yður um að árangur hefur náðst með því að bregða málbandi um upphandleggsvöðvana, herðarnar og brjóstkassann og bera saman við málin áður en þér byrjuðuð. Ilafi tækið ekki sannfært yður um að yður sé gagn að því, að þessum 14 dögum liðnum, er yður frjálst að endursenda það og mun þá endurgreiðsla fara fram umyrðalaust. ------------- Klippið hér — og sendið í dag ----------------- Vínsamlegast sendið mér litmyndabækling yðar um Bullworker 2 mér að kostnaðarla.usu og án skuldbindinga frá minni hálfu. Nafn .... ....... Heimilisfang Skrifið með prentstöfum. BULLWORKEIt UMBOÐIÐ V/2S098 Pósthólf 69 — Kópavogi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.