Vikan


Vikan - 31.07.1969, Síða 2

Vikan - 31.07.1969, Síða 2
VERBLÆKKUN Knstar mí kr. 260.000- Vegna hagstæðra samninga við FORD-verksmi9jurnar í Englandí getum vi9 bo9i9 y9ur Ford Cortina á kr. 260 þúsund. Ver9 til ör- yrkja 190 þúsund krónur. ATH.: Lækkun þessi er tímabundin. Geri9 hagstæ9 bílakaup. Margs konar bílaskipti möguleg. SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 Umboðsmenn úti á landi: Bílasala Akraness: Bergur Arnbjörnsson Vestmannaeyjar: Sigurgeir Jónasson ísafjarðarsýsla: Bernódus Halldórsson, Bolungavík Siglufjörður: Gestur Fanndal Vilji almennings í flestum lýðfrjálsum lönd- um er almenningsálitið eitt sterkasta afl þjóðfélagsins. Stjórnmálamenn varast eins og heitan eld að fá það upp á móti sér, því að ella gætu þeir átt á hættu, að dagar þeirra á vettvangi stjórnmál- anna yrðu senn taldir. Þess eru dæmi erlendis, að stjórnvöld hafi ekki séð sér annað fært en hætta við fyrirhugaðar að- gerðir, vegna eindreginna mótmæla almennings. Hér á landi er þessu á allt annan veg farið. Stjórnmála- menn virða vilja almennings yfirleitt að vettugi, nema þá rétt fyrir kosningar, þegar þeir lofa gulli og grænum skógum. Góðu heilli hafa á undanförnum árum orðið til nokkrir þættir bæði í blöð- um og útvarpi, þar sem al- menningi gefst öðru hverju kostur á að láta álit sitt í ljós á ýmsum málum. En þetta kemur að litlu sem engu haldi, þar sem ráðamenn virðast ekki hafa neinn áhuga á að kynnast skoðunum al- mennings. Auðvitað hljóta að- gerðir stjórnvalda stundum að verða óvinsælar, þótt þær séu ill nauðsyn. Hins vegar kemur það alltof oft fyrir, að nær allir séu sammála um, að ranglæti hafi verið beitt, en það fæst ekki leiðrétt, þrátt fyrir almenna óánægju. I þessu sambandi má nefna ranglátar stöðuveitingar, sem mótmælt hefur verið, en síð- an hefur sama sagan endur- tekið sig aftur og aftur. Nú síðast er nokkrum nýstúdent- um meinað um inngöngu í læknadeild háskólans fyrir- varalaust, en enn er óvíst, að þeir fái nokkra leiðréttingu mála sinna, þótt nær allir séu sammála um, að þeir hafi ver- ið rangindum beittir. Ótal fleiri dæmi mætti nefna, þar sem ekki hefur verið tekið minnsta tillit til vilja almenn- ings. G.Gr. 9. VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.