Vikan


Vikan - 31.07.1969, Side 5

Vikan - 31.07.1969, Side 5
 , ■ ■ "kRAFA UNGRA SOVÉT-GYÐINGA: leyfið OKKUR AÐ FARA TILISRAEL Ungir stúdentar af gyðinga- ættum, í Riga, höfuðborg sovét- lýðveldisins Lettlands, hafa smyglað til Lundúna hjálpar- beiðni, beint til ísrael, Englands, Sameinuðu Þjóðanna og Alþjóða- sambands stúdenta, svohljóðandi: gær, þann 13. apríl 1969, bar félagi okkar, II ja Ripps, sem leggur stund á eðlis- og stærð- fræði við ríkisháskólann í Letí- landi, eld að klæðum sínum fyrir framan Frelsisstyttuna í Riga. Á brjóst hans var fest áletrun, sem fordæmdi þær ofsóknir á hendur fólki okkar, sem svipta okkur tækifæri til að komast til ísra- els. Meðan óttaslegnir vegfarendur horfðu á harmleikinn stóð hann V___________________________________ á fætur og hljóp logandi um að- algötu borgarinnar og hrópaði: „Leyfið okkur að fara til ísrael!“ Hópur sjómanna sem átti leið hjá, náðu að slökkva eldinn í klæðum hans með því að velta honum eftir götunni, og léku hann hrottalega áður en þeir af- hentu hann lögreglunni, sem kom mjög fljótlega á vettfang. Síðan var skaðbrenndum og deyjandi unglingnum fleygt inn í lögreglu- bíl, sem síðan ók á brott. Örlög hans eru enn ókunn. Neyðaróp Ilja Ripps var sam- nefnari fyrir kröfur hundrað þúsunda annarra Gyðinga í Sov- étríkjunum.“ Bænaskjalinu lýkur á þessum Framhald á bls. 47 31 tbl- VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.