Vikan


Vikan - 31.07.1969, Síða 9

Vikan - 31.07.1969, Síða 9
eitthvað. Með fyrirfram þakklæti fyrir allt saman. Sandý. P.S. Hvernig er skriftin? Jú, jú, ég er ekki í nein- um vandræðum með ráð- in. Farðu til dæmis með flugvél í staðinn fyrir að fara með rútu. Það er miklu þægilegra, þótt það sé að1 vísu dýrara. En svo við sleppum öllu gamni, því að þetta er leiðinda- kvilli, þá ættir þú að fara til læknis. Fyrst það eru til sjóveikipillur, þá hljóta að vera til bílveikipillur líka. Skriftin er vel þolan- leg, þú hefur greinilega vandað þig töluvert — haltu því áfram. SVAR TIL P: Ef þú ert svona yfir þig hrifin af honum, þá skaltu reyna að halda í hann að- eins lengur, og sjá hvernig fer. En ef hann ætlar að hafa það þannig, að þú sitjir og standir eins og honum dettur i hug, en vera svo eins og boomer- ang sjálfur, þá skaltu þakka fyrir þig og fá þér annan. Annars lízt mér ekki of vel á kauða, eftir lýsingu þinni að dæma. ættiröu að flytjast til Ástralíu hið snarasta. FUGLAGARG Kæri Póstur! Hvers vegna birtir þetta ágæta blað ykkar aldrei greinar um fugla? Ég er mikill fuglavinur, og ég er viss um að þið eigið marga slíka meðal lesenda ykkar. Mér finnst blaðið gera of lítið til þess að þóknast lesendum sínum. Alli. Við reynum allt til þess að þóknast lesendum okk- ar, ekki einungis lesend- anna vegna, heldur sjálfra okkar. Ef við fengjum mörg slík áskorunarbréf, myndum við hafa fastan fuglaþátt í blaðinu — það máttu bóka. En ef við tækjum allt í einu upp á því að helga fuglavinum sérstakan þátt, er hætt við að aðrir myndu rísa upp til handa og fóta: Eld- spýtnastokkasafnarar, skordýravinir, áhugamenn um sýrlenzka tónlist og svo framvegis. En við er- um alltaf að reyna að gera öllum til hæfis — sem er skolli erfitt á köflum. SÚRT EPLI . . . Kæri Póstur! Ég ferðast talsvert mik- ið erlendis, og ég kvíði álltaf fyrir einu. Þegar menn komast að því, að ég er frá íslandi, verð ég alltaf að svara sömu spurn- ingunum um land og þjóð, og er ég orðinn hundleiður á þessu. Til þessa hef ég orðið að bíta í það súra epli að svara alltaf sömu langlokunni. Et' eg væri ríkur, myndi ég ganga með nokkur eintök af „Facts about Iceland" upp á vas- ann. Hvernig get ég öðru- vísi komizt hjá þessu? Og svo, takk. Albert. TRÚBROT Kæri Póstur! Ég hef tekið eftir að margir snúa sér með hitt og þetta nöldur til þín, svo ég ætla að gera það líka. Og það sem ég vil kvarta yfir, er þetta fáránlega nafn á nýju pop-hljóm- sveitinni: TRÚBROT! Ég hef nú aldrei vitað ann- að eins, og það er ábyggi- legt að það er eitthvað meira í brotum í þessu fólki en bara trúin. Mér finnst að þau ættu að reyna ættu að reyna að skammast sín og láta klippa sig. Kveðja. Brotabrot. Þú getur ekki annað gert en liahlið áfram að naga þetta epli þitt. Mér finnst, að þú megir vera stoltur af því að menn skuli spyrja þig um land þitt og þjóð. En ef þú skammast þín fyrir að vera íslendingur — þá Pósturinn hefur í raun- inni engu við þetta að bæta, en gaman væri að fá álit fleiri manna á þessu mjög umdeilda nafni. En stuttklipptir bítlahljóm- sveitarmeðlimir; hvað segja atvinnubítlar um það? Strákurinn, sem ég er með, gaf mér minnsta kveikjara sem ég hef séð — svo litinn aS ég fæ varla nógu litla steina ( hann. Annar strákur gaf mór kveikjara, sem hann keypti ( siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eSa strákinn. Ég er alltaf aS kaupa eldspýtur, en þær misfarast meS ýmsum hætti. En eld þarf ég aS hafa. Hver vill gefa mér RONSON? Mig langar svo í einhvern af þe.ssum Milady gas kveikjari Comct gas kveikjari Adonis gas kveikjari Empress gas kveikjari Til gcfenda RONSON kvcikjara: Áfyllingin tekur 5 sekúndur, og endist svo mánuðum sklftir. Og kveikjarinn. — Hann getur enzt að eilífu. RQNSQN Einkaumboð: I. Guðmundsson & Co. hl. 3i. tw. VIKAN í)

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.