Vikan


Vikan - 31.07.1969, Side 17

Vikan - 31.07.1969, Side 17
GXJ FRIÐARINS ketta er bara sagan um okkur Yoko, sagan um það, þegar við gittum okk- ur, fórum til Parísar og Amsterdam og allt það. Þetta sagði John Lennon, þegar sú frétt fór að kvisast út, að von væri á nýrri tveggja laga plötu frá Bítlunum. Fréttin vakti athygli, því að hún flaug fjöllunum hærra einmitt þegar sízt var von á nýrri plötu: Lagið ,,Get Back'' var enn ofarlega á vinsældalistanum, og það lá í augum uppi, að önnur tveggja laga plata mundi draga úr sölu þeirra, sem fyrir voru. En Bítlarnir eru ekki vanir að láta segja sér fyrir verkum. Þeir settu plötuna í umferð hvergi smeykir, og nú er óðurinn um John og Yoko á hvers manns vörum. Að þessu sinni var það John, sem samdi lag og texta. Tvær útgáfur af laginu voru gerðar, og var hin síðari sett á plöt- una. John og Paul fluttu lagið upphaflega tveir saman og hugðust setja þá útgáfu á plötu, en sáu sig síðar um hönd. Paul sá um trommuslátt John og Yoko bárust margar gjafir meðan á rúmlegu þeirra í Amsterdam stóð, m. a. reiðhjol (hvítt að lit) og páfagaukur í hvítu búri. Á giuggana er skrifað „hárfriður" og „rúmfriður". ^ Ringó unir hag sinum hið bezta í kvikmyndabransanum. Hér sjáum við hann í einu atriði myndarinnar „The Magic Christian". Paul McCartney og kona hans, Linda, eru hin lukkulegustu þessa dagana. Þau eiga von á erfingja. og píanóleik en John um gítarleik og sönginn. Ástæða þessa var sú, að Ringó var í New York við kvikmyndatöku og Georg var líka annars staðar á hnettinum. John var mikið í mun að hljóðrita lagið hið bráðasta og setja það í um- ferð. Honum fannst einu gilda, hvort þeir Paul sæju um það einir eða allir saman. Ekki féll þessi skoðun öllum í geð, og því var upptakan endurtekin að öllum Bítlunum fjórum viðstödd- um. John Lennon er nú 28 ára en kona hans sex árum eldri. Þegar þau héldu til Gíbr- altar í því skyni að láta pússa sig saman, vissi enginn hvað til stóð, ekki einu sinni hinir Bítl- arnir þrír. Upphaflega var það ætlun John og Yoko að gifta sig í einhverju brezku sendiráði á erlendri grund. Það kom hins vegar í Ijós við nánari eftirgrennslan, að þau þurftu að hafa dvalið í viðkomandi landi í þrjár vikur, áður en i VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.