Vikan


Vikan - 31.07.1969, Qupperneq 18

Vikan - 31.07.1969, Qupperneq 18
FRÆKORN Í ÞÁGU FRIÐARINS Bítlarnir þinga um málefni Apple. Mary Hopkin og Yoko lengst til vinstri. athöfnin gæti farið fram. Slíka biðlund höfðu þau ekki, og þess vegna var sú hugmynd yfir- gefin óðara. Þá datt þeim í hug Gíbraltar. Þar eru fyrrgreindar reglur ekki gildandi. Fyrr en nokkurn varði voru þau komin þangað — og í ektastandið. Við athöfnina voru þau hvítklædd frá toppi ofan í tá. Þau hafa miklar mætur á hvítu, tákni sakleysis og friðar. Hið eina, sem stakk í stúf við hvíta litinn, var loðfeldur brúðgumans. Hér var þó ekki um að ræða loðdýrafeld, vel að merkja. Það voru ósvikin mannshár í loðfeldi Lennons, sjálfsagt af einhverjum dökkhærðum, síðhærðum yngismeyjum, sem hafa mátt stytta hár sitt verulega til þess að tolla í þeirri snoð- tízku, sem kennd er við Júlíu Driscoll. John og Yoko eru hugsjón sinni trú að því leyti, að þau leggja sér aldrei kjöt til munns. Þau eru „grænmetisætur". Ekki höfðu John og Yoko langa viðdvöl í Gíbraltar. Þegar að athöfninni lokinni héldu þau til Parísar. Þar gerðu þau stór innkaup á hinum fræga ,flóamarkaði": keyptu fatnað og forngripi í stórum stíl. Það er ekki svo ýkja langt síðan að þau hjón- in urðu fyrir þeirri ógæfu, að Yoko missti fóst- ur. Hún lá um nokkurt skeið á sjúkrahúsi milli heims og helju. Allan þann tíma var John við hlið hennar. Hann lét það ekki á sig fá, þótt hann þyrfti að hreiðra um sig á gólfinu til þess að geta fest blund um nætur. Fræg er orðin maraþonlega þeirra hjóna á Hilton hótelinu í Amsterdam. I sjö sólarhringa dvöldu þau í lúxusíbúð hótelsins fyrir 20 pund (um 3.600 krónur) á sólarhring. Þar tóku þau á móti forvitnum fréítamönnum, sem flestir gátu ekki gert upp við sig, hvort þeir ættu að brosa að tilstandinu eða taka uppátæki þeirra alvar- lega. Flestir kusu þó síðari kostinn. John sagði, að með þessu vildu þau fá fólk til að hugsa um frið á jörðu og um allt það óréttlæti, sem er ríkjandi í veröldinni og kemur fram í ýmsum myndum. Þannig er í stuttu máli sagan um John og Yoko, sagan um það, þegar þau giftu sig, fóru til Parísar og Amsterdam og allt það. Og platan selst og selst og selst. Hún komst óðara í efsta sætið á vinsældalistanum brezka. Þá urðu Bítlarnir hressir, því að þá áttu þeir tvær plötur á listanum: „Get Back" var enn ofarlega á blaði. í Bandaríkjunum fór þetta á annan veg. Þeir sögðu sumir, að „Oðurinn um John og Yoko" væri vond plata; það væri guð- last í henni. Þetta hafði áhrif í þá átt, að fjöl- margar útvarpsstöðvar leiddu plötuna hjá sér. í sögu sinni á plötunni getur Lennon um Krist nokkrum sinnum. — Ekki fæ ég séð, hvernig unnt er að skil- greina það sem guðlast, segir hann. — Uggir mig, að eitthvað annað búi á bak við slíkan áburð. Kannski eru Bandaríkjamenn ekki búnir að gleyma því, að Lennon sagði fyrir nokkrum ár- um, að Bítlarnir væru vinsælli en Kristur. Eða kannski þeir vilji bara ekki fyrirgefa honum það? En nú skulum við beina þræði sögunnar að heimkomu Johns og Yoko frá Amster- dam: Snjóaði þá til þeirra blaðamönnum úr öllum áttum. Ein spurning brann á allra vörum: — Var ekki þreytandi að liggja svona lengi í rúminu? John svaraði, hæðinn að vanda: — Andinn hefur ekki beðið tjón — en holdið er þreytt. Satt bezt að segja ætlum við að reyna að jafna okkur á þessu með því að leggjast fyrir í viku tíma eða svo. Við þetta tækifæri sýndi John forvitnum blaðamönnum stórt upplag af dularfullum um- slögum. — I hverju umslagi eru tvö frækorn, sagði hann og bætti við: — Við ætlum að senda ríkis- stjórnum allra landa heims eitt svona umslag. Sú ósk fylgir með, að frækornunum verði plant- að í þágu friðarins. Og Yoko bætti við: — Ekki skal standa á okkur að gróðursetja þau, ef þess verður óskað. Það kom líka fram við þetta tækifæri, að þau hjónin hygðust vísitera allsherjarþing Samein- 18 VIKAN 31'tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.