Vikan


Vikan - 31.07.1969, Side 19

Vikan - 31.07.1969, Side 19
uðu þjóðanna með umslögin sín og færa þau öllum fulltrúum á þinginu. En allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur sem kunnugt er saman í höfuðstöðvum samtak- anna í New York. Ekki flökraði að þeim hjón- um, að þar ætti hnífurinn eftir að standa ( kúnni. John Lennon var synjað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. — Hvílíkt ranglæti, sagði veslings John með friðarboðskapinn upp á vasann, og kona hans tók í sama streng. Ekki varð harmur hjónanna minni, þegar þau horfðu á eftir Ringó og Peter Sellers kampa- kátum láta úr höfn um borð í hinu nýja og glæsilega hafskipi „Elísabet drottning II", en þau hjónin höfðu einmitt pantað sér far með skipinu. Ringó og Pétur höfðu ekki verið sektaðir fyr- ir að hafa eiturlyf í fórum sínum, og það reið baggamuninn. rátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar bandaríska sendiráðsins ( London um að John Lenn- on muni ekki í nánustu framtíð fá vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna, hengir f riðarbíti 11 inn sig í vonina um að upp muni rofa innan tíðar — og fyrir skömmu var hann kominn með frúna til Toronto ( Kanada. Þau hreiðruðu um sig í gistihúsi einu þar í borg og héldu kyrru fyrir í bóli sínu til þess að vekja athygli á málstað sínum: þv( háleita markmiði að sameina jarðar- búa í friði og kærleika. Þetta vakti að vonum töluverða athygli lands- búa. Ekki sátu hjónin þó allan tímann um kyrrt ( kamesi sínu, því að bóndinn hljóðritaði tvö lög á hljómplötu þar á staðnum. John skilur sjaldan við sig segulbandstækið sitt, sem er knúið rafhlöðu, og það kom líka ( góðar þarfir þarna á gistihúsinu í Toronto. Hjónin buðu til sín fjörutíu fylgifiskum og kögursveinum. Stjórn- aði John fjöldasöng á staðnum, og var sungið um frið á jörðu. Þessi sérstæða upptaka er nú komin út á tveggja laga plötu. Titillagið nefnist „Give Peace A Chance", en kórinn var skírður Hið nýja útgáfuiyrirtæki John og Yoko heitir ,,Bag Productions" (Poka-afurðir). Lífsspeki sína kalla þau ,,Bagism“ (poka stefna), og þau gerðu nýlega grein fyrir henni í sjónvarpsþætti Eamonn Andrews. Þeim þótti tilhlýðilegt að vera saman 1 poka við það tækifæri. „Plastic Ono Band". Þegar þetta er skrifað segir fátt af ferðum plötunnar upp eftir vinsældalist- um, en fróðlegt verður að fylgjast með, hvort boðskapur Lennons og Ono fær hljómgrunn hjá alþýðu. essi hljómplata er ekki hin fyrsta, sem John hefur allan veg og vanda af. Hann hefur víðar verið á kreiki með segulbandstæk- ið sitt. Fyrir nokkru kom út hæggeng hljóm- plata, sem nefnist „Life With The Lions". Plat- an er gefin út á vegum „Zapple", en það er einn af afleggjurum „Apple", útgáfufyrirtækis Bítlanna. Eins og raunar við er að búast, er þetta engin „venjuleg" hljómplata. A annarri hliðinni er nokkurs konar „uppákoma" (happening), sem John festi á tónband sitt á svonefndri „Nátt- úrutónlistarhátíð" í Cambridge. Kreistir Yoko út úr sér hina ferlegustu skræki og gæti ókunnug- um komið til hugar, að konan væri hreinlega John og Yoko ræddu við fréttamenn, þegar þau komu úr brúðkaupsferðinni. að geispa golunni í gapastokk eða einhverju piningartóli, sem enn meiri ógn og stuggur stendur af. Einn listrýnir komst svo að orði, að þessi hljóð væru hin geigvænlegustu, sem heyrzt hefðu í háa herrans tíð og mætti fara aftur til þess tíma, er fyrsti þotuhreyfillinn var ræstur, til þess að finna einhverja hliðstæðu. Vælið í Yoko (hún segir ekki bofs) þekur alla aðra hlið plötunnar en baka til heyrist eymdarlegur blást- ur saxófóns, yfirmótað og brenglað gítarkropp Johns og trumbusláttur, framinn af litlum hag- leik. Rúsínan í pylsuendanum er þó á hinni hlið plötunnar: Þar er þeim atburði, er Yoko missti fóstur á Queen Charlotte sjúkrahúsinu ( nóvem- ber sl., lýst, í söngvum, með hjartslætti — og tveggja mínútna þögn. Mun þetta vera í fyrsta sinn ! sögunni, að þögn er sett á hljómplötu sem sérstakt númer. Síðar í sumar er von á annarri hljómplötu frá þeim hjónum. Mun hún nefnast „The Wedd- ing" (Brúðkaupið). Ber að líta á þá plötu sem framhald plötunnar „Tvær jómfrúr", en sú plata hlaut mikla frægð vegna myndar af hjónunum kviknöktum í bak og fyrir á plötuumslaginu. Er Yoko og John £ Gíbraltar eftir hjónavfgsluna. Þau halda á sönnunargagninu. ekki að kynja, þótt menn bollaleggi nú, hvern- ig umslag hinnar væntanlegu plötu verði! Enginn lét sér bregða, þegar John og Yoko gerðu heyrun kunnugt, að þau hefðu stofnað eigið útgáfufyrirtæki. Heitir það „Bag Productions" og er ætlað að veita sköpunar- gáfu þeirra farveg á heimsmarkaðinn. Hafa hjónin í hyggju að gefa út tvær bækur á næst- unni. Önnur er eftir Yoko, hin eftir John. Ekk- ert hefur enn fengizt upplýst um innihald bók- anna. Ef að Kkum lætur hafa þær að geyma þankabrot um friðinn. Bækurnar munu fyrst koma út vestan hafs. John hyggst setja þar á laggirnar útibú og söluskrifstofu fyrir fyrirtæki þeirra hjóna og þykir því illt í efni að fá ekki að stíga fæti á bandaríska grund. Fyrirtækið mun einnig gefa út hljómplötur þeirra hjóna í framtíðinni, svo og kvikmyndir. Það hefur vakið töluverða athygli, hversu samrýmd John og Yoko eru. Þau eru eins og óaðskiljanlegir tvíburar. Þau hugsa eins, klæða sig eins — eða mjög svipað! — hafa hárið eins, og ef vel er að gáð eru þau furðulega lík í andliti. Um kærleika Johns til Yoko sinnar efast enginn en til þess að undirstrika hann enn bet- ur, lét hann breyta öðru nafni sínu konu sinni til heiðurs. Hann hét fullu nafni John Winston Lennon en heitir nú John Ono Lennon. En hvað er þá títt af högum hinna Bítlana? George Harrison hefur sýslað við plötu- upptökur, bæði sem stjórnandi og þátttakandi. Ekki var örgrannt um, að sumum þætti hann blóta á laun, þegar spurðist, að hann hefðí samið lag fyrir hljómsveitina Cream (sem nú er hætt) og leikið með þeim á plötu. En sköpunar- gáfa hans hefur líka fengið útrás í annarri mynd. Hann hefur kuklað með elektrónísk hljóð og lét nýlega frá sér fara hæggenga hljómplötu með yfirskriftinni „Electronic Sounds". Önnur hlið plötunnar nefnist „No Time Or Space". Þar er að finna hin furðulegustu hljóð og er áheyr- andanum, sem nennir að leggja við hlustirnar, hulin ráðgáta, hvað maðurinn er að fara. George hefur sjálfur fest þessi hljóð á tónband Framhald á bls. 45 3t. tbi. VIKAX 1!)

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.