Vikan


Vikan - 31.07.1969, Síða 21

Vikan - 31.07.1969, Síða 21
)NY QUINN ÞAÐ SEM MÖRGUM ÞYKIR EINNA FURÐULEGAST VIÐ HINN ÆVINTYRALEGA FERIL ANTHONY QUINNS ER AÐ KONUR HÖPAST AÐ HONUM EINS OG MY Á MYKJUSKÁN. HÉR SEGIR HANN SÍNA SKOÐUN Á ÞVÍ OG MÖRGU ÖÐRU. aftur út á 72. stræti þar sem bíll- inn beið eftir hópnum. Quinn var farinn að tala við Sam Shaw, Ijós- myndara sinn og persónulegan vin. Nú talaði hann um það sem hann hafði ánægju af að gera fyrir utan leikinn: mála, skrifa og stjórna. Hann sagði fyndnar sögur frá Rhod- es og Casablanca, og talaði með stolti um elzta soninn, sem, eftir því sem Sam Shaw segir, er vasa- útgáfa af föður sínum, „og angrar piltinn," bætti Quinn við. „Hann vildi heldur líkjast afa sínum, Cecil B. de Mille, sem að vísu er kominn til feðra sinna." „Hann hélt alltaf að þú værir Indíáni, var það ekki, Tony?" sagði Shaw. „Já, og þú veizt hvernig hann hugsaði um Indiánana," svaraði Tony. „Hann var sínkt og heilagt út í glugga bíðandi eftir að þeir kæmu til að taka hann. Cecil var ómögulegur afi. Hann vissi ekki einu sinni nöfn barnabarna sinna." Það var stanzað fyrir utan sjón- varpsstöð CBS, þar sem Quinn átti að koma fram. Stór hópur aðdá- enda beið hans fyrir utan, hróp- andi og veifandi litlum bókum fyrir eiginhandaráritanir. Hann ritaði [ eins margar og hann mögulega gat, en þá kom einhver út úr húsinu með lögregluþjón með sér, og biargaði goðinu frá hópnum. Hon- um var troðið inn í bílinn á nýjan leik, og þar tók hann við bókunum inn um gluggann. Að lokum ýtti bílstjórinn á hnapp sem átti að loka glugganum, en um leið birtist ung- ur drengur með bók og mynd af Anthony Quinn, 28 ára gömlum, þar sem hann var klæddur fyrir hlutverk sitt í „The Ox-Bow Inci- dent". „Gerðu það, hr. Quinn, gerðu það," bað drengurinn og hékk á hurðinni. „Eina enn" sagði Quinn og opn- aði gluggann. „Mig langar að sjá hvernig ég leit út 28 ára. Getur nokkur séð mun á þessari mynd og mér nú?" spurði hann svo. Enginn sá nokkurn mun. Anthony Quinn brosti og bíllinn hvarf út í iðandi umferð milljóna- borgarinnar New York. ☆ 4 Lorenzo, yngsti Quinn-inn er litill og svolífið þybbinn. Svo smullu kossar með tilheyrandi skrækjum og pústrum. 4 4 „Það er ábyggilega ekki andlitið á mér sem konur laðast að . . ." Á gangi í Central Park í New York: Pabbinn, drengirnir og barnfóstran. 31 tbl VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.