Vikan


Vikan - 31.07.1969, Qupperneq 23

Vikan - 31.07.1969, Qupperneq 23
Birni áhyggjum og sízt að ástæðulausu. Bragi Sigurjóns- son bætti við sig 345 atkvæð- um og fékk aðeins 214 færra en Björn. Nú er svo komið fyrir Alþýðubandalaginu, að næstu kosningar gætu orðið sögulegar í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Björn er þar í sýnilegri hættu. Bj örn Jónsson gerðist rót- tækur í skoðunum á náms- árum sínum í höfuðstað Norð- urlands. Sveið honum víst sárt að sjá á eftir skólabræðr- um og jafnöldrum, sem lærðu til embætta sunnan fjalla eða erlendis, þegar hann sat kyrr heima og vann fyrir sér hörð- um höndum. Hneigðist liann ungur til öfga og þótti harð- skeyttur og óvæginn komm- únisti framan af ævi. Björn er raunar hæ°'látur maður í dagfari, en viðkvæmur í lund og tiltektarsamur í athæfi, ef hann skiptir skapi. Hættir honum því til að komast úr andlegu jafnvægi, og sést hann þá ekki fvrir. Björn er prýðilega greindur og sæœi- lega máli farinn og ritfær. Lætur honum einkum að reifa mál og rekja sjónarmið í fram- söguræðum, sem hann undir- býr dvggilega, en honum get- ur brugðizt bogalistin, ef kastast í kekki. Björn nýtur tra.usts meðal kjósenda sinna, en er ekki persónulega vinsæll nema í þröngum hópi náinna sálufélaga. Norðlenzkt al- þýðufólk viðurkennir gáfur luins, menntun og hæfni og lítur gjarnan á hann sem full- trúa sinn og málsvara, en flestir andstæðingar og ýmsir samherjar gruna Björn um græsku. Hann er einfari að eðli, en hefur gert félagsstörf og stjórnmálabaráttu að at- vinnu sinni til að sjá sér far- borða og látu til sín taka. Björn getur reynzt viðsjáll, ef hann þarf að tefla á tví- sýnu, og nú er einmitt svo komið fyrir honum. Hannibal V aldimarsson sagði skilið við Alþýðubanda- lagið í síðustu alþingiskosn- ingum. Björn Jónsson brá elcki á það ráð, en gerðist ná- inn bandamaður Hannibals að kosningum loknum og eggjar hann óspart til stórræða. Hef- ur Björn sennilega ráðið úr- slitum um klofning Albýðu- bandalagsins. Virðist furðu gegna, að gamall sanntrúaður kommúnisti hlutist til um slíkan óvinafögnuð, en þetta er samt Birni líkt. Hann gerir sér Ijóst, að mannaskiptin í Alþýðubandalaginu eru hon- um í óhag. Þá rifjast upp fyr- ir honum dulin gremja yfir því að hafa fundizt hann kúgaður og litils virtur í flokki sínum langt áraskeið, og ýkir Björn þetta mótlæti sitt eftir hughvarfið. Maður- inn er i hefndarhug og situr þá ekki anðum höndum. Sennilega fær hann fram vilja sinn að lama Alþýðubanda- lagið. IJitt er vafasamt, að hann stofni ný samtök með til- ætluðum árangri. Björn Jóns- son er um flest eða jafnvel allt gerólíkur Hánnibal Valdi- marssyni. Hann kann að etja saman fylkingum, en ú naumast frumkvæði að högg- orustunni, sem á eftir fer. Þá verður Björn eins og nafni hans úr Mörk að baki Kára forðum. IJins ber samt að minnast, að nú er beitt öðr- um vopnum -en tíðkuðust fyrir og eftir Njálsbrennu. Björn Jónsson getur því orð- ið liðtækari en Merkurbónd- inn, þó að vígfimi hans sæti varla undrum. Hugðarefni Björn Jónsson- ar munu einhæf. Hann gerir sér sjaldan dagamun, enda smeýkur \ ið þau ærsli, sem af því geta hlotizt. Ahugi mannsins er tengdur félags- störfunum og stjórnmálumnn. Frami hans bætir honum upp harmræn vonbrigði. Birni má því ekki verða til þess hngs- að að sjá af metorðum sínum og gleymast um aldur fram eins og Steingrímur Aðal- steinsson. Sú tilhugsun getur raskað jafnvægi sálar hans fvrr en varir. Kommúnism- inn á sér hins vegar garnlar og nýjar rætur á Akurevri og þær kunna að reynast seigar, þó að laufið fjúki af meiði Alþýðubandalagsins i því hreti, sem að fer og gerist kannski harðast og mann- skæðast á Norðurlandi. Birni Jónssyni verður hætt í þeim ósköpum, ef til kemur. Þó er hann manna líklegastur að ganga fremur móti stormin- um í eigingjarnri trú á Hanni- bal, en láta sjóða sig í pott- inum hjá Lúðvíki og Magnúsi. Lúpus. 3i. tbi. yiKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.