Vikan


Vikan - 31.07.1969, Síða 34

Vikan - 31.07.1969, Síða 34
— Segðu halló við ömmu, elskan! — É'g hafði nú hugsað mér ann- að, þegar þú bauðst mér út að borða! V.________________________________________________________________________________________________________________________________________^ — Þér hafið þó ekki slasazt? spurði Hilda. — Nei, nei, sagði dr. Feldman. — En það drukknaði maður, ves- alingurinn. Annars hafði ég það stórfínt. Jæja, sagði hann svo og neri saman fíngerðum skurð- læknishöndum sínum, eins og til þess að njóta þess fyrirfram að vera fær um að bjarga manns- lífum, — hvað heitir þá fyrsti sjúklingurinn okkar þessa vik- una? — Það er einhver frú Moritzer, sagði Hilda Punktar, kommur og þankastrik Framhald af bls. 11 sem dugar, og til þess þarf menn með viti, en enga stórskrýtna vísindamenn sem sjá ekkert nema mold og slor. Og það eru svoleiðis menn sem eru að drepa okkur úr hor og volæði með alls konar béuðum bætiefnum. ís- lenzkir bændur eru að drepa niður hvert einasta kvikindi hjá sér með svoleiðis óþverra, og svo bölvuð fíflin sem eru að anda að sér rykinu hér 1 Austurstrætinu; þú ert ágætur, elskan mín. En það er þessi heimska og ágirnd sem gerir mig reiðan. Ég kann nefnilega að verzla, og er á móti allri þessari verðbólgu og sí- felldu hækkunum. En eins og ég segi, þá er álarækt það eina sem dugir, og hefði ég nokkrar millj- ónir, þá gæti ég farið út í þetta, og grætt milljónir á milljónir of- an á nokkrum dögum. Hrossa- kjöt er fínasta álafæða, en ekki ólukkans bætiefnin sem eru allt að drepa.“ Og hugsuðurinn útlistaði fyrir mér, fjálglega, hvernig mætti breyta sjálfu Austurstræti í ála- poll, og talaði mikið. í rauninni talaði hann svo mikið, að ég gat varla andað á meðan. Hann vitn- aði sífellt í álaræktarpésann sinn, sem ég hafði af slysni ját- að að hafa heyrt getið um. Loks- ins kom ég að orði, og bað meist- ara Hoffmann að se’ja mér eitt- hvað um sjálfan sig. „Ja, ég er fæddur árið sem André flaug til pólsins, og ef þú veizt eitthvað um þann mikla mann, þá get- urðu sagt þér sjálfur að ég er fæddur árið 1897- En heyrðu, ertu frá VIKUNNI? Þú gætir þá skotið því að ritstjóranum að hann gæti fengið langt og gott viðtal við mig.“ Ég lofaði að skila þessu til rit- stjórans, og fór svo að reyna að hafa mig brott úr Austurstræt- inu, enda var ég búinn að hlusta á þennan afkomanda víking- anna — í beinan karllegg — í nærri heila klukkustund. Það tókst átakalaust, eftir að Pétur Salómónsson Hoffmann hafði stillt sér upp fyrir myndatöku, og var ekki laust við að sópaði að þessum aldna höfðingja þar sem hann stóð í hinum ímyndaða álapolli í skikkjunni. Við hinn endann í Austur- stræti er bílastæði, sem við, unga fólkið, köllum „Hallærisplanið“ í daglegu tali. Töffarar á trylli- tækjum leggja bílum sínum þar á kvöldin, og flauta á stelpurnar sem leið eiga hjá. Gárungarnir kalla þessa menn „Hannibalista“, og gefa þá skýringu, að þeir sitji eins og gammar yfir hvaða tæki- færi sem þeim gefst, sama hve lítilfj örlegt það sé. En þennan sólskinsdag voru engir töffarar á Hallærisplaninu, heldur ein- göngu virðulegir borgarar sem voru að sinna erindum sínum í miðbænum. Sami umsjónarmaðurinn hefur verið þarna í 6 ár, Jason Sigurð- arson, ættaður norðan af Jökul- fjörðum, nánar tiltekið frá Stein- hólum í Grunnvíkurhreppi, — fæddur 1898. „Það eru bara tveir menn i bænum sem heita þessu nafni,“ sagði Jason, „og ég var skírður eftir afabróður mínum. En ég má annars ekkert vera að því að tala við þig, og hef held- ur ekkert að segja.“ Ég lofaði að trufla hann ekki lengi, bara ef hann vildi segja mér eitthvað um sjálfan sig og mannlífið í heild. „Ég er enginn spámaður,“ svaraði hann, „og ef þú ert að spyrja um unga fólk- ið, þá er það sjálfsagt ágætt, en mér líkar bara ekki við þessa hávaðatónlist og síða hárið á bítlastrákunum. Hitt er annað mál, að ég hef gaman af kórum og einsöngvurum og þess háttar; það er allt annað. Annars hef ég lítinn tíma til að vera að hlusta á svona nokkuð, ég vinn hér frá 9 á morgnana til klukkan 7 á kvöldin, og þess á milli geri ég helzt ekki neitt. Það var öðru- vísi þegar maður var yngri, á sjónum, þá hafði maður meiri frítíma- Já, ég var á sjó lengi vel, en hætti svo, og fór að reka nýlendu- og kjötvöruverzlun hér í bænum. Það var löngu eftir að ég kom hingað, að ég fór að fást við verzlun, en ég var 9 ára þeg- ar ég fór frá Steinhólum til Bol- ungarvíkur, og svo fór ég til ísafjarðar 1921.“ Ég vildi fá að taka mynd af' honum, en það kom alls ekki til greina. En hins vegar sýndi hann mér mynd af sér, sennilega tek- in um svipað leyti og hann var á ísafirði, og var hann þá búinn að krækja annarri löppinni aftur fyrir hnakka. „Jæja,“ sagði hann svo, „ég má ekkert vera að þessu þvaðri, ég get ekki einu sinni fvi gzt með bílunum sem koma hér inn fyrir forvitninni i þér.“ Og ég varð að fara, án þess að fá mynd af Jasoni Sigurðarsyni, — Ég verð víst að hætta, það er einhver maður úti, sem vill komast í síma! Í34 VIKAN 31-tM-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.