Vikan


Vikan - 31.07.1969, Side 40

Vikan - 31.07.1969, Side 40
Hann fór að æða fram og aftur um gólfið, og staðnæmdist svo fyrir framan hana. — Horfðu á mig. 'Ég fer ekki aftur, nema þú komir með mér. Eg bý á Bristol. Vertu nú skynsöm og góð, og komdu þangað til mín. Við byrjum á nýjan leik. ílg skal vera þér svo góður. Hún hafði ekki lengur stjórn á sjálfri sér, og hrópaði: — í Guðs bænum reyndu að skilja þetta. Þú hefur drepið allar tilfinningar sem ég bar til þín! Hann kipraði saman augun og munnurinn varð eins og strik. Hann var einna líkastur hestatamingamanni. — Láttu þér skiljast, sagði hann lágt, — að ef þú kemur ekki með mér, þá sæki ég um skilnað. Þú skalt ekki láta þig dreyma um að ég ætli að skilja þig eftir hér og gefa þér lausan tauminn. — Þú færð auðvitað mikinn heiður af því að haga þér svona. Brosið kom aftur fram á varir hans. — Ég ætla að kyssa þig fyrir þetta. Og áður en hún gat borið hönd fyrir höfuð sér, hafði hann gripið hana í faðm sér og þrýst kossi á varir hennar. Hún sleit sig lausa og kippti í bjöllustrenginn. Hann flýtti sér til dyra. — Eg sé þig aftur, sagði hann og gekk út. Clare þurrkaði sér um varirnar. Hún var utan við sig og reið, og alls ekki viss um að hún hefði haft betur. Hún hallaði enninu upp að arinhillunni, og hún heyrði að Sir Lawrence kom inn, en hann sagði ekki neitt. — Mér þykir þetta leiðinlegt, frændi minn, en ég get flutt eftir helgina. — Fáðu þér vindling, vina mín. Hann kveikti í fyrir hana, og hún dró að sér reykinn, en sagði ekki neitt. Hann settist og hún sá það að það var spurningarsvipur á honum. — Bar þetta samtal nokkurn árangur? Clare hristi höfuðið. — Það er gamla sagan. Þið eigið þá eftir að gera út um þetta? — Ekki hvað mér við kemur. — Það er leiðinlegt að alltaf skuli vera tvö sjónarmið í samræðum. — Frændi minn, sagði hún, — geturðu sagt mér nokkuð um skiln- aðarlögin? — Ég hef aldrei gert mér far um að kynna mér þau, en við getum gáð í Whitaker. Hann náði í stóra, rauða bók úr skápnum. — Hér er það, vina mín, — á blaðsíðu 258. Clare las um stund og hann horfði vandræðalegur á hana. — Það er þá þannig, að ef ég vil að hann krefjist skilnaðar, þá verð ég að gera eitthvað af mér. —- Já, þannig er það sagt á hógværan hátt. En meðal sæmilega siðaðra manna er það karlmaðurinn, sem gerir hin svokölluðu skít- verk. — Ég veit það, en hann vill ekki gera það. Hann þarf að gæta stöðu sinnar. — Auðvitað, sagði Sir Lawrence. — Slíkar stöður eru eins og viðkvæmar plöntur í þessu þjóðfélagi. Hún lokaði bókinni. — Ef það væri ekki vegna fjölskyldu minnar, sagði hún, — þá mjmdi ég gefa honum ástæðu til skilnaðar strax á morgun, svo ég gæti verið laus við þessa andstyggð. — Þú heldur ekki að það væri rétt af þér að reyna aftur að búa með honum? Clare hristi höfuðið. — £g get það ekki, það er svo einfalt. — Hvað segir Dinny? — Ég veit það ekki, hún veit ekki að hann er kominn. — Þú hefur þá engan til að ráðgast við. — Nei, en Dinny veit hvers vegna ég fór frá honum. — Ég reikna með að Jerry Corven sé frekar óþolinmóður maður. Clare hló. — Við erum líklega bæði skapstór. — Hvar býr hann? — Á Bristol. Það gæti verið athugandi að hafa auga með honum. — Það er svo niðurlægjandi, og svo hef ég ekki löngun til að eyðileggja starfsferil hans. Sir Lawrence yppti öxlum. — Fyrir mér og fyrir öllu þínu fólki, er framtíð hans ekki neitt, samanborið við heiður þinn. Hve lengi hefur hann frí? — Líklega mjög stutt. — Viltu að ég tali við hann? — Þetta er allt mér að kenna, það bað mig enginn að giftast hon- um. Og svo yrði það árangurslaust. — Það er aldrei að vita, tautaði Sir Lawrence. — Það er fallega hugsað, ef til vill. . . . — Allt í lagi. En heldurðu að atvinnulausir ungir menn séu heppilegur félagsskapur um þessar mundir? 40 VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.