Vikan


Vikan - 31.07.1969, Page 43

Vikan - 31.07.1969, Page 43
Gúlftenoi nfir allt góli eöa slök ttwi? Teppadreglar frá enskum og ísenzkum verksmiðjum - breidd- in er 365 cm svo engin samskeyti myndast á miðju gólfi. Góöir greiðsluskilmálar. Mikið úrval af Ryateppum, Axminister og Wiltonteppum. Laugavegi 31 - Sími 11822 — Hvar sefurðu? — Á legubekknum, það er mjög þægilegt. Svo er þarna lítið bað- og búningsherbergi, og eitthvað sem á að heita klæðaskápur. — Mamma bað mig að spyrja þig hvort hún gæti ekki sent þér eitthvað. — Ég gæti þegið gamla olíuvél, nokkur teppi og lök, eitthvað af bókum og ef hún getur misst nokkra tebolla. — Það er hægt. En hvernig líður þér? — Prýðilega líkamlega, en ég er áhyggjufull. Ég sagði þér að hann er kominn. -— Veit hann um þennan stað? — Nei, en hann 'kemst fljótt að því. — Þú hittir hann? — Já, og ég sagði honum að ég kæmi aldrei til hans aftur, og það geri ég ekki, Dinny, við skulum spara okkur að tala um það. En hve mér finnst furðulegt að sjá þig sitja þarna, sagði Clare, og hreiðraði um sig í horni legubekkjarins. Dinny var að hugsa það sama. Clare var ákaflega glæsileg, og það var eins og þetta stutta hjónaband hefði gert hana ennþá meira töfrandi. — Pabbi og mamma eru áhyggjufull, Clare. — Það veit ég. — Finnst þér það ekki eðlilegt? — Ég get ekki gert að því. Ég veit ekki hvað Jerry ætlast fyrir. — Hann fær líklega ekki langt frí, nema hann segi upp starfi sínu. — Líklega ekki, en ég ætla ekki að hugsa um það. Það verður að koma sem koma skal. Clare hristi höfuðið og dökkur lokkur féll fram á ennið, og það minnti Dinny á æskudagana. . — Það er ekki hægt að láta veita honum eftirför, og ég segi aldr- ei frá þvi sem skeði fyrir rétti. Það eru aðeins mín orð á móti hans. Dinny spratt upp og settist við hlið hennar á legubekkinn. — Ég gæti myrt hann! sagði hún. Clare hló. — Hann var ekki að öllu leyti slæmur, en ég fer aldrei til hans aftur. Dinny sat þögul, svo sagði hún: — Hvað segirðu um Tony Croom? 31. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.