Vikan


Vikan - 31.07.1969, Qupperneq 46

Vikan - 31.07.1969, Qupperneq 46
Handavinna hcímilanna Ullarverksmiðjan Gefjun efnir til hugmyndasamkeppni í samráði við verzl. íslenzkur heimilisiðnaður, um beztu tillögur að ýmsum handunnum vörum úr: islenzkri ull í sauðalitum og öðrum litum í loðbandi, kambgarni, lopa og Grettisgarni frá Gefjun. Keppnin er í fjórum greinum: 1. Prjónles og hekl. 2. Röggvahnýting og vefnaður. 3. Otsaumur. 4. Mynstur í ofannefndum greinum. 1. verðlaun í hverri grein eru kr. 10.000.—, en síðan skiptast fjögur þrjúþúsund króna verðlaun og átta eittþúsund króna verðlaun á greinarnar eftir mati dómnefndar. Sömuieiðis verður efni og vinna í verðlaunamunum greitt aukalega eftir mati dómnefndar. Verðlaunamunir verða eign Gefjunar. Skilafrestur er til 31. ágúst n. k. Keppnismuni með vinnuiýsingu skal senda merkta númeri til Iðnaðardeildar SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík, en nafn þátttakanda með sama númeri skal fylgja í lokuðu umslagi. Allt efni fæst í Gefjun, Austurstræti og verzlunum íslenzks heimilisiðnaðar í Hafnarstræti 3 og á Laufásvegi 2 í Reykjavík, og ennfremur liggja frammi á sömu stöðum fjölritaðar upplýsingar um keppnina, sem eru öllum frjálsar og verða fúslega póstlagðar frítt eftir beiðni. Dómnefnd skipa fulltrúar frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands, Handavinnu- kennarafélagi íslands, Myndlistar og handíðaskóla íslands, Félagi íslenzkra teiknara og Gefjun, Akureyri. Gerist hluthafar í: HUGMYNDABANKA ÍSLENZKRA HANNYRÐA. Gefjun hygðust koma fram á hljómleikum á nýjan leik. Rollingarnir eru aftur vaknaðir til lífsins hvað þetta snert- ir sem kunnugt er, og því leikur mörgum hugur á að vita, hvort Bítlarnir hafi í hyggju að gera slíkt hið sama. Þegar John dvaldi í Am- sterdam ásamt konu sinni sagði hann fréttamönnum m. a., að ekki væri loku fyrir það skotið, að Bítl- arnir færu aftur á kreik og héldu hljómleika víðs vegar um Bretland. Ekki leið þó á löngu, þar til hann varð að éta þessi ummæli ofan í sig aftur. Astæðan var einfaldlega sú, að Ringó var ekki nógu hress yfir slíku tiltæki. Sagði Ringó, þeg- ar hann var inntur nánar eftir af- stöðu sinni til þessa, að sér kæmi á óvart að heyra þetta haft eftir John, þar sem þeir Bítlar hefðu ekkert rætt um þetta sín í millum. — Það krunkar hver í sínu horni, sagði aumingja Ringó. — Við kom- um sjaldan eða aldrei allir saman nema þegar um plötuupptökur er að ræða. Ég hef engan áhuga á hljómleikastandi. Um þessi ummæli Ringós sagði John nokkru síðar: — Hann hefur rétt fyrir sér. Það væri óráðlegt af okkur að halda hljómleika núna. Þegar á allt er lit- ið eru Bítlarnir ekki annað en mið- aldra táningar. Ég hef að vísu haft áhuga á þessu hingað til — en ekki lengur. etta er ekki í fyrsta sinn, að John hefur verið á öndverð- um meiði við hina Bítlana. Umslag- ið utan um plötuna „Tvær jómfrúr" olli líka uppistandi innan hljóm- sveitarinnar. — Ég bjóst alltaf við einhverju fjaðrafoki en aldrei þessum ósköp- um, segir John. — Ég hafði lengi ráðgert að gera hljómplötu með Yoko. Það var áður en við byrjuð- um að lifa saman, að slíkt flökraði fyrst að mér. Paul hafði stjórnað plötuupptökum Mary Hopkin, Ge- orge sömuleiðis með Jackie Lomax, og þess vegna langaði mig til að gera eitthvað með Yoko. — Ég var í Indlandi við hug- leiðslu og hugsaði stíft um plötuna, þegar ég fékk hugmyndina um plötuumslagið. Ég sendi Yoko bréf og sagði henni, að ég hefði í ) hyggju að hafa mynd af henni nak- inni á umslaginu. Hún varð mjög undrandi en þó ekki jafn hlessa og George og Paul. — Paul hélt langar prédikanir yf- ir mér vegna þessa og spurði, hvort þetta væri nú nauðsynlegt. Það tók mig fimm mánuði að sannfæra hann um, að svo væri. — Eins og málin æxluðust var ekki nema eðlilegt að ég yrði með Yoko á myndinni. Ég játa það, að mér brá töluvert, þegar ég sá mynd- irnar í fyrsta skipti. Ég hugsaði sem svo: Ur því að mér bregður í brún, hvað segja þá aðrir? Myndirnar komu sannarlega róti á hugi manna. John var hinn bratt- asti samt sem áður og komst svo að 46 VIKAN 31-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.