Vikan


Vikan - 31.07.1969, Qupperneq 48

Vikan - 31.07.1969, Qupperneq 48
60. KAFLI. — Góð hugmynd, sagði Peyrac. Hann tæmdi bikarinn í einum teyg, gekk dálitið stirðlega og stakk við að stólunum við eldinn og settist þar. Þangað hljóp Angelique til hans og kraup við fætur hans. Eða réttara væri kannske að segja, að hún hefði fallið á kné fyrir honum, þvi í hamingju sinni þessa stundina var hún undarlega veik- burða. Hún hafði ætlað sér að taka af honum stígvélin, en þegar hendur hennar snertu þessa vöðvasterku fætur, gegnum efnið í buxun- um, sem orðið var stíft af ís, lá við að hún félli í ómegin. Hún vissi ekki hvort þaö var fyrir gleði, ást, eða afleiðingar óttans um að þessi maður, sem var henni svo kær, kynni að verða tekin frá henni, en allavega varð hún sem bergnumin við þessa uppgötvun og missti alla skynjun á umhverfi sinu, svo hún skynjaði ekki neitt annað en hann. Hún slöngvaði handleggjunum utan um hné hans og Þrýsti 'honum að sér, meðan hún starði á hann með stórum ljómandi augum, fullum af hljóðum tárum, eins og hún myndi aldrei þreytast að horfa á andlit þessa manns, á Þessa sérstæðu andlitsdrætti, sem aldrei höfðu vikið henni úr hug síðan hún bar þá fyrst augum. Hann laut ofurlítið áfram og virti hana vandlega fyrir sér. Þetta tók aðeirts andartak, þau skiptust aðeins á augnaráði. En það var nóg til þess, að Þeir sem viðstaddir voru, gleymdu því aldrei. Og þó hefði enginn þeirra getað sagt, hvað það var, sem hafði mest áhrif á hann þá stundina, aðdáunin, sem Angelique túlkaði, þegar hún kraup frammi fyrir greifanum, eða ylur ástarinnar, sem ijómaði upp valdsmannslegt andlit hans, andlit mannsins, sem allir héldu að væri laust við mannlegan veikleika, jafnvel ósæranlegt. Einhver tregi og óljós heimþrá greip hjörtu þeirra allra og hóg- værðin kom þeim til að líta niður fyrir sig. De Peyrac greifi lagði báðar hendur blíðlega á axlir Angelique, eins og til að vekja hana af þessum draumi, og sneri sér að mönn- unum, sem stóðu hreyfingarlausir við hlið hans. Sælir, vinir mínir, sagði hann með sinni rámu röddu, sem nú var hás af þreytu. — Feginn er ég að sjá ykkur aftur. — Sömuleiðis, Monsieur la Comte, sögðu Þeir aliir í kór, eins og skóladrengir. Hugir þeirra allra voru í uppnámi og timinn, sem leið, virtist helm- ingi lengri en hann var. Þögnin ríkti á ný og Elvire strauk til hliðar tár, um leið og hún þrýsti hönd Malaprades, sem stóð við hlið hennar. — Hvað um mig? Hvað um mig? kEillaði Florimond. — Ég er hálfdauður, og enginn tekur eftir mér. Þau litu öll við og ráku upp hlátur. Florimond var alþakinn snjó og grýlukertin drúptu af hattbarðinu hans og hann sat flöturn beinum upp við hurðina. Greifinn leit með væntumþykju á son sinn. — Réttið honum hjálpar- hönd. Hann er örmagna. — Aldrei skal ég koma með þér aftur, tautaði Florimond. — Aldrei skal ég .... Mennirnir sáu að drengurinn var því sem næst gaddfreðinn og al- gjörlega örmagna. Cantor og Jacques Vignot báru hann yfir að fletinu hans, þar sem þeir tóku af honum föt og stígvél, en Angelique hjálpaði til. — Litli drengurinn minn, sagði hún og kyssti hann. Hún neri hann frá hvirfli til ilja með koníaki og settist síðan við rúm hans og nuddaði á honum fætuma. Hann féli í fastan svefn, en Madame Jonas hélt áfram að hella toddýi í glös handa öllum. 48 VTKAN 31 tbl — Svo þú drapst hann? spurði Angelique um leið og hún var ein með honum í klefanum, sem var svefnherbergi þeirra. — Svo þú drapst hann? Þú hættir lífi þínu til að koma þeirri heimskulegu hug- mynd í framkvæmd? Aðeins vegna þess, að maðurinn steig í væng- inn við mig. Finnst Þér þetta skynsamlegt, Monseigneur de Peyrac? Greifinn hafði fleygt sér á rúmið og lá nú þar með alla anga út- teygða. Hann virti Angelique kuldalega fyrir sér, meðan hún ávítaði hann. — Pont-Briand kom að norðan, hélt hún áfram og laut yfir hann. — Hvað igera þeir í Kanada, þegar þeir frétta af þessu? Þeir munu reyna að hefna sín á þér. Þeir munu ógilda sáttmálana.... — Allir sáttmálar milli þeirra og mín voru rofnir fyrir langa löngu, sagði Peyrac. — Blekið á þeim var ekki þurrt fyrr en þeir dæmdu okkur til dauða. Hann rétti úr sér, svo hann náði í hárið á henni yfir enninu og sneri höfði hennar mjúklega, svo þau horfðust í augu. Hann tók undir höku hennar. — Hlustaðu nú á mig, ástin min. Það er eitt, sem er á engri leið með að deyja í mér og það er hin ákafa þörf sem ég hef fyrir Þig, og það er fullkomlega eðlilegt, að ég vilji, að þú tilheyrir mér einum og aðeins mér. Þú mátt kalla það afbrýðisemi, ef þú vilt, það skiptir mig engu. Hvorki þú eða ég erum komin á þann aldur, að þrár okkar séu farnar að kulna, langt í frá. Aldrei framar skal ég skilja þig eftir eina og hjálparlausa, frammi fyrir freistingunni. — Heldurðu í alvöru, að ég hefði látið mann eins og hann, komast upp með eitthvað? — Nei, ekki það. En ég hef á tilfinningunni að til skjalanna geti komið ákveðnari og þekkilegri menn en hann. Veikleiki eins er styrkur annars. Þú verður að gera Þér ljóst, að það er spurning um lif og dauða að verja heiður sinn á þessum villtu stöðum. Nú ertu líf mitt, og ég skal drepa hvern þann, sem reynir að taka þig frá mér. Jæja þá! Ég varð að segja þetta! Þegar hún laut ofan að honum, þrýsti hann henni snögglega að sér og tók að kyssa hana af ástríðuhita, með vörum, sem voru Þurrar og sprungnar af kuldanum. Florimond var að segja Cantor frá þessu: — Ég hélt ég myndi deyja. Pabbi rekur spor fyllilega jafn vel og rauðskinni eða Kanadamaður. — Voru það sverð eða pístólur? — Sverð. Það var stórkostlegt. Pabbi kann þar allt um sókn og vörn og það, sem hann gerði, getur enginn gert nema fjöllistarmaður. En hinn stóð sig ágætlega. Hann var ekki sérlega góður, en hann var fljótur að hugsa, snar í snúningum og stóð sig lengi. — Og — er hann dauður? — Auðvitað er hann dauður. Það er ekki hægt að sleppa undan mönnum eins og pabba. Hann stakk beint í gegnum ennið á honum! Florimond hlammaði sér aftur ofan á fletið sitt og augu hans glömpuðu. — Sverð, sko, það er vopn aðalsmannsins. Hér í landi óheflaðra manna þekkir engin sverð lengur. Hér er barizt með öxum eins og hjá Indiánum eða með múskettum eins og hjá málaliðum. Við verðum að muna eftir sverðinu. Það er vopn hinna göfugu sálna! Ó, hvað ég vildi einhverntíma verða kokkáll og geta krafizt góðs einvígis.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.