Vikan


Vikan - 31.07.1969, Síða 50

Vikan - 31.07.1969, Síða 50
62. KAFLI. Það var Bartholomew litli, sem fékk möndiuna, og hann valdi Hono- rine sér fyrir drottningu. Hönd Florimonds, sem hann stakk í flýti undir borðið til að skipta um búðingsbita, kann að hafa hjálpað forsjóninni ofurlítið, en til hvers var að tortryggja það? Forsjónin gerði það sem til var ætlazt af henni, og var börnunum vilholl. Angelique varð fegin, að það skyldi vera Bartholomew, hann var góður krakki. Hann var enn svolítið rangeygur, var með mikið hár og þverklipptan topp yfir ennið. Rjóður af ánægju tók hann við dýrmætum silfurkórónum úr höndum Peyracs greifa og setti aðra á sjálfan sig, en hina á koll Honorine. Stólarnir þeirra stóðu ofurlítið hærra en hinna og hlið við hlið ríktu þau yfir veizluborðinu. Það glitraði á silfurkórónurnar á höfðum þeirra. Hár Honorine féll ofan yfir axlirnar, eins og koparrautt slá úr einhverju fágætu efni. Hún var fallegt. barn. Hún var svo ánægð og algjörlega sannfærð um mikilvægi hlutverks síns, að hún hefði álitið það fyrir neðan sína virðingu að líta til móður sinnar. En hún vissi að móðir hennar horfði á hana, og gleðin var eins og geislabaugur um höfuð hennar, meðan gullhamrar, hlátrar og gamanyrði vöfðust um hana eins og reykelsisilmur. I hvert sinn sem hún bar bollann að vörunum, hrópuðu allir:: — Drottningin drekkur! Drottningin drekkur! Augu Angelique voru eins og iímd við Honorine og allt kvöldið gat hún ekki bægt frá sér þeirri hugsun, að ailt það, sem hún hafði orðið að ganga í gegnum, væri lítilfjörlegt borið saman við hamingju þessa barns. Hún gat ekki haft augun af henni; svo yndisleg var hún. Þetta kvöld höfðu allir farið í sín beztu föt og Monsieur Jonas, Porguani og Don Alvarez og fleiri voru með glæsilegar hárkollur; hvaðan komu þeim þær? Peyrac greifi var í dökkrauðu fötunum, sem hann hafði borið dag- inn, sem hann ávarpaði Irokana í brekkunni neðan við Katarunk. Hann hafði farið frá Katarunk í þessum sparifötum með knipplinga- hálsknýtið og mansétturnar. Raunar voru þetta einustu fötin, sem hann átti, og hann geymdi þau samanbrotin ofan í kistu. öðrum stundum var hann í iánsfötum, aðallega af Porguani, þvi þeir voru jafnháir. Hann var þvi vanur að klæðast af töluverðri glæsimennsku og hafði ævinlega haldið þeim sið hvað sem hann hafði fyrir stafni, en þegar þess með þurfti, sýndist hann ekki á nokkurn hátt veigra sér við að klæðast í leður og gróft vaðmál eins og þennan vetur. En þetta kvöld varð Angelique enn einu sinni ljóst, hve tigin- mannlegur hann var í framkomu og klæðaburði. Hann hafði snúið aftur frá veröld hinna dauðu. Angelique hafði sett knipplingakraga á kjólinn sinn og lagt tölu- verða vinnu í að setja upp á sér hárið, sem var hennar eina skreyting. Með því, nokkrum fjöðrum og nælu, sem hún hafði fengið að láni hjá Madame Jonas, hefði hún sem bezt verið til þess hæf að taka á móti gestum í Versöium. Konurnar höfðu skipzt á um það litla, sem til var af skartgripum og góðum klæðum. Madame Jonas var í fallegum rauðum og grænutn satinkjól með eyrnahringi, sem frænka hennar átti. Elvire var i perlugráa kjólnum hennar Angelique, og hafði fengið hjálp hennar við að setja upp hárið. Monsieur Jonas var með háan, svartan hatt, skreyttan með silfur- sylgju, sem hann hafði fengið að láni af skóm, sem enginn notaði, en úr hinni sylgjunni hafði hann gert nælu handa Elvíru. Meira að segja Macollet gamli hafði klætt sig sérstaklega upp við þetta tækifæri. Þegar hann kom fyrst í ljós, þekkti enginn þennan mildilega, kvika, gamia mann með háan, kringlóttan bifurskinnshatt yfir hvítum lokkum púðurborinnar hárkoliu með knipplingakraga, blómskreytt vesti og tóbaksbrúnan jakka. — Við hjálpuðum honum að klæða sig, sögðu börnin. Það var erfitt að ímynda sér þvílíka athöfn í takmörkuðu rýminu í Indíánakofa veiðimannsins. En jafnvel þótt þetta jaðraði við kraftaverk, leyndi árangurinn sér ekki. Eloi fékk sér sæti undir fagnaðarlátum og að Jáunarhrópum Hann dreypti á hvátvíninu sinu með hálflukt augu og velti þvi fyrir sér hvað tíkin hún tengdadóttir hans hefði sagt, hefði hún séð hann svona skartklæddan mættan til hátíðahalda. Það sem sérlega vakti gleði þeirra í sambandi við klæðaburðinn var það, hve mikia natni og umhyggju þurfti til að gera þau svo menni- leg útlits. Og satt var það, að ef einhver hefði allt í einu komið yfir snjóinn þessa nótt, hefði hann staðnæmzt á þröskuldinum, þrumu lostinn af undrun yfir að sjá slíkan mannfagnað í miðjum skóginum. í allri þessari tónlist, birtu og söng, hlátri og glæsibrag hefði hann sjálfsagt álitið sig fórnarlamb álfasögu; að það sem fyrir augum bar væri yfirnáttúruleg sýn, sem myndi hverfa i fyrstu birtu dögunar- innar. Sem synir húsráðenda gengu Florimond og Cantor um beina og höfðu Yann sér til hjálpar, en hann, hafði verið þjónn sjóliðsforingja, áður en hann varð sjóræningi. — Gleymið því ekki að ég var borðþjónn við hirð Frakkakonungs, sagði Florimond og hélt bakkanum hátt á loft í sléttum lófanum. ævintýralíf hans hafði ekki þurrkað út alla þá leikni, sem hann hafði áunnið sér í nefndu starfi. Hann skar gæsina fimlega og svínakjöt- ið og stældi Monsieur Duchesne, og aðra háttsetta borðþjóna kon- ungsins, á meðan Þau töluðu um konunginn Eúðvík XIV., um Ver- sali og alla dýrðina þar, sem skemmti frönsku Kanadamönnunum meðal þeirra og hafði áhrif á Englendingana og Spánverjana Cantor hellti i drykkjarílátin. Fyrst fengu þau borðvín, síðan koniak og romm til að hjálpa til að melta þennan góða mat. Eftir til- breytingarlausan matinn fram til þessa var þetta svo sannarlega veizla Nú hugsaði enginn um daginn á morgun. Þá allt i einu tók Sam Holton til máls. Hann rifjaði upp þá daga, þegar hann var lítill drengur og átti heima i Saco Bay í Nýja-Emg- landi í grófhöggnum bjálkakofa. Hinn daglegi matur var rúgbrauð 50 VIKAN 31-tbl- og þorskur, en um jólin var drepinn gris og mamma Sams tók fram þurrkuð biáber. Svo var lagt af stað til samkunduhússins, eins og kirkjan var kölluð þar, um þrjátiu kílómetra veg i burtu og karl- mennirnir vopnaðir múskettum gengu i röðum sitt hvorum megin við börnin og konurnar. Þegar þau fóru framhjá húsum nágrannanna slógust fleiri og fleiri í hópinn og þannig var þrammað gegnum vetrarkaldan skóginn og sungnir sálmar á leiðini. Eitt árið, þegar þau voru aftur á leiðinni frá samkunduhúsinu réðist á þau hópur af Abernökum, sem drápu alla nema Sam, sem þá var tiu ára og hafði þegar í stað leitað hælis efst uppi í furutré. Að því loknu hafði hann haldið til Springfield og tennurnar glömruðu í munni hans alla leið. Síðan þá hafði engin jólahátíð verið honum minnisstæð, fyrr en sú sem hann naut nú í Wapassou. Þetta var í stuttu máli sagan, sem Sam Holton sagði þeim á svo íallegri frönsku. að hún var næstum ljóðræn. Þetta var gjöf hans til hópsins, sem hlustaði á hann í trúrækinni þögn og spenningi, þrátt fyrir dapurlegan enda sögunnar. Á eftir fannst öllum, að þeir hefðu orðið vitni að einu af þessum kraftaverkum, sem svo oft virðast gerast um jólaleytið. Eftir að sögumanni hafði verið þakkað og óskað til hamingju var farið að útbýta gjöfum, og þá var ærin ástæða til að sýna kátinu. Hver hafði tálgað öll þessi tréleikföng handa börnunum? Þarna var vindmyila handa Tómasi, spunakona handa Bartholomew og brúða með rauðar kinnar handa Hnnorine; skrokkur og útlimir gerðir úr strái og brúðan var klædd í silkikjól með litlum, rauðum hnútum. Angelique hafði séð Elvire dunda við að suma þennan kjól, en hvar hafði hún fundið silkið og t.vinnann? Angeiique brosti tii hcnnar og einnig til iistamannanna, sem höfðu sýnt svo mikla ieikni með útskurðarjárnin: Yann, Cantor og Eloi gamli. Með hjálp Florímonds höfðu þessir sömu menn einnig, að unpástungu Angelioue. tálpað tnflmannasett og gert taflborð úr viði i tveimur litum Þeir höfðu einnig kúluspil og kúlur og teninga og teningabox, svo ýmislegt var tii að dunda við um veturinn. En það var vmislegt annað óvænt, sem kom í ljós eins og töfra- staf væri veifað Konungurinn ungi og drottnimg hans hrópuðu upp nöfnín, sem Elvire eða Yann eða Jacues Vignot hvísluðu að þeim, en Florimond þe.vttist um til að afhenda öllum sínar gjafir. öll réttindi áskilin, Opera Mundi, Paris. — Framh í næsta blaði.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.