Vikan


Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 3
8. tölublað - 25. febrúar 1971 - 33. árgangur Vikan EFNISYFIRLIT GREINAR bls. A3 fljúga eins og fuglarnir 10 Agatha Christie stígur hlæjandi yfir líkin 12 Engiliinn blygðunarlausi, um ævi Lucrezia Borgia 20 Rétt fegrunarlyf geta gert kraftaverk, spjall um fegrun og snyrtingu eftir Ástu Hannes- dóttur 26 VIÐTÖL ÞaS kemur oft fyrir, að menn verða ást- fangnir af mér, rætt við Ingrid Bergman 8 SÖGUR Það var bara tennis, smásaga 16 Gullni pardusinn, framhaldssaga, 6. hluti 18 Gleymdu ef þú getur, framhaldssaga, 8. hluti 24 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Mig dreymdi 6 í fullri alvöru 7 Heyra má 28 Stjörnuspá 32 Myndasögur 35, 38 , 42 Krossgáta 49 í næstu viku 50 FORSÍÐAN ÁttræS og hefurskrifað 80 bækur Agatha Christie varð áttræð á síðastliðnu ári, og um leið kom út 80. bók henn- ar og var sízt lakari en hinar fyrri. 74 af bókum hennar hafa verið metsölu- bækur, eða allar nema sex þær fyrstu, sem voru ást- arsögur og féllu ekki al- menningi í geð. Við birt- um ítarlega grein um Agöthu á bls. 12. Ófríðar konur eru ekki til „Það eru ekki til ófríðar konur, aðeins konur, sem vita ekki hvernig þær eiga að verða fríðari,“ sagði franskur rithöfundur ein- hvern tíma. Og ráðið til að auka á fegurðina er auð- vitað að nota fegrunarlyf nútímans. Ásta Hannes- dóttir, snyrtisérfræðingur, segir frá andlitsförðun á bls, 26. Karlmenn elska hana Ingrid Bergman leyfir blaðamönnum sjaldan að eiga viðtal við sig. Þó gcrðist ]iað fyrir skemmstu, að sænskur blaðamaður fékk að spjalla við hana stundarkorn. Við birtum viðtalið á bls. 8 og fyrir- sögn þcss er: „Það kemur oft fyrir, að menn verða ástfangnir af mér.“ KÆRI LESANDI! Þrjár konur koma við sögu í þessu blaði, allar frœgar liver á sinn hátt. Fyrst skal frœga telja Agöthu Chiistie, sem er líklega bezti höf- undur sakamálasagna, sem uppi hefur verið fyrr og síðar. Flestir hafa lesið einhverjar af sögum hennar, en færri hafa lesið söguna um liana sjálfa. Það er einlcenni- legt, að þessi elskulega gæðakona skuli hafa glímt við morðgátur allt sitt líf. Og rílcidœmi hennar er slíkt, að afraJcstur af einu leikriti, sem hún gaf dóttursyni sínum, gerði hann umsvifalaust að milljóna- mœringi. — Lucrezia Borgia var uppi á Ítalíu 1480—1519. Hún er ein dularfyllsta Jcvenpersóna sög- unnar. Með fegurð sinni heillaði hún milcmn fjölda karlmanna, tryllti þá og afvegaleiddi. Frásögn- in um hana er af líkum toga og greinin um Gengiskan, sem birtist í nœstsíðasta blaði. — Þriðja heimsfræga Jconan er leikkonan Ingrid Bergman. Hún á orðið erfitt með að fá hlutverk við sitt hæfi í seinni tíð, en eitt af síðustu hlut- verkum Jiennar var í myndinni „Á göngu í vorregninu', sem var fram- haldssaga hér í Vikunni nýlega. Síðast en ekki sízt vildum við geta þess, að þetta tölublað Vik- unnar er litríkara en oftast áður, og stór hluti þess offsetprentaður. Vonandi á litadýrðin enn eftir að auJcast alveg á nœstunni. Eftir langvarandi hlýindi eins og á vordSgum byrjaSi allt í einu að snjóa. Menn urðu undrandi og mest af öllum veðurfræðingarnir, því að þeir höfðu ekki getað séð þessi ósköp fyrir. Þykkt, hvitt teppi lagðist yfir höfuðborgina á örskömmum tima. Stemningsmyndina á forsið- unni tók Ijósmyndari Vikunnar, Egill SigurSsson, í þessum fyrsta snjó vetrarins. VIKAN Útgefandi: HUmlr hf. Rltstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteiknlng: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjórar: Slgriður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Rltstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 38. Slmar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 18 tölu- blöð ársfjórðungslega, 1100 kr. fyrir 26 blöð mlss- erislega. Áskriftargjáldið greiðist fyrirfram. Gjald- dagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. »• tbL VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.