Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 27
lAndlitsböð eru gagnleg
og í þeim felst heilsusam-
leg hressing. Þau hréinsa
iiúðina, auka blóðstreymi
um andlitið, bæta húð-
kirtlastarfsemina, róa taug-
arnar og styrkja andlits-
vöðva, svo að þeir fá meiri
teygjanleik. Um leið eru
húðgallar lagfærðir og kom-
ið í veg fyrir, að aldursein-
kenni myndist.
Öll fegrun og snyrting
miðar að því að hjálpa kon-
unni að viðhalda útliti sínu
og auka um leið sjálfstraust
hennar.
Hér á eftir verður leitazt
við að lýsa lauslega, hvern-
ig andlitsförðun fer fram.
Alltaf er einhver breyting
frá ári til árs, þó svo að við
verðum að kunna að velja
og hafna og fara eftir því,
sem klæðir okkur bezt.
Undirbúningur undir
Make-up
Áður en andlitsförðun
eða make-up er sett á, þarf
að vera búið að hreinsa
andlitið með viðeigandi efn-
um og plokka augabrúnir.
Hafa skal í huga, að aldrei
má leggja farða á óhreina
húð, og mjög hressandi er
að leggja maska á húðina á
undan og hvilast vel um
stund. Það sléttir og af-
þreytir húðina og alla and-
litsdrætti, og augun eiga þá
helzt að fá augnvatns-
bakstra um leið.
Þá er sett á andlitsvatn
og síðan rakakrem. Ef um
eldt-i konur er að ræða, er
ágætt að setja á hrukku-
krem, sem strekkir húðina
undir farðann og síðan
rakakrem.
Andlitsvötn, eða sldn ton-
ic, fresheners og astringent,
hressa og hreinsa burt eft-
irstöðvar af fitu; draga
saman, auk þess sem þau
búa húðina undir haldbetra
make-up.
Framhald á bls. 30.
8. tbi. VIKAN 27