Vikan


Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 6

Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 6
f fyrsta sinn á íslandi: STRING HILLUSAMSTÆÐURNAR sem fóru eins og eldur í sinu og slógu í gegn í flestum Evrópulöndum á síðustu árum Einfalt, nútímalegt, ódýrt og splunkunýtt Píra - umboðið HÚS OG SKIP á horni Nóatúns og Hátúns Sími 21830 V.______________________________J cfreýmdi Gullhringar Kæri Draumráðandi! Mig langar til aS fá ráðinn draum sem mig dreymdi á milli jóla og nýárs. Mér fannst ég ganga í gegnum frystihús. Þegar ég kem inn sé ég mann sem ég þekki. Hann heitir A. Ég geng inn og fannst mér ég vera að komast út úr frystihúsinu þegar ég finn breiðan giftingar- hring og fannst mér eins og ein- hver hefði verið með hann, því hann var mattur. Ég tek hringinn og skoða hann, leita að nafni eða stöfum, en finn ekkert. Síðan geng ég inn í einhverja stofnun eða skóla og er að ná í einhverskonar skjal. Á þv( stóð 6,7, en síðan vaknaði ég. Nú bið ég þig, kæri draumráð- andi, að ráða þennan draum eins fljótt og þú getur. Settu ekki nafn- ið mitt undir, heldur Skólastelpa. Eftir alls ekki langan tíma átt þú eftir að lenda í litlu og saklausu ástarævintýri sem þú munt hafa gaman af. En það er ekki aSalat- riSi þessa draums, heldur þaS aS þú munt hljóta heiSur mikinn áSur en langt um'varlr. Draumur á nýársnótt Kæri Draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig þennan draum, því mér finnst hann dálítið sérstæður. Sér- staklega er það þó fyrriparturinn, en mig dreymir þetta ánýársnótt. Ég vona að þú svarir þessu: Mér fannst ég vera ein heima með litla dóttur mína. Mér varð litið út um gluggann og sá ég þá að mikill snjór var úti, svo háir skaflar voru. Ég sá að 12 hestar gengu frá húsinu í sporaslóð. Voru þeir af ýmsum litum, Ijósir eða dökkir, en allir lubbalegir eins og útigangshross eru á vetrum. Þá sá ég hest koma frá götunni á harða- hlaupum. Hann var mjög fallegur, glansandi og kolsvartur. Hann hvarf á bak við húsið þar sem úti- dyrnar eru og þá fór ég út. Sá ég þá hvar hann barðist við gamlan og kafloðinn hest, svartan. Bardag- inn var mjög grimmur og endaði með þvf að sá gamli hrökklaðist frá, haltur og illa farinn. Fallegi hesturinn sneri sér nú að mér, en ég flýtti mér inn og ætlaði að skella í lás, en snjórinn var þá svo mikill í dyrafalsinu, að ég gat það ekki. Ég varð mjög hrædd, tók dóttur mína og hljóp fram í þvotta- hús og ætlaði að læsa þar að mér en þar endurtók sig sama sagan, mér var ómögulegt að loka og heyrði að hesturinn var nú kominn inn í húsið og stóð hinum megin við dyrnar. Mér fannst nú allt í einu að hundur sem ég átti í fyrra væri kominn til mín og var hann mjög vinalegur. Ég þaut upp stiga sem er ( þvottahúsinu og upp á háaloft. Þar fannst mér vera mikið af drasli; gömul föt, blaðadrasl og fleira. Meira man ég ekki af draumin- um, nema að við sátum þarna öll þrjú, litla stúlkan, hundurinn og ég. Ég vona að þú getir ráðið þetta fyrir mig. Með fyrirfram þökk. HHH Akranesi. Þetta var nú einn athyglisverð- asti draumur sem okkur hefur bor- izt í langan tíma, og viljum viS því gera okkar bezta til aS ráSa hann á sem nákvæmastan hátt. Eins og þú hefur sjálfsagt getiS þér til sjálf, þá boðar hann — aS öllum líkindum — komandi ár og þínar eigin gerSir á því. í heild verSur þér þaS gæfuríkt og á margan hátt verSur þú hamingju- samari í ár en mörg undanfarin ár. En fátt er svo gott aS ekki fylgi einhver böggull skammrifi. Þú munt verSa fyrir einhverjum árás- um, baktali og eftir því sem þessi draumur segir okkur átt þú eftir aS bregSast rangt viS. Þú reynir aS útiloka þig frá baktalinu og um- talinu — sem verður fyrir einhverja ókennilega orsök — viS þaS magn- ast umtaliS og þig svíSur sárar. En þú munt, á þessu ári, eignast trygga vini sem verSa þér aS miklu liSi. Þá er eitt sem viS teljum að sé einnig mögulegt: ^BaktaliS snýst ekki um þig, heldur einhvern mjög nákominn þér, en í svona tilfelli er ekkert hægt aS ráSleggja. Or- lög sín fær enginn umflúiS. 6 VIKAN 8- tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.