Vikan


Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 16
ÞAÐVAR BARATENNIS Smásaga eftir William Hoffman. — Það var ekki kalt, en ég setti hendurnar í vasana og dró upp axlirnar eins og ég fengi kaldan vindinn í bakið... — Ég vildi bara að þú kallaðir mig ekki Eggið, sagSi Jason Gosliorn, þar seín hann sat á divaninum mínum. Við höfðum liitzt í bankanum og bann bóf, upp úr því, að heimsækja mig á kvöldin. Hann var ógiftur, um það bil 25 ára, með kringluleitt og fölt andlit og var ósköp venjulegur í vextinum. Fallega hárið hans var nærri því heiðgult. — Fyrirgefðu, sagði ég og teygði mig eftir bindi. Ég vissi ekki að hann væri á móti þessu nafni. Við höfðum farið að kalla hann þetta í skólanum, vegna yfirbragðs hans, sem var óvenjulega slétt og fellt. — Það gæti valdið mér vandræðum, nú þegar ég er orðinn heimsmaður, sagði hann. Hann brosti ekki. Ég hafði ekki þekkt hann vel í háskólanum; hann hafði einungis verið meðlimur nokkurra klúbba sem ég var lika i. Hann átti enga nána vini og var mjög sjaldan með stúlkum. — Kannske er hann einmana, sagði Margot síðar um kvöldið. Við sátum yfir mat í litlu veitingahúsi sem við stunduðum til að spara: þar var ódýrara en annars stað- ar. Margot var brúnhærð og brúneygð. Varir liennar voru rauðar og andlitið fölt. Heldur var liún alvarleg. — Já, hann er örugglega einmana, sagði ég. Þegar ég hafði farið að heiman hafði hann verið mér samferða. Ég vorkenndi honum er ég keyrði í burtu. Hann stóð á gangstéttarbrúninni og horfði á eftir mér, með hendur í vösum og axlirnar dregnar upp. — Ég gæti sennilega fundið stúlku handa honum, sagði Margot og hvessti brýrnar. Hún vann í leðurvörudeild- inni í Hanson magasíninu og þekkti margar hnellnar tát- ur. Það var í rauninni einkennilegt hvernig við höfðum breytzt. Bæði komum við til London frá smáborgum i norðurhluta landsins og höfðum dregizt saman. Við áttum það sameiginlegt að vera í vöm gegn umhverfinu. Svo komumst við að þvi að við vorum bæði góðir vinnukraft- ar og ákváðum að halda hópinn. Framagirni beggja hélt i ókkur kappinu. — Nci, það myndi ekki ganga, svaraði ég Margot. — Hann myndi bvrja á því að segja henni hve mikill heims- maður hann væri. Við fórum í bíó og heim til mín á eftir. Ég bjó á góðum stað þó ibúðin væri lítil og útsýnið væri yfir í bakgarð- inn. Margot hafði hjálpað mér að flikka upp á útlitið á íbúðinni. Við vorum sífellt að ræða hjónaband — á ákaf- lega praktiskan hátt. Ég var ekki með mjög gott kaup, en ég hafði verið efstur í prófinu sem fyrirtækið lagði fyrir nýju starfsmennina. Margot líkaði sin vinna og ætl- aði að halda áfram að vinna eftir að við vorum gift. Við sátum og töluðum saman. Margot hafði farið úr skónum og var með fæturna á borðinu. Hún var með granna fótleggi og fallega og kvenlegá ökkla. Skyndilega hringdi dyrabjallan og Margot skellti. fótunum niður á gólf. Klukkan var hálf tólf. Ég opnaði og þar stóð Eggið með poka, fullan af bjór- flöskum í fanginu. Hann gekk beint inn. — Ég vissi ekki að þú værir með gesti, sagði hann. Hann starði á Margot og ég kynnti þau. — Ég hef heyrt þín getið, sagði Margot og brosti. Hún var góðhjarta og vorkenndi honum. — En ég hef séð þig, sagði hann. — Hjá Hanson. — Já, líttu við og segðu „halló“ næst þegar þú átt leið hjá. — Ég sagði halló siðast en þú lézt sem þú heyrðir það ekki. Ég leit á úrið, síðan á Margot og fór fram til að ná í kápuna hennar. Hún stóð upp, vandræðaleg. — En við erum ekki búin að fá okkur bjór saman, mót- mælti Eggið. Hann bar töskuna hennar niður að bílnum með okkur. Framhald á bls. 44 16 VIKAN »■ tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.