Vikan


Vikan - 27.05.1971, Síða 8

Vikan - 27.05.1971, Síða 8
Um það bil tveir tugir manna þokuðu sér hægt inn kirkjugöngin í áttina að altarinu. Sumir voru óstöðugir á fótunum, og einn gekk við hækjur. Presturinn dýfði þum- alfingri í „fingurbjörg“ sem í var olía úr olíuviði. Hann gekk fram fyrir manneskjurnar, sem kropið höfðu á kné, gerði kross- mark á hvert enni og mælti um leið: „Ég smyr þig með olíu í nafni föðursins, sonarins og heilags anda. Ég bið um miskunn frelsarans Jesú Krists, bið að þjáning og sjúkdómur líkamans megi víkja fyrir blessaðri heil- brigði.“ Hér var ekki um að ræða frumstæða timburkirkju við af- skekktan veg eða prédikunar- tjald. Þetta gerðist í kapellu biskupakirkjunnar í hinum rík- mannlega austurhluta New York-borgar. Og maðurinn, sem framkvæmdi þessa lækninga- guðsþjónustu, var mikilsvirtur klerkur af gamla skólanum. Meðal þeirra sjúklinga, sem hann hefur smurt, eru víð- þekktur leikari frá Hollywood, stálframleiðandi, kona fjár- málamanns í Wall Street, for- maður góðgerðastofnunar einn- ar og ungur listamaður. Þetta fólk kom ekki fyrir forvitnis- sakir. Það var að leita eftir lækningu við sjúkleika sínum. Og þessi kirkja er ekki ein- asta dæmið um þessa starfsemi. Kirkjur í þrjátíu stórum borg- um halda reglulega sérstakar lækningamessur til viðbótar sinni venjulegu starfsemi. Skýrsla, er kirkjumálastjórn- in hefur gert, sýnir að af 460 þekktum mótmælendaprestum flytja 142 reglulega lækninga- bænir, og eru þeir sannfærðir um, að þessar bænir eigi oft stóran þátt í bata sjúklinganna. Bandaríska læknafélagið við- urkennir ekki, að þessar lækn- ingar eigi sér stað. Batinn sé ýmist fenginn með öðru móti eða að siúkdómurinn sé í sum- um tilfellum ýktur, ellegar ekki rétt greindur. En sumir mikils- virtir læknar eru alls ekki sam- mála læknafélaginu í þessu. Yf- irlæknir geðsjúkdómadeildar Roosevelt-sjúkrahússins í New York-fylki, var nýlega spurður eftirfarandi spurningar: „Haldið þér, að til sé einhver hulinn lækningamáttur?“ Læknirinn svaraði: HVAD ERII HUGLÆKNINGAR? Huglækningar vekja fleiri spurningar en hægt er aS svara. Sumt í sambandi við þær byggist ugglaust á hjátrú eða oftrú. Hins vegar eru nú margirfrægir vísindamenn orðnir sannfærðir um, að huglækningar eru síður en svo eintóm vitleysa. í þessu spjalli um huglækningar, sem byggt er að að mestu á nýlegri grein eftir bandarísku hjónin John og June Robb- ins, segir meðal annars frá vísindalegri rannsókn á huglækningum og þeim niðurstöðum, sem hún leiddi til. „Ég held, að hægt sé að svara þessu eindregið játandi." En allir mun uviðurkenna, að ekki sé auðvelt að færa full- ar sönnur á þessar lækningar. Auk hinna kirkjulegu lækni- inga fást einnig leikmenn við huglækningar, því að til er fólk, er hefur bersýnilega yf- ir lækningamætti að ráða, — mætti, sem það hvorki getur haft st.jórn á eða skilið. Oft er fólk þetta fremur kvíðandi en hreykið af þessum hæfileika og forðast að láta mikið á sér bera. Meðal þessara leikmanna er Ambrose Worrall, verkfræðing- ur hjá flugvélaverksmiðjunum í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann uppgötvaði dulargáfu sína, á meðan hann stundaði háskólanám. Hann segir: „Ég átti systur, sem hét Bar- bara, og var hún yngri en ég. Einu sinni datt hún illa, og hakan á henni rakst á borð. Þetta var mjög alvarlegt slys, því að hún varð máttlaus í háls- inum eða gat að minnsta kosti ekki hreyft hann. Ýmsir sér- fræðingar voru til kvaddir, en það bar ekki árangur. Næstum mánuði eftir slysið sat ég í dag- stofunni og var að lesa og Bar- bara sat nálægt mér. Skyndi- leea fékk ég einkennilega til- kenningu í handleggina. Það var eins og þeir væru allt í einu orðnir blýþungir. Ég gat ekki haldið þeim uppi og varð að láta þá falla niður í kiöltu mér og slenoa dagblaðinu. Fyrst varð ég hræddur, en svo fannst mér sem eitthvað afl hið 'nnra með mér vildi knýia mig til að standa upp og leggia hendurnar á háls systur minn- ar. Ég varð að láta undan þessu pfli. og um leið og ég snerti Barböru, sneri hún höfðinu, leit upp til mín og brosti. Lömunin hvarf á einu andar- taki. Ég reyndi ekki að leita mér skvringar á þessu, en mér varð fliótlega Ijóst, að í hvert skipti sem ég fann þungann koma yf- ir handleggina á mér, gat ég ýmist framkallað lækningu á sjúklingum eða dregið mjög úr vanlíðan þeirra“. Fyrir nokkrum árum var Worrall beðinn að hjálpa ungl- ingi, sem hafði lamazt í bíl- slysi. Sérfræðingar höfðu kveð- ið upp þann dóm, að stúlkan mundi aldrei framar geta geng- ið. Læknir stúlkunnar kvaðst 8 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.