Vikan


Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 20

Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 20
Ómar Valdimarsson heyra má bó læ lægra láti BASSALEIKAIRINN SKIPI IR MIG MESTU MÁLI Ölafur Garðarsson, trommuleikari Náttúru, lætur rekja úr sér garnirnar á gönguferð um bæinn, á stefnumóti við „elskuna sína“ og yfir kaffibolla heima hjá sár. Ólafur Garðarsson er orðinn þungur aftur. Ekki er þar með sagt að hann ruggi í spiki eða svoleiðis nokkuð, heldur virð- ist sem hann hafi náð aftur þeim þunga áslætti sem hann hafði þegar hann var trommu- leikari með Óðmönnum og Til- veru. Svo fór hann í Trúbrot og virtist hanga í lausu lofti allan tímann, varð slappur og lítt sannfærandi hljóðfæraleik- ari um tíma. Hann viðurkennir það sjálfur: „Okkur fannst við alltaf vera að hjakka í sama en samt ákveðinn. Svo þegar ég kom yfir í Trú- brot og fór að spila með Rúnari, þá fann ég þetta ekki. Rúnar er góður bassaleikari, en hann er miklu settari og fínni og ein- hvernveginn fannst mér ekki gott að spila með honum.“ „Rúnar hefur sagt það sama um þig,“ sagði ég. „Já, við gerðum okkur alltaf grein fyrir þessu og það fannst mér einna bezt við Trúbrot, að þar réði hreinskilnin ríkjum og allt var rætt. Ef eitthvað kom Þessi mynd er um það bil 8 ára gömul og sýnir hljómsveitina TEMPO eins og hún var í upp- hafi. Frá vinstri: Þorgeir, Guðni, Halldór (nú í Þremur á palli og leikari í Hárinu), Davíð og Ólafur Garðarsson! farinu,“ sagði hann þegar við gengum saman um austurbæ- inn einn góðviðrisdag í síðasta mánuði. „En aðalatriðið er, að fyrir mig skiptir mestu máli að vera með bassaleikara sem ég finn mig í að spila með. í Óð- mönnum var það til dæmis þannig að ég gat alltaf verið að elta Jóhann, hann var sífellt að reyna eitthvað nýtt og gera hluti sem mér þótti gaman að glíma við að ná. Þannig tókst mér að vera þungur og leitandi, 20 VIKAN 21. TBL. Náttúra eins og hún er í dag: Pétur Kristjánsson, Sigurður Rún- ar Jónsson, Björgvin Gíslason, Ól- afur Garðarsson og Sigurður Arnason. upp, settumst við niður augliti til auglitis og ræddum það.“ „En hvernig stóð á því að þú fórst í Trúbrot?“ „Eg held að alla í bransanum langi til að spila með þeim Gunnari Þórðar og Rúnari, og það er akkúrat ástæðan fyrir Framhald, á bls. 43. Ólafur Garðarsson, einn okkar snjallasti og skemmtilegasti trommuleikari.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.