Vikan


Vikan - 27.05.1971, Blaðsíða 28

Vikan - 27.05.1971, Blaðsíða 28
Réttir iii* m|ólk Mjólk hefur skipað háan sess hérlendis í mats- eldinni. Það er mikið eldað úr mjólkinni, s. s. ýmiss konar spónamatur. Erlendis eru húsmæður verðlaunaðar fyrir að koma með nýja retti úr mjólk og mjólkurvörum. Hér fara á eftir verð- launaréttir frá norskum húsmæðrum, og væri skemmtilegt að reyna nokkra þeirra. SAGÖKREM 1 Itr mjólk 1 dl sagógrjón 2 eggjarauður V2 dl sykur 3— 4 möndludropar 2 eggjahvítur Suðan látin koma upp á mjólk- inni. Sagógrjónunum stráð út á og sjóðið í graut. Eggjarauður og sykur þeytt vel. Hellið sam- an við grautinn sem síðan er aftur settur á hita til að þykkna. Hrærið í allan tímann. Kælið grautinn alveg. Rétt áður en borið er fram eru stífþeyttar eggjahvíturnar skornar í, þannig að ábætisrétturinn verður eins og kremkenndur. Berið fram í ábætisskálum með rifnu súkku- laði eða berið fram í glerskál með frosnum eða niðursoðnum jarðarberjum. SKYRÁBÆTIR V4 Itr úthrært skyr V4 Itr rjómi 4— 5 msk. sykur 2 tsk. vanillusykur 1 dl rúsínur V2 dl gróft saxaðar möndlur Stífþeytið rjómann með sykrin- um. Skyrinu bætt útí og bland- að vel saman. Því næst er rús- ínum bætt í, möndlum og van- illusykri. Látið bíða I ca. 3—4 tíma þannig að rúsínur og möndlur hafi náð að gefa gott bragð. SÚRMJÖLKUR- ÁBÆTIR % Itr súrmjólk ca. 70 gr sykur 2 eggjarauður örl. sítrónusafi % Itr rjómi 50 gr möndlur e. t. v. jarðarber Eggjarauður og sykur þeytt mjög vel. Bragðað til með ör- litlum sítrónusafa. Kaldri súr- mjólkinni hrært smátt og smátt útí. Sett í kæliskáp og borið fram með þeyttum rjóma, skreytt með möndlum og niðursoðnum jarðarberjum. DIPLOMATAÁBÆTIR V2 Itr mjólk 7 bl. matarlím 150 gr sykur 50—100 gr súkkat 50—100 gr rúsínur V4 Itr rjómi 1 dl romm (eða rommessens) Látið suðuna koma upp á mjólkinni, sykrinum og rúsínun- um. Súkkatið skorið í litla bita og sett útf mjólkina. Matarlímið sem áður hefur legið í bleyti í köldu vatni er sett útí heita mjólkina og látið leysast þar upp. Að síðustu er stífþeyttum rjómanum og romminu bætt útí. Skolið form úr köldu vatni og setjið ábætinn í formið. Síðan er forminu hvolft þegar ábætir- inn er orðinn stífur. ÖMMUPARTAR 1 V4 kg hveiti 250 gr sykur 1 tsk. kardemommur (eða kan- e 11) 2V2 tsk. hjartarsalt V2 Itr súrmjólk 125 gr smjörlíki Smjörlíkið brætt. Hveiti, sykri, kardemommum, hjartarsalti og súrmjólk bætt í. Hnoðið allt saman. Fletjið út í ca. V2 cm þykka köku og skerið út í stóra parta, t. d. 5x9 cm. Bakið við ca. 200° í um það bil 15-20 mínútur. Kvíarkökur. SÚRMJÖLKUR- HRINGIR 500 gr smjörlíki 500 gr hveiti 2 dl súrmjólk Smjörlíkið mulið í hveitið. — Blandið síðan mjólkinni saman við. Hnoðið saman og látið bíða á köldum stað. Fletjið ekki of þunnt út, og takið út eins og hringi (líkt og kleinuhringir). — Penslið með eggjahvítu og strá- ið sykri yfir. Bakið Ijósbrúna. Geymast mjög vei. KVÍARKÖKUR V2 Itr mjólk 1 tsk. salt V2 tsk. natron 250 gr hveiti Öllu hrært saman. Steikt á pönnu og kökurnar hafðar á stærð við undirskál. Steikt á báðum hliðum. Síðan má smyrja þær með smjöri eða strá á þær sykri. DOKTORSSÚPA 1 Itr mjólk 2 egg 1 msk. sykur 1 msk. kartöflumjöl 1 tsk. vanillusykur Egg, sykur, vanillusykur og kart- öflumjöl hrært saman í skál. Sjóðandi mjólkinni hrært smátt og smátt útí. Hrærið vel í allan tímann. Berið fram með jarðar- berja- eða hindberjamauki á hverjum diski. ÍR KÍMIICSKA UJIIHSIM EGG Á KÍNVERSKA VÍSU Þennan rétt tekur um það bil 5 mínútur að útbúa en 3 tíma að sjóða og V2 til 1 klst. að kæla. Kínversk egg má bera fram heit eða köld en flysjið þau rétt áður en þau eru bor- in fram. 6 egg 1 msk. kínverskt te V4 msk. salt Hýði af 1 mandarínu eða V4 appelsínu Eggin sett í pott með svo miklu vatni að það aðeins fljóti yfir. Sjóðið í 1 klst. Köldu vatni hellt yfir eggin og þau látin kólna. Brjótið skurnið á eggjun- um en takið það ekki af. Eggin sett aftur í pottinn og nýju vatni hellt á. Suðan látin koma upp og bætið -teinu á, salti og appelsínuhýði. Sjóðið í 2 tíma við vægan hita. Setjið pottinn til hliðar og látið eggin vera f vatninu þar til þau eru borin fram. eldhús vikunnar 28 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.