Vikan


Vikan - 27.05.1971, Side 45

Vikan - 27.05.1971, Side 45
I Notið INNOXA Sérfræðingar hjá JNNOXA eru sífellt að leita að nýjungum, sem gætu aukið sjálfstraust og vellíðan allra kvenna. Þetta hefur ávallt sett INNOXA vörur feti framar í gæðum. Ein þessara nýjunga er AMALENE. Amalene er jurtaefni, — sérstakt rakaefni fyrir húðina. Amalene er aðeins í INNOXA vörum. Það er ekki éinungis Amalene, sem gerir INNOXA snyrtivörur eftirsóknarverðar. INNOXA er gætt þeim eiginleikum, að konur sem nota INNOXA njóta lífsins. Betri meðmæli eru ekki til. Clean Face: Krem í stað sápu. Tender touch: Græðandi næringarkrem. Tissue Cream: Kælandi krem fyrir þurra húð. Skin Balm: Varnarkrem gegn veðri og vindum. One & All: Mýkjandi handáburður. Kynnist úrvalinu hjá INNOXA. INNOXA Eykur yndisþokkann. ekki betur, en sé einstæS iH sinni röð. Richard Wiinch, for-1 stjóri stöðvarinnar og kynnir- inn, rússnesk-austuríska söng- og skemmtistjarnan Sonja Michael senda út skemmtiefni á sérstakri rás tvisvar á dag. Þar er rætt við áhugaverða menn í áhöfninni og farþega. Talað um skemmtidagskrá dagsins og fluttar fréttir og tilkynningar. Á kvöldin er einnig sýnd sjónvarpskvik- mynd. Þessi sjónvarpsstöð er tengd sjónvarpstækjum þeim, sem eru í hverjum farþega- klefa. Og svo skulum við að lok- um minna á Hansa-leikhúsið, sem er kvikmyndahús með leiksviði, sem getur rúmað 290 manns í sæti. Það er notað til margs. Fyrir hádegi er 400 manna áhöfn tilkynnt þar um dagsverkin — m. a. fer yfir- brytinn Gunther Stein yfir 200 rétti matseðilsins með 52 mat- sveinum skipsins. Eftir matinn er sýnd kvik- mynd. Við horfðum t. d. á Don Camillo og Easy Rider, meðan við vorum um borð. Á kvöld- in er þar skemmtidagskrá, hljómleikar o. s. frv. Á meðan við vorum um borð kom m. a. Peter Kreuder fram með sín þekktu og velmetnu píanóverk og Marvelli, töframaðurinn þekkti lék á okkur með listum sínum. Hver einasti salur er búinn smekkvíslega. Teppin eru þykk, veggirnir fagurlega skreyttir, sætin þægileg — allt bendir frekar á Hilton-hótel en skip, svo að við liggur að maður gleymi því, hvar verið er. Manner, prófessor og arkitekt frá Múnchen sá um þessa áhrifaríku skreytingu. Á útiþilförunum er mikið af mjúkum, skrautlegum þilfars- stólum, en þar er einnig unnt að fara í þilfarsleiki og íþrótt- ir. Það er til æfingarbraut fyr- ir golfleikara og þeir, sem eru áhugamenn um skotkeppni geta æft sig á afturþilfarinu daglega. Ef einhver hefur áhuga er séð um skák- bridge- og spila- keppni og margir hafa áhuga á Bingo-spilinu, þar sem há peningaverðlaun eru í boði. Það þarf enginn heldur að sakna morgunblaðsins. Á hverj- um morgni fá farþegar ný- prentað eintak af Hamburger Abendblatt og þar er hægt að fá nýjustu alþjóðlegar fréttir auk — svona svo að fólk viti, hvað því líður vel — veður- frétta í Mið-Evrópu. Blaðið les maður svo rólega, þangað til að morgunmaturinn kemur. Hann er nefnilega borinn inn í klefana, eða snæddur í veit- ingahúsum, já eða við sund- laugina á Lido-þilfarinu. í morgunsárið borða menn ný- bakað brauð með alls konar áleggi og nokkra heita rétti. Það veitir ekki af að bæta á sig! Sagt er að hafloftið verki örvandi á matarlystina og sannleikurinn er sá, að klukk- an hálfellefu fá þeir hungruðu á þilfarinu heitt kjötseyði og snittur. Hádegisverðinn er bæði hægt að snæða á veitingahús- unum og í snarlstofunni við sundlaugina og ef menn fara eftir matseðlinum fá þeir svona fjögurra eða fimm rétta fyrsta flokks máltíð. En þá er líka sárasta sultinum svalað og kl. 4 kemur kaffið með alls konar þurrum, blautum og rjómaskreyttum kökum. Þetta er svona rétt til að minna okkur á kvöldverðinn, þar sem humar og kavíar eru hversdagsréttir, og því neitum við þriðja bitanum af rjóma- tertunni. Eða er það kannski áhyggjurnar, sem leita á okk- ur, þegar við stígum á vogina? Ekki má heldur gleyma þeim mildu, en samt hitaeininga- ríku drykkjum, sem renna of- an í innyfli okkar við alls kon- ar tækifæri. Ef farþegi á af- mæli, meðan á ferðalaginu stendur, fær hann ekki að halda upp á það einn. Hátíðar- höldin hefjast kvöldið áður, rétt um það bil sem miðnætti nálgast. Þeir listamannanna, sem eru nálægir hópast saman og á mínútunni tólf syngja þeir „Hann á afmæli í dag“. Afmælisbarnið verður þess svo vart afmælisdaginn sjálfan, að helft allra um borð hafa ein- hvern veginn komizt að þessu og honum er óskað til ham- ingju á báða bóga. Við hádeg- isverðinn eru leikin þjóðlög frá heimalandi hans og bryt- inn kemur með risastóra af- mælistertu, þar sem afmælis- óskir eru skrifaðar með súkku- laðistöfum. Auk þess kemur vitanlega ískalt, freyðandi kampavín . . . Síðast en ekki sízt er kalda borðið kl. II um kvöld. Síld, rækjur, steik og kalkúni valda því, að maður verður einhvern veginn ósjálfrátt glorhungrað- ur aftur! Já, það er gnótt boða, dans- leikja og skemmtikvölda. Það var strax gripið tækifærið til 21.TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.