Vikan


Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 36

Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 36
legði handleggina utan um hann? Tvisvar rétti hún hönd- ina í áttina að hendi hans og vonaði, að þaer snertust af til- viljun í myrkrinu og hann myndi grípa um hennar og halda henni. Líkami hennar sárþráði snertingu hans — þráði — þráði — þráði, en ekkert skeði. Þau gengu þegj- andi það, sem eftir var. Þegar þau komu að húsinu, tók Kevin klaufalega í hönd hennar. „Góða nótt, Abbie," !sagði hann. ,,Ég man ekki eft- jir að hafa skemmt mér eins vel og i kvöld.“ Snerting hand- ar hans olli henni ekki von- brigðum. Hún varð til þess, að allur líkami hennar svaraði og krafðist, æpti á meira. Seinna, þegar hún fór að sofa hélt hún hendinni — hendinni, sem hann hafði snert — við kinn sér alla nóttina. Roland Walker heimsótti hana þrisvar í ágúst og Ed Wilkins tvisvar. Sunnudags- síðdegi nokkurt kgmu þeir báðir næstum samtímis og án þess að hafa tilkynnt komu sína. Hún vissi varla, hvað hún átti að segja eða gera og brá á það ráð að gefa þeim ískald- an ávaxtadrykk og kirsuberja- köku úti á dyrapallinum. Þeir virtust afbrýðisamir hvor út í annan og Kevin. Eftir að hafa talað um allt og ekkert í þrjá klukkutíma, fóru þeir báðir samtimis og voru báðir greini- lega tregir til að skilja hana eftir hjá kaupamanninum. Þannig liðu sumardagarnir og sumarnæturnir, eltandi hvert annað eins og hamingju- söm og áhyggjulaus börn, sem leika sér í _ rökkrinu. Abbie dreymdi dásamlfega drauma og Kevirj var í þeim flestum. Hún safnaði dálitlum holdum hér og þar, og líkami hennar virt- ist varpa af sér hverju árinu af öðru, þangað til hún leit út eins og rúmlega tvítug. Hárið, kinnarnar og varirnar tóku á sig dýpri og fyllri lit. En í lík- ama sínum fann hún til tóm- leika, hann var sem botnlaus brunnur óútskýranlegrar, nag- andi löngunar, sem gerði hana eirðarlausa. Ellefu dagar voru liðnir af september, þegar maðurinn, sem Abbie gat ekki kallað annað en flæking, kom niður eftir rykugum veginum og staðnæmdist til að tala við Kevin. Mennirnir tveir sátu á girðingunni, töluðu, hlógu og pötuðu með höndunum í um það bil stundarfjórðung, áður en flækingurinn tók upp fá- tæklega litla böggulinn sinn og hélt áfram leiðar sinnar. Hún sá Kevin horfa hugs- andi á eftir ókunna mannin- um, unz hann hvarf bak við hæðina. Hann tók upp öxina og horfði síðan aftur eftir veg- inum. Hann fór að blístra, en Abbie virtist það lagleysa. Brátt gafst hann upp við tón- listariðkun sína það síðdegið og byrjaði af ofsa miklum að höggva brenni. Næstu viku virtist Kevin næstum vera utan við sig. Tvisvar sinnum, þegar hún ráðgerði fjörlega um vorupp- skeruna, tók hún eftir því að hann opnaði munninn til að malda í móinn, en hætti síðan við að láta í ljósi hugsanir sín- ar. Blístur og söngur barst æ sjaldnar frá hjarta hans og hálsi næstu daga, þangað til sönglindir hans þornuðu upp eins og snemmær sumarlind, urðu að engu, breyttust í þunga og óþægilega þögn. Abbie fann, að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Hún var samt sem áður nokk- urn veginn viss um, að það var ekkert, sem hún hafði gert og lét þetta gott heita sem ,,karþnannaduttlunga“ eins og hún mundi eftir þeim hjá föð- ur sínum og bróður. I byrjun október var loks öll uppskeran komin í hús. Gengið hafði verið frá síðustu litskrúðugu ávöxtunum, og niðursuðukrúsirnar stóðu í löngum röðum í hillunum eins og hermenn á göngu. Kevin málaði húsið, hressti upp á gluggahlerana með gulu og grænu og skellti rauðum lit á hlöðuna. Síðan sagði hann for- málalaust og án þess að líta á hana: „Jæja, ungfrú Abbie, nú er uppskerunni lokið, og ég hef dyttað að húsunum. Nú held ég, að bezt sé fyrir mig að fara að búast til brottfarar.“ Diskur skall í vaskinn, og hún greip andann á lofti. Henni fannst hún vera að detta, þyrl- ast inn i hringiðu óminnisins. Hún heyrði sína eigin hásu rödd: „Til brottfarar? Nú, enn eru hér heilmörg verk að vinna. Ég ræð ekki við þau öll sjálf.“ Svo fann hún til hræðslunnar, þegar lostið var liðið hjá og rödd hennar var ákveðin, skræk: „Ég réði þig ekki bara til sumarstarfanna, það veiztu. Mig vantaði ein- hvern til að vinna erfiðisverk- in hér á bænum. Nú“ — hún tafsaði á orðunum — „ef ég hefði vitað, að þú ætlaðir að- eins að vera í tvo mánuði, hefði ég alls ekki ráðið þig. Búið þarfnast þín, skilurðu það ekki?“ Kevin kinkaði kolli dapur og leit enn ekki framan i bana. Svo sagði hann hægt: „Allt í lagi, ungfrú Abbie. Ég skal vera eins lengi og mín er þörf . . . við getum talað nánar um þetta seinna." Hún rétti úr sér, áköf og glöð yfir frestuninni: „Já, við getum talað um þetta seinna, þegar við höfum feng- ið nægan tíma til að hugsa málið.“ • Þegar uppþvottinum var lok- ið, hlustuðu þau ekki á útvarp- ið né töluðu saman eins og þau voru vön, heldur afsakaði Kevin sig og gekk hnugginn í bragði út í hlöðu. Hún horfði á eftir honum og fann að nýju til nærveru sorgarinnar í sál sinni. Abbie fann til ákafs hjart- sláttar og kökks í hálsinum, þegar hún gekk upp stigann til herbergis sins. Skyndilega fannst henni hún aftur verða gömul. Herpingurinn í hálsin- um gerði henni erfitt um and- ardrátt, hún fann, að hún var gráti nær. Of heitt var í her- be^ginu, og nýja málningar- lyktin var sterk. Hún slökkti ljósið og færði bakbeina tága- ruggustólinn sinn út að glugg- anum. Hlykkjótt eldingartunga sleikti svartan himininn. Næt- urgalinn var órólegur, hún færði búrið hans til sín. Bæði konan og fuglinn komu auga á Kevin í einu. Hann stóð uppi á lítilli hæð nálægt hlöðunni með hendur í vösum Snögg elding lýsti upp and- litsdrætti hans og hann líktist styttu í vaxmyndasafni. hræði- lega stífri og stórri. Fuglinn kvakaði. Kvakið líktist afkáralegu páfagauks- kvaki. Abbie starði á skepnuna langan tíma. Dumbt þrumuhljóðið var farið að heyrast niðri við ána, þegar hún opnaði búrið. Dauð- hræddur fuglinn rak í hana nefið, og Abbie lukti hend- inni um hann: „Hvers vegna viltu fara á þessari óveðurs- nótt, gamli vinur? Væri ekki betra að vera kyrr hér í skjóli?“ hvislaði hún og hallaði höfð- inu að fuglinum, unz hún snerti nærri fjaðrirnar með kinninni. Hún sleppti honum í gluggakistuna og lagði hend- urnar í kjöltu sína. Hann var grafkyrr hér um bil heila mín- útu, þangað til hann fór að velta litla, svarta höfðinu til og frá. Síðan hoppaði fuglinn einu sinni og barði vængjun- um tryllingslega til. „Ó, guð,“ kallaði hún upp, „hann getur ekki flogið, hann er fatlaður." Hún var of sein að grípa hann, þegar hann datt út um gluggann. Fyrst datt hann eins og steinn, unz hann að lokum breiddi úr vængjunum niðri við jörð. Hún sá hann flögra óvissan í áttina að kirsuberja- trénu, þar sem hann settist. Þar hélt hann sig í langan tíma. Síðan tísti næturgalinn einu sinni enn, en flaug síðan út í myrkrið. Brátt sameinað- ist grátur Abbiear hljóðlátu regninu, sem sunnanvindurinn bar með sér. Hún svaf mjög illa þessa nótt og vaknaði næsta morgun með höfuðverk. Kevin var þegar búinn að kveikja upp í eldstónni og var að mjólka, þegar hún kom niður. „Ég get ekki horft framan í hann, mér er það ómögulegt," sagði Abbie við sjálfa sig. En þegar hann kom inn með fleytifullar mjólkurföturnar, neyddi hún sig til að brosa og reyndi að vera glaðleg, þegar hún sagði: „Morgunmaturinn verður rétt strax tilbúinn, Kev- in.“ Þvinguð þögn ríkti við borð- ið og vandræðalegt ástand, sem ekki batnaði eftir þvi sem á daginn leið. Síðdegis, þegar Abbie var að strokka á fram- dyrapallinum, sá hún Kevin rétta sig upp frá verki sinu við hlöðuna og stara út í blá- inn, þegar Overlandlestin gaf frá sér raunalegt blistur sitt niðri við ána. „Það er þó að minnsta kosti einhver, sem blístrar hér,“ sagði hún lágt við sjálfa sig og reyndi að létta ástandið. Hugsanir hennar byltust fram og hrösuðu um torfærur eins og gamall bíll með slitnar fjaðrir. Auðvitað syngja fuglar ekki, særðir og lokaðir inni í búri. Kevin, Framhald á bls. 39. 36 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.