Vikan


Vikan - 03.06.1971, Qupperneq 4

Vikan - 03.06.1971, Qupperneq 4
í fyrsta sinn á íslandi: STRIN G HILLUSAMSTÆÐURNAR sem fóru eins og eldur í sinu og slógu í gegn í flestum Evrópulöndum á síðustu árum Einfalt, nútímalegt, ódýrt og splunkunýtt Pírn - umboðíd HÚS OG SKIP á horni Nóatúns og Hátúns Sími 21830 --------------------------------' PÓSTURINN Útstæð eyru Kæri Póstur! Eg er ein af lesendum þínum og langar að skrifa þér nokkrar linur sem ég vona að lendi ekki í ruslakörfunni. Svo er mál með vexti að ég er með mjög útstæð eyru og þykir það svo Ijótt. Nú spyr ég hvort ekki sé hægt að laga þetta og hvað það sé mikil aðgerð? Hvernig er hægt að ná freknum af sér? Með fyrirfram þakklæti. Ribba. Samkvæmt upplýsingum sér- fræðinga mun þetta vera mjög auðvelt að laga og sáralítil að- gerð. En slikar aðgerðir eru ekki framkvæmdar fyrr en við- komandi hefur náð nokkurn veginn fullum þroska, svo jafn- vægið fari ekki úr skorðum. Svo hafir þú ekki náð 15—16 ára aldri nú þegar, skaltu bíða þangað til. Freknum er ekki hægt að ná af sér. Elvis og fleiri Kæri Póstur! Það er bezt að byrja á að þakka þér allt gott á liðnum árum. Mig langar mjög mikið til að biðja þig að birta lista yfir plöt- urnar hans Elvis Presley. Hvers vegna birtið þið aldrei myndir af honum eða þá Tom Jones? Já — og svo langar mig að spyrja hvernig ykkur lízt á að birta viðtal við þá Paul, George og Ringó? Gaman væri að vita hvort þeir hefðu það sama að segja og John Lennon. Margur myndi þiggja eitthvað af öllu því sjálfsáliti sem hann hefur. Að endingu þakka ég þér birt- inguna á þessu bréfi, ef það fer ekki í körfuna. Ella Begga. Þetta með Elvis, Tom Jones og fleiri er í gaumgæfilegri athug- un hjá stjórnanda þáttarins „Heyra má" og nú er bara að bíða og vona. Listinn yfir LP- plötur Presleys fylgir hér að neðan. Varðandi viðtalið við hina þrjá Bítlana getum við ekki sagt þér annað en að þeir vilja ekki veita Vikunni einka- viðtal og hafa hvergi látið hafa neitt eftir sér um frásögn Lenn- ons. Hitt er svo annað mál að þoir Lennon, Harrison og Starr hafa sameinazt gegn McCartney í málaferlunum og bera honum ekki Ijúfa söguna. Sagði Harri- son til dæmis fyrir rétti að Mc- Cartney hefði alltaf litið niður á sig, bæði sem persónu og músíkant. — Okkur finnst þetta alls ekki vera sjálfsálit hjá Lennon í viðtalinu fræga, held- ur heiðarleg sjálfsþekking og gagnrýni. Hér færðu svo listann yfir LP- plötur Presleys, en langflest lögin sem hafa komið út á tveggja laga plötum, eru nú komin á LP-plötur. Jú, eitt enn: Þetta eru aðeins þær plötur sem fáanlegar eru í dag. Blue Hawaii; Clambake; A date with Elvis; Double trouble; Elvis; Elvis — TV special; Elvis (Rock & roll no. 2); Elvis' Christ- mas Album; Elvis for everyone; Elvis' Golden records vol. 2; Elvis' Golden records vol. 3; Elvis' Golden records vol. 4; Elvis is back; Flaming star and summer kisses; From Elvis in Memphis;From Memphis to Ve- gas; From Vegas to Memphis; Fun in Acapulco; Gl blues; Girl happy; Girls! Girls! Girlsl; Harl- em holiday; His hand in mine; How great thou art; It happen- ed at the world's fair; King Creole; Kissin' cousins; On stage, February 1970; Paradise Hawaiian style; Pot luck; Roust- about; Something for every- body; Speedway; That's the way it is; Elvis Country (10.000 years old). Og svo eru hér EP- plötur Presleys: Elvis in tender mood; Elvis Presley; Elvis sails; Elvis sings christmas songs; Jailhouse rock; King Greole, vol. 1; Kinq Creole, vol. 2: Peace in the valley; Strictly Elvis; Such a night: A touch of gold; A touch of gold, vol. 2. Svar til „einnar óákveöinnar á Hvammstanga" Þó að langt sé liðið siðan þú skrifaðir okkur, þá vonum við að ráðleggingar okkar komi enn að notum. Hættu alveg að hugsa um þennan pilt, því hann hefur greinilega ekkert meint með því sem hann var að fara. Hann hefur greinilega fengið það sém hann var að 4 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.