Vikan - 03.06.1971, Síða 5
sækjast eftir. Ástæðan fyrir því
að hann var sífellt hræddur um
að til ykkar sæist, var efalaust
sú að hann skammaðist sin.
Ekki fyrir þig, heldur fyrir sjálf-
an sig og það sem hann var að
gera — í meiningarleysi. Þetta
er sem sé okkar álit — og enn
frekar það að þú hefur verið
full áköf i framkomu þinni við
hann. Ef til vill er það það sem
hefur gert hann fráhverfan þér.
Skriftin er lagleg, vel læsileg,
en bendir til veiklyndis. Ald-
ursmunurinn skiptir í sjálfu sér
engu máli.
Þorir ekki til læknis
Elsku Póstur!
Ég hef nú ætlað að skrifa þér
undanfarna daga, en ekki kom-
ið því í verk, vegna þess að
hér á . . . skóla er mikið að
gera. Jæja, nú kem ég að efn-
inu:
Ég á kaerasta sem er hér í skól-
anum. Hann er 16 ára en ég
er 15. Ég hef ekki haft blæð-
ingar í tvo mánuði og held að
ég sé ófrísk. Ég þori ekki að
leita ráða hjá foreldrum mínum,
né að fara til læknis, vegna
þess að ég er svo ung.
Kæri Póstur, hvernig er staf-
setningin og skriftin? Ég vil
enga útúrsnúninga.
Spurul.
Hvort hefur þú meiri áhyggjur
af stafsetningunni og skriftinni
(sem er jú þokkaleg) eða þvi
sem þú berð ef til vill undir
belti? Það eina sem við getum
ráðlagt þér er að fara til læknis,
ekki qetum við skoðað þig. Svo
skaltu seaja vinkonum þínum,
jafnöldrum, frá því sem kom
fyrir þig svo þær lendi ekki í
því sama.
Þú segist vera of ung til að
fara til foreldra þinna eða
læknis: Tia, ekki VARSTU of
ung, eða hvað?
Etiquette
Kæri Póstur-
Við erum hérna tvær 15 ára
stelpur og höfum oft verið með
strákum. Nú erum við með
strákum á föstu, en samt langar
okkur til að vita hvernig strák-
ar vilja helzt að stelpur hagi
sér á meðan þau eru saman.
Ef þú vildir skýra okkur frá
helztu atriðunum í þessu sam-
bandi, eins og þessu, til dæm-
is:
1. Ef strákur drekkur ekki, lík-
ar honum þá mjög illa ef stelp-
an er að drekka vín í hans aug-
sýn?
2. Þykir strákum það asnalegt
eða óviðeigandi að stelpur
hringi til þeirra?
3. Eiga menn það til að hætta
við að biðia sér konu — sem
þeir hefðu annars ætlað sér —
ef þeir fréttu að hún væri ekki
hrein mey?
Elsku Póstur minn, svaraðu
okkur nú fljótt, því það liggur
á þessu.
Tvær fáfróðar
Viku-unnendur.
P.S. Við erum að þræta um
hvort hægt sé að rjúfa meyjar-
haft 7 ára gamallar telpu? Er
nokkuð til að slíta?
Sömu.
Almennt talað, þá vilja strákar
að stelpurnar sem þeir eru með
hagi sér almennilega, en sjálf-
sagt má segja að bezta reglan
sé að þið skuluð haga ykkur
eins og þið viljið að þeir hagi
sér.
Annars höldum við málið vera
svona:
1. Já, honum líkar það illa — og
ekki síður ef hún drekkur þar
sem hann er ekki.
2. Nei, ekki öllum, en sumum.
Það veltur lika á því hversu oft
þið hringið og í hvaða tilgangi.
Reynið alltaf að hafa eitthvert
erindi. Sumum strákum þykir
líka vænt um að stelpurnar sem
þeir eru með hringi í þá og segi
sem svo: ,,Mig langaði bara að
heyra í þér." Voða sætt!
3. Nú á tímum er þetta eigin-
lega útilokað: Enginn maður
biður sér konu hér á landi án
þess að vita þetta fyrirfram. Nú
orðið ,,máta allir sinn skó". Hitt
er annað mál að flesta karl-
menn dreymir um að vera ,,sá
eini", bó beir geri sér grein
fyrir að sllkt er tæplega hægt
að fara fram á.
P.S. Meyjarhaft er í konum frá
fæðingu og þar til það er slitið,
og því er hægur vandi að rjúfa
meyjarhaft 7 ára gamallar
stúlku, þó við mælum ekki með
sliku.
oflustufstræti
á drengi og stúlkur,
úlsniðnar, slerkar og þægilegar.
Buxur í sérflokki.
Hnndofnnr vferðnrvoðir
Hnndofin kjólnefni
Hnndofin sjöl
ÍSLENZKUR
HETM1L1S1ÐN5ÐUR
Hafnarstræti 3, Laufásvegi 2.
22. TBL. VIKAN 5