Vikan


Vikan - 03.06.1971, Page 7

Vikan - 03.06.1971, Page 7
í SbMARGETRAUN VIKUNN- AR eru vinningarnir glæsilegri en nokkru sinni fyrr: Hvorki meira né minna en 100 AGFA- myndavélar, sem kosta í kring- um 2000 krónur stykkið út úr búð. Heildarverðmæti vinning- anna er því um 200 þúsund krónur. Myndavélarnar eru all- ar af sömu gerð, AGFAMATIC, en það eru sömu vélarnar og eru í hinum vinsælu táninga- töskum. Þetta eru einfaldar og sterkar myndavélar, þægileg- ar í meðförum og auðveldar í notkun. Á þær má taka bæði litmyndir og svarthvítar mynd- ir. — f síðustu getraun, sem Vikan efndi til, Jólagetraun- inni, voru vinningarnir leik- föng, bæði stór og smá. Þátt- takan í þeirri getraun varð meiri en nokkru sinni fyrr. Það bárust rösklega 4000 lausnir. Það er von okkar, að þátttak- an verði ekki minni að þessu sinni. GETRAUNIN 4. HLUTI Athugið! Getraunin verður í fimm blöðum. Þegar öll fimm blöðin eru komin — ekki fyrr — sendið þið lausnirnar til VIKUNNAR, PÓSTHÓLF 533, REYKJAVÍK og merkið umslagið „Sumargetraun“. Athugið, að lausnir verða því aðeins teknar til greina, að þær séu skrifaðar á getraunaseðil- inn í blaðinu sjálfu. Haldið öllum seðlunum saman, þar til keppninni lýkur. Nú er áreiðanlega eitthvað voðalegt að gerast hjá honum Stjána - eins og reyndar oftast. Að minnsta kosti þýtur hann út úr húsinu sínu eins og byssubrandur. Við fáum ekki að vita hvers vegna hann er svona æstur. Hins vegar birtum við tvær myndir af hamaganginum í Stjána, og það er engin tilviljun. í fljótu bragði virðast báðar myndirnar nákvæmlega eins. En séu þær skoðaðar nógu vandlega, kemur í Ijós, að þrjú atriSi vantar á neðri myndina. Getraunin er einmitt fólginn í því aðfinna þessi atriði og skrifa þau á getraunaseðilinn. --------------------------------KLIPPIÐ HÉR--------------------------------- GETRAUNASEÐILL 4. Eftirfarandi atriðum hefur verið breytt: Nafn ............................... Heimilisfang Slmi ......... ------------------------------------------KLIPPIÐ HÉR 22. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.