Vikan


Vikan - 03.06.1971, Side 10

Vikan - 03.06.1971, Side 10
Óvæntustu úrslit alþing- iskosninganna sumarið 1959 voru tvimælalaust þau, að Emil Jónsson þá- verandi forsætisráðherra féll í Hafnarfirði fyrir ó- reyndum pilti, Matlhíasi Á. Mathiesen. Raunar var Emil Ibyltum vanur. Hann féll fyrir Bjarna Snæ- björnssyni lækni 1937 og laut sömu örlögum í viður- eign við Ingólf Flygenring forstjóra 1953, en þeir voru háðir víðkunnir menn af störfum sinum og nutu mikilla persónulegra vin- sælda. Emil lét samt engan bilhug á sér finna, þó að hann hiði ósigur. Hann bar af í baráttunni um fylgi Hafnfirðinga 1956 og hlaut 1388 atkvæði, þegar Ingólf- ur Flygenring fékk 1156. Ingólfur gafst ]iá upp og settist ellimóður í helgan stein, en sjálfstæðismenn i Hafnarfirði völdu Matthias Á. Mathiesen til framboðs sumarið 1959. Yirtisl sú ráðstöfun svipuð og senda harn til leiks við sterkan og þjálfaðan kappa, enda á orði haft, að Mattliías væri auðsveipur að fást til viðureignarinnar. Eigi að síður brá svo við, að Sjálf- stæðisflokkurinn jólc fylgi sitt í Hafnarfirði að mikl- um mun og hrejipti 1417 al- kvæði og 27 umfram Ál- ])ýðuflokkinn. Þar með var Emil Jónsson fallinn fvrir Matthiasi Á. Mathiesen og hlaut ennþá einu sinni að láta sér nægja uppbótar- þingsæti. Skellurinn, þegar forsætisráðherrann féll fvr- ir sveinstaulanum, heyrðist um gervallt landið, og þjóð- in rak upp stór augu. Jón Pálmason alþingisforseli á Akri tahli þetta jafnvel enn meiri tíðindi en ófarir sin- ar i glímunni við Rjörn Pálsson á Löngumýri norð- ur i Húnaþingi. Mattliias Á. Mathiesen fæddist í Hafnarfirði 6. ágúst 1931, sonur Árna M. Mathiesens verzlunarstjóra þar og konu hans, Svövu Einarsdóttur Þorgilssonar útvegsmanns og alþingis- manns. Nam Matthías við Flensborgarskóla og varð stúdent í Reykjavík 1951. Las hann því næst lög við Háskóla íslands og lauk prófi í þeim fræðum 1957. Starfaði hann i atvinnu- málaráðuneytinu háskóla- tíð sína og árlangt að loknu prófi, en gerðist forstöðu- maður Sparisjóðs Hafnar- fjarðar sumarið 1958. Matt- hias lét svo af þeim starfa i ársbyrjun 1969 og sinnir nú lögfræðistörfum jafnframt stjórnmáláúmsvifum sin- um. Gegnir hann ýmsum trúnaði á vegum Sjálfstæð- isflokksins heima og er- lendis og á til dæmis sæti í bankaráði Landsbanka Is- lands og Norðurlandaráði. Matthias Á. Malhiesen á til eindreginna sjálfstæðis- manna að telja í Hafnar- firði og var 1952—1955, for- maður Stefnis, en svo heit- ir félag ungra sjálfstæðis- manna þar í kaupstaðnum. Mátti því snennna ganga að honum vísum í flokki, en hann þótti naumast líkleg- ur til áhrifa eða forustu framan af árum. Ilelzt munaði um hann sem áhugasaman þátttakanda í félagslífi hafnfirzkra íþróttamanna, og sú fyrir- höfn hefur skilað drjúgum árangri. Framboð Matthí- asar sumarið 1959 virtist í fljótu ibragði eins konar liólitisk skyldurækni, en leyndi á sér eigi að síður. Kom einkum tvennt til: Eldri kynslóð hafnfirzkra sjálfstæðismanna liafði varla sigurstranglegri full- trúa á að skipa og undi honum því fúslega, og unga fólkið kunni vel að meta Matthías Á. Matthiesen, þó 10 VIKAN 22.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.