Vikan - 03.06.1971, Qupperneq 11
LÆÐIST EINS
OC KÖTTUR-
SLÉTTUR OG
MJÚKUR Á HÁR
OG SKINN
nýliði væri. Gætti varla ó-
ánægju í tilefni af vali
Matthíasar, en liins vegar
baráítugleði og sigurvilja
eldri og yngri samherja
hans. Haiin hafði engu að
tapa, en allt að vinna. Emil
Jónsson hlífði sér engan
veginn, en mun J)ó ekki
hafa grunað liættuna, sem
að honum steðjaði. Sjálf-
stæðisflokkurinn i Hafnar-
firði tahli liann svarinn ó-
vin, þó að dáleikar væru að
takast af liálfu höfuðpaur-
anna í Reykjavík við liðs-
odda Alþýðuflokksins á al-
þingi og í stjórnarráði, og
Mattliías skipulagði kosn-
ingabaráttuna hyggilega.
Hann forðaðist návígi við
Emil Jónsson á málþing-
um, en leitaði kappsamlega
fylgis kjósenda að tjalda-
baki. Þannig kom hann á
garpinn aldna bragði, sem
úrslitum réð líkt og lúmsk
krækja.
Sigur Mattliíasar Á Mat-
hiesens í Hafnarfirði sum-
arið 1959 tryggði honum
auðfengna pólitíska vel-
gengni. Hann valdist í ann-
að sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi um
haustið að baki Ólafi Thors
og átti kosningu vísa. Fór á
sömu lund í alþingiskosn-
ingunum 1963, en 1967 var
foringinn djarfi og frækni
allur og efsta sætið á fram-
boðslistanum autt. Yarð þá
að ráði, að Matthías hreppti
efsta sætið, en fengi til
samfylgdar tengdason Ól-
afs Tliors, Pétur Benedikts-
son, og jókst nú enn orð-
stír Matthiasar Á. Mathie-
sens. Hann skipar á ný
efsta sæti framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi á
komandi sumri, enda er
Pétur Benediktsson á brott
yfir landamæri lífs og
dauða og lítt um sam-
keppni að ræða, svo að enn
treystist Mattliias i sessi.
Hefur lionum orðið nokkuð
til framdráttar, að liann
valdist forseti neðri deild-
ar í fyrra, þegar Sigurður
Bjarnason vék af alj)ingi og
gerðist sendiherra i Kaup-
mannahöfn. Hvíslað var og
i fyrrasumar, að Matthias
kæmi til greina sem ráð-
herra eftir fráfall Bjarna
Benediktssonar og upp-
hefð Jóhanns Hafsteins, en
það fór ósköp lágt, og Auð-
ur Auðuns settist mjúkt í
sætið góða.
Matthías Á. Matliiesen er
svo snotur sýningargripur,
að honum fyrirgefst, livað
pólitískt notagildi hans er
lítið að öðru leyti. Hann
J)ótti daufur námsmaður,
og honum lætur lítt vopna-
burður á málþingum og
deilufundum. Hins vegar
J)ekkir hann vanmátt sinn í
þeim efnum og forðast þess
vegna að gefa á sér högg-
stað. Kostir hans eru dugn-
aðurinn og smekkvisin.
Matthías umgengst fólk af
mjög lireinskilnu og eðli-
legu látleysi og kvað vinum
sínum og velgerðarmönn-
um tryggur. Honum veitist
J)ví auðvelt að afla sér per-
sónulegra vinsælda og á
þær skilið. Matthías hefur
lært sitthvað af Ólafi heitn-
um Thors, þó að þeir væru
misgildir eins og frumtexti
og afrit, svo og Pétri sáluga
Benediktssyni, sem lagði
Sjálfstæðisflokknum til
vitsmunina í kosningabar-
áttunni á Reykjanesi 1967
að tengdaföður sinum dán-
um. Matthías Á. Mathiesen
verður hins vegar aldrei
jafnoki þeirra. Hann er far-
sæll meðalmaður, vel til
fara og þekkilegur í um-
gengni. Er sú saga af hon-
um, að hann hafi einhvern
tima verið við jarðarför
uppi á Kjalarnesi ókunnug-
ur aðstæðum og hlutaðeig-
Framhald á bls. 36.
22. TBL. VIKAN 11