Vikan - 03.06.1971, Blaðsíða 15
Þetta hefur gerzt:
Kristján hefur skejnmt sér.
með annarri. Þannig á víst að
segja það. Ekki „Kristján hef-
ur verið mér ótrúr'*. Var það
ekki þetta, sem hann hafði
alltaf haldið fram þessi tvö ár,
sem þau höfðu verið gift og
öll árin á undan? Að ótryggð
sé það, ef maður er ótrúr í
hugsunum og orðum. Samfarir
þurfa hins vegar ekki að þýða
annað og meira en klapp á
kinnina. Ekki þegar maður
veit, hver er maki manns.
Kristín hafði hlustað á ör-
væntingarorð Önnu fyrr og
fengi án efa að gerá það aftur.
Eiginlega hefði hún ekki átt að
Ieggja þetta á vinkonu sína,
því að Kristín átti fjögurra ára
gamlan son og hafði ærnar
áhyggjur af sinum manni. En
það var léttir að geta talað við
hana. Kannski mest vegna þess,
að Kristin reyndi aldrei að
særa hana.
Hún gerði það heldur ekki
núna. — Hvers vegna gleðstu
ekki yfir því góða, sem þið
Kristján eigið saman? Ef þú
þolir ekki þessi ævintýri hans
skaltu sýna honum í tvo heim-
ana í stað þess að leika píslar-
vott.
Anna hugleiddi þessi orð.
Það var engu líkara en hún
hefði afætu í huganum. Hvern-
ig gat hún annars útskýrt það,
að hún skyldi hafna á glæsi-
legasta veitingahúsi borgarinn-
ar með manni, sem hún hafði
ekki hitt fyrr? Og það mianni,
sem hafði komið til að hitta
Kristján.
Yngvi Ekander hafði hringt
og beðið um viðtal við Kristj-
án út af tilboði, sem Kristján
hafði gert honum um plast-
lakk, sem Ekander gat ef til
vill notað við húsgagnafram-
leiðslu. Anna átti von á Kristj-
áni á hverri stundu og bað þvi
Ekander um að koma og bíða
hans. En Kristjáni seinkaði og
loks lagði Ekander til, að þau
færu út og fengju sér matar-
bita.
Fyrst var allt í mesta sak-
leysi. Það var ekki fyrr en
áfengið fór að stíga Önnu til
höfuðs, sem allt breyttist og
hugsunin um hefnd fæddist. Ef
Kristján gat það, gat hún það
líka . . .
„Mjög oft,“ sagði hún. „Við
viljum ekki bindá hvort ann-
að. Ég reyni . . . ja, hvað á ég
að kalla það? . . . ég reyni að
vera ekki með neina uppgerð.
Kristján á að vera frjáls.“
„En þú?“
„Ég? Ja . . . það er annað
með mig.“
„Humm.“
Hann muldraði eilítið og það
var nýtt blik í bláum augum
hans — eitthvað — ekki með-
aumkun, ekki vorkunnsemi, en
samhyggð. Eins og hann vildi
ekki, að hún væri einmana og
vildi ráða bót á því. Hann rétti
Framhald, á bls. 44.
22. TBLVIKAN 15