Vikan - 03.06.1971, Side 18
Ómar Valdímarsson
heyra
i°ra má
Overture: Þetta er £ einum
fjórum köflum. Það byrjar á
því að einstaklingurinn er að
fæðast, mikil ólga er og óvissa.
Síðan fæðist hann með sprikli
og hamagangi og hjartað fer
að slá. Þetta er reyndar hjart-
sláttur Rúnars tekinn upp og
magnaður! Þriðji hlutinn er
þegar einstaklingurinn fer að
mótast og átta sig almennilega
á að heimurinn er stærri en
hann var undangengna 9 mán-
uði. Síðan lýkur þessum for-
leik á því að við syngjum
„Margföld er lifun er lifum við
ein“. Þetta er það eina íslenzka
sem er i þessu og það var gert
mestmegnis að gamni: útlend-
ingum þykir þetta áreiðanlega
skrítið og dularfullt — já, við
ætlum að reyna að koma henni
á erlendan markað.
Svo les einhver brezkur leik-
ari ljóðið „Margföld er lifun“,
en mér finnst hann ekki gera
það alveg nógu vel.
Hushabye: Vöggukvæði, móð-
irin syngur son sinn í svefn og
óskar honum alls hins bezta
eins og mæður gera. Hún bind-
ur við hann miklar vonir og
segir honum frá veröldinni:
„Cold and lonely crowded
world . .
To be grateful: Þegar ég
heyri þetta lag dettur mér
alltaf í hug lítill strákur. sem
situr í stól og horfir galopn-
um og saklausum aúgum á það
sem fram fer án þess að tor-
tryggja nokkurn mann. En svo
undir lokin trallar hann sig út,
er farinn að skrópa í, skólan-
um og sjá svolítið í gegnum
umhverfið.
School Complex: Þarna er
hann orðinn hundleiður á
þessu og gefur skít í allt; kenn-
ir svo kennurunum um. Eins
og þegar maður sagði: „Eg hef
ekkert getað lært í íslandssögu
í allan vetur af því að kennar-
inn er svo leiðinlegur!"
nÆVISAGA
OKKAR“
„Þetta er í rauninni ekki annað en
ævisag-a okkar fimmmenninganna
sett saman í eina heild,“ sagði
Magnús Kjartansson um „ . . . lifun“,
þegar ég sat með honum fyrir
réttum mánuði síðan til að hlusta á verkið.
Við renndum spólunni í gegn
og Magnús úttalaði sig á meðan um það
sem honum helzt datt í hug
Tangerine Girl: í appelsínu-
fjölskyldunni er appelsínan
sjálf þroskuðust, stærst og fal-
legust. Svo koma frænkur
hennar; klementínur, manda-
rínur og tengerínur (sem er
það sama). Svoleiðis eru litlu
fallegu stelpurnar; ekki orðnar
konur, en samt farnar að spila
inn á karlmannleika strákanna,
til dæmis þessa sem gafst upp
á kennaranum. Lagið sjálft er
í stíl, spilar inn á sex-ið í
þungum og ákveðnum takti.
Am I really living?: En svo
allt í einu vaknar hann upp
við vondan draum: Hvað hef
ég eiginlega verið að gera? Er
ég að sökkva i rútínuna eða
er ég raunverulega á lífi? Það
er á þessum tíma sem maður
breytist mest og gerir sér grein
fyrir að það er ekki bráðnauð-
synlegt að vera á balli á hverj-
um degi.
Connection: Hefur það ekki
komið fyrir þig að þú spyrð
sjálfan þig á ákveðnu skeiði
hvort þú sért ekki að klikka?
Þetta fjallar um það, maður er
að nú sambandi en verður að
berjast ofsalega fyrir því. Svo
förum við út í instrumental
kafla sem er aldurinn ca. 20—
25. ára. Þar ríkja miklar and-
stæður, margs konar lífsvið-
horf freista manns og maður
verður að gera upp við sig
hvað það í rauninni er, sem
maður ætlar að gera við sig;
tortryggni ríkir, allir eru að
græða á manni og nota mann
— eða maður heldur það og
maður er falskur og helber
tvískinnungur allt í gegn. Einn
daginn er maður huggulegur
heimilisfaðir og nóttina eftir er
maður saurlífsseggur sem ligg-
ur konur, blindfullur og æl-
andi.
Það sem fer hér á eftir er
það sem við höldum að komi
næst í mannsævinni, en nátt-
úrlega vitum við það ekki vel.
Framhald á bls. 36.
18 VIKAN 22.TBL.