Vikan - 03.06.1971, Side 19
Heiðursgestur hljómleikanna var Shady Owens sem söng nokkur lög við
mikla hrifningu. Hún sagði okkur að hún hefði hug á að koma aftur
heim í sumar og dvelja þá eitthvað lengur, en ekkert hefur orðið af
því að hún hafi sungið í Ameríku.
Magnús Kjartansson kom þarna í fyrsta skipti fram með rafmagnspíanóið
og var almennt í miklu stuði.
O Karl Sighvatsson hefur aftur
setzt við „stjórnborð“ orgelsins og
hafa margir látið þau orð falla, að
samleikur hans og Magnúsar hafi
verið mun betri en bjartsýnustu
menn hafi þorað að vona.
0 Gunnar Þórðarson sagði okkur
skömmu fyrir tónleikana að hann
hefði ekki í langan tíma hlakkað
jafn mikið til nokkurs hlutar. Okk-
ur hefur skilist að hann hafi mátt
vera mjög ánœgður með eigin
frammistöðu og félaga sinna eftir á.
© Rúnar Júlíusson kom fram ígervi
æðstaprestsins; íklæddur síðum
kufli og gerði stormandi lukku eins
og fyrri daginn.
© Gunnar Jökull naut sín til hins
ýtrasta og sögðu sumir að þeim
hefði létt er þeir heyrðu aftur
„gamla Trúbrotsbítið“.
Meðfylgjandi myndir tók Egill Sigurðsson, ljósmyndari blaðsins,
á tónleikum þeim sem Trúbrot hélt 13. marz sl. í Háskólabíói,
þegar þeir frumfluttu „ ... lifun“. Því miður tókst tíðindamanni
þáttarins ekki að vera viðstöddum hljómleikana, en allar þær
raddir sem heyrst hafa, láta mjög vel af viðburðinum og telja
hann merkan í alla staði. Hvað mest hrifning virðist þó vera yfir
„Upplifun“, þegar Shady Owens rifjaði upp nokkur „gömlu
laganna“. Við höfum tekið okkur það bessaleyfi að birta eitt
ljóðar.na úr „... lifun“ og tekið okkur það enn frekara leyfi
og snúið því lauslega yfir á íslenzku, lesendum — og ef til vill
fleirum — til hagræðis. Ljóðið er upphaf verksins.
MARGFÖLD
ER
LIFUN
ER
LIFUM
VIÐ
EIN
Lífið endurtekur sig stöðugt /
en hvar byrjar það / hvar
endar það? / í undirmeðmtund
þinni / skilur þú sennilega, / en
i móðu meðvitundarinnar /
heldur þú þig hafa svarið í
hendi þér. / Trúin á dauðann er
stundum sterkari en á lifið / en
ef þú tryðir svo sterkt á lífið /
hvað myndi það þá gera fyrir
þig?
22. TBL. VIKAN 19