Vikan - 03.06.1971, Qupperneq 22
ÞAR-TIL
dauoinn
AÐSKILUR
leg og svefnþrungin rödd.
Helen sneri sér við og kom
þá auga á gamla konu, mjög
hrukkótta, með sjal yfir nátt-
kjólnum.
— Ég ætlaði að hitta herra
Armand, sagði Helen rólega.
— Hann er ekki heima, sagði
húsvarðarkonan fýlulega. —
Komið yður út, ég vil ekki að
ókunnugt fólk sé að flækjast
um í húsinu að næturlagi.
— Eln ég er með lykilinn
að íbúð Armands. Okkur kom
saman um að ég biði hans þar.
— Að hann skuli ekki vera
orðinn þreyttur á þessu
kvennastússi sínu, andvarpaði
húsvarðarkonan. — Áður en
hann flutti þangað var þetta
rólegt hús, þekkt fyrir siðsemi.
— Þér skuluð bara fara að
sofa, frú, sagði Helen. — Sg
skal hafa hægt um mig svo ég
trufli engan.
Hún beið ekki eftir svari, en
flýtti sér upp stigann. En
hjartað hamaðist svo í brjósti
hennar að hún heyrði hjart-
sláttinn. Að sjálfsögðu hafði
hún ekki lykilinn að herberg-
inu. Hún vonaði aðeins að lás-
inn væri svo lélegur að auð-
velt væri að brjóta hann upp.
Föður hennar hefði aldrei
órað fyrir að vasahnífurinn
hans yrði notaður til þessarar
iðju, hugsaði hún, þegar hún
stakk mjóu blaðinu inn í
skrána og ýtti fast á. Það
heyrðist smellur og hún hélt
niðri í sér andanum af hræðslu.
Svo kippti hún hnífnum út og
gekk inn í herbergið. Þetta var
stórt herbergi með tveim
gluggum út í húsagarðinn og
til hægri voru tvennar mjóar
dyr, sem lágu inn í pínulítið
eldhús og jafnlítið baðher-
bergi. Helen kveikti ekki ljós.
f skininu frá vasaljósinu sá
hún breiðan legubekk með
gulri ábreiðu, skáp, kommóðu,
borð, tvo stóla og nokkrar
myndir á veggjunum.
Helen opnaði klæðaskápinn,
leitaði í öllum vösum og fann
nokkra samanvöðlaða peninga-
seðla, nokkuð af smápening-
um og reikning frá bar. Hún
hrökk við. Þetta var reikning-
ur frá Paris 2000. Það var bar-
inn sem hún hafði fyrst séð
Raoul fyrir hálfu ári síðan.
Hálft ár? Nú fannst henni
það heil eilífð . . .
Nei, ekki að hugsa um það.
Yfirleitt ekki að hugsa. Aðeins
leita, reyna að finna eitthvað
svo hægt væri að sanna mál
hennar. Finna einhverja sönn-
un . . .
Hún dró út efstu skúffuna í
kommóðunni. Þar var ekkert
annað en nærföt og sokkar. f
næstu skúffu voru aðeins
óhreinar pappírskiljur. Saka-
málasögur með hrollvekjandi
kápumyndum.
f þriðju skúffunni fann hún
lítinn kassa úr sandelviði af
þeirri gerð, sem hægt er að fá
á markaðstorgum í Norður-
Afríku. Lokið sat fast, en
pennahnífurinn kom aftur að
góðu gagni. Myndir!
Efsta myndin var af Raoul
og Armand. Brosandi andlit
undir þykkum hárlubbum.
Grannvaxnir unglingar í ein-
kennisbúningi Utlendingaher-
sveitarinnar.
Og í grein á uppþornuðu tré
hékk þriðji maðurinn. Dauður!
Hengdur!
Raoul lyfti öðrum fæti dána
mannsins upp, sigri hrósandi.
Helen sneri myndinni við; þar
stóð: „Algier 1959“ með rit-
hönd Raouls.
Helen rétti hægt úr sér. Hún
varð þurr í hálsinum og henni
fannst sem fætur hennar gætu
ekki borið hana.
Þegar hún stakk myndinni í
kápuvasann, heyrði hún að ein-
hver var að koma upp stigann,
hægum skrefum. Hún slökkti
á vasaljósinu, læddist yfir gólf-
ið og fram í eldhúsið, lokaði
dyrunum og beið.
Það brakaði svolítið í dyr-
unum. Hún heyrði að einhver
læddist yfir gólfið og andaði
þunglega. Helen hafði á til-
finningunni að maðurinn væri
á leiðinni til hennar. Hún stakk
hendinni í kápuvasann og fann
fyrir myndinni. En hún fann
líka skammbyssuna, sem hún
hafði tekið upp úr skúffunni
í herbergi Raouls. Hönd henn-
ar lagðist að skeftinu og hún
setti fingurinn á gikkinn.
Ef hann opnar dyrnar geri
ég það. Það er aðeins í varn-
arskyni.
Sg get sagt að ég hafi skot-
ið hann í varnarskyni og að
hann hafi reynt til að eyði-
leggja hjónaband mitt. S!g veit
ekkert um fortíð Raouls, en
hann veit eitthvað sem gefur
honum vald yfir manninum
mínum. Það er hann sem
stendur á bak við alla þessa
atburði og reynir að gera mig
brjálaða.
Hún hélt niðri í sér andan-
um og hlustaði á skrefin í
stofunni. Hún heyrði að skáp-
ar og skúffur var opnað og
rannsakað. En skyndilega varð
allt kyrrt.
Helen stóð á öndinni. Á
þessum hræðilegu sekúndum
varð hún aftur ofurseld óttan-
um við hið óþekkta. Hver var
að leita hennar? Var einhver
að hugsa um að myrða hana?
Hún hrökk við. Það skrjáf-
aði í einhverju hinum megin
við dyrnar. Var Armand kom-
inn? Eða var það kannske ekki
Armand? Hann hefði kveikt
ljós. Ef til vill var þetta . . .
Helen beit á vörina . . . morð-
ingi hennar?
Hvít ljósglæta kom inn um
dyrarifuna og lýsti upp svörtu
stígvélin hennar. Svo var hurð-
inni ýtt upp, hægt og hægt.
Helen var óstyrk, lyfti upp
handleggnum, reiðubúin að
skjóta. Þá féll Ijósgeislinn á
byssuna. Hún ætlaði að þrýsta
á gikkinn, en komumaður
varð fljótari til. Hann hljóp
fram og sló byssuna úr hendi
hennar.
— Þetta skuluð þér ekki
reyna, sagði hann með saman-
bitnum vörum.
Helen starði á manninn, því
Framhald á bls. 42.
-------------------------------------KLIPPIÐ HÉR -
RöntunapseOill
Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við. í því númeri. sem
ég tiigreini. Greiðsla fylgir með í ávísun/póstávísun/frtmerkjum (strikið yfir
það sem ekki á við).
..... Nr. 8 (94426) Stærðin skal vera nr.
..... Nr. 9 (9430) Stærðin skal vera nr..
Víkan - Simpllcity
-------------------------------------KLIPPIÐ HÉR -
Nafn
Heimili
22 VIKAN 22. TBL.