Vikan - 03.06.1971, Page 28
EGER
FÆDDUR SEX
ÁRUM
FYRIR TÍMAN
yiiWWÓ'tó'éWrt'iiit
Richard Chamberlain er eitt mesta
kvennagull nú á tímum. Það er hann sem
leikur lækninn í þáttunum um dr. Kildare,
sem sjónvarpið sýnir um þessar
mundir. Hér er viðtal við Chamberlain, þar
sem hann segir frá ferli sínum, viðhorfi
til Kildare eftir að hafa leikið hann
stanzlaust í fimm ár og fleiru.
Richard Chamberlain á sér
kenningu um sjálfan sig. Hann
vill ekki gera neinn leiðan með
henni (og satt að segja vill hann
ekki gera neinn leiðan með
einu eða neinu), svo hann talar
sem minnst um hana. En hann
hefur þó opinberað þessa kenn-
ingu sína, yfir bolla af tei sem
hann er orðinn mjög hrifinn af
eins og fleiru brezku, þó svo að
hann sé Bandaríkjamaður í húð
og hár.
„Ég vil ekki þreyta neinn með
löngum og fræðilegum kenn-
ingum,“ segir hann með mjög
brezkum hreim, „en ég held að
ég hafi hlotið í vöggugjöf sex
æskuár framyfir það sem
venjulega er fólki gefið. Eins
og ég væri fæddur 6 árum fyrir
tímann! Spámaður nokkur sagði
mér þetta fyrir löngu síðan og
þó ég trúi ekki mjög á slíka
hluti er þetta hugmynd sem
heillar mig. Ég hef hugsað tölu-
vert um þetta og sé þetta rétt
varpar það nýju ljósi á — og
útskýrir ýmsa hluti. Ég meina
að það hefur tekið mig langan
tíma að verða fullorðinn.“
Satt eða ekki satt, hugmynd-
in er skemmtileg vegna þess að
tvo hluti í sambandi við Rich-
ard Chamberlain hefur alltaf
verið erfitt að útskýra: Hvern-
ig 34 ára gamall maður fer að
því að vera svo unglegur og
hversvegna leikari, sem getur
leikið Hamlet á móti Gielgud
og Redgrave —■ og Tchaikovsky
í nýjustu mynd Ken’s Russell —
eyddi fimm árum í að leika í
bandarískum sjónvarpsþáttum,
sápu-óperum, um saklausa
magaveikilækninn Dr. Kild-
are.
Nú eru um 9 ár liðin síðan
þættirnir um Dr. Kildare sáust
fyrst á sjónvarpstækjum með-
bræðra okkar handan hafsins.
Ennþá setur fólk Richard
Chamberlain í samband við
áhugasama lækninn. „Stund-
um,“ segir hann, „held ég að
það verði sama hvað ég geri,
fólk kemur alltaf til með að
setja mig í samband við Kild-
are. Fyrir mér er Kildare að-
eins ánægjuleg minning, mér
finnst ég hafa losað mig við
hann fyrir fullt og allt. Ég er
kominn yfir það að vera á ör-
væntingarfullum flótta frá hon-
með dálítilli heimþrá. Annars
um og nú lít ég á það tímabil
fannst mér það stórkostlega
gaman og það var skemmtilega
krefjandi."
Og það var erfitt. Richard
vann við þættina í 10 tíma dag-
lega og í matartímanum talaði
hann við blaðamenn frá tán-
ingablöðum og aðdáendaritum,
en gríðarlegur urmull af slíkum
ritum kemur út í Bandaríkjun-
um. Alltaf varð hann að vera
óskaplega kurteis og sjarmer-
andi því mikill fjöldi gesta
heimsótti stúdíóin daglega. Ef
hann fékk frí — í svo mikið sem
einn dag — varð hann að fljúga
til New York og koma fram í
sjónvarpi, útvarpi og víðar, til
að auglýsa þættina.
„Ég hætti aldrei að vera Kild-
are í öll þessi ár, svo ég átti
engra kosta völ, mér varð að
líka við hann. Sennilega hef ég
verið ungur fyrir mann á mín-
um aldri, ef þú veizt hvað ég á
við. Barnalegur. Ég átti eigin-
lega ekkert einkalíf, Kildare
tók allan minn tíma og alla
mína hugsun. En þegar fór að
líða að því að fimm ár væru
liðin fór það að verða ergjandi,
því Kildare eltist ekki: það
gerði ég aftur á móti.“
Þegar hann loks hætti að
leika Kildare, persónuna sem
hafði stjórnað honum svo lengi,
ákvað hann að reyna fyrir sér
á erfiðari vígstöðvum. Það var
mikil áhætta, því tæknileg leik-
kunnátta hans var af skornum
skammti. Það eina sem hann í
rauninni kunni var að vera
dr. Kildare og eitthvað hrafl í
læknisfræði. „Ég veit hvernig á
að hlusta á ófrískar konur og
hvað subduralheamatoma þýð-
ir,“ og hann vissi nákvæmlega
28 VIKAN 22. TBL.