Vikan


Vikan - 03.06.1971, Side 29

Vikan - 03.06.1971, Side 29
hvernig hann átti að haga sér hvar og hvenær sem var; hann var sérfræðingur í persónutöfr- um. Hann brosir afsakandi og seg- ir: „Ég er hræddur um að ég hafi orðið það, sérfræðingur í sjarma. Og satt að segja er mjög erfitt að fá nookkuð annað út úr persónu eins og Kildare sem aldrei átti við nein persónuleg vandamál að stríða. Svoleiðis týpur eru ekki vinsælar lengur því fólk er farið að gera sér grein fyrir að þær eru ekki raunverulegar. Ég meina að Kildare var einskonar amer- ískur draumur, sú fullkomna manntegund sem allir góðir Ameríkanar voru hvattir til að verða. Og margir Ameríkanar stefna enn að því marki, þess- vegna reyna þeir svo ákaft að komast áfram á því sem út snýr, sjarmanum." Það var þegar Richard kom til Englands, að allir töfrarnir fóru að þynnast. „Þegar ég kom fyrst til London,“ rifjar hann upp, „varð ég furðu lostinn að komast að því, að í þeim til- vikum sem ég hafði lært að nota ákveðinn sjarma, dugði það alls ekki. Eftir 10 mínútur var fólk farið að geispa. Fólk vildi frekar vita hvað var á bak við alla mannasiðina.“ í fyrsta skipti á ævinni fór hann að velta því fyrir sér, að fólki þætti jafnvel öll hans kurteisi leiðinleg og enn þann dag í dag kemur það oft fyrir, að hann hættir skyndilega að tala til að spyrja viðmælanda sinn hvort hann sé þreytandi eða hvort það sem hann segir hljómi ó- raunveru- og saumaklúbbslega. Og það var ekki eingöngu persónlega að Richard sat uppi með allan sjarmann. f leiklist- inni kom það að heldur litlum notum líka, því, eins og hann segir, þá var „Hamlet ekki sér- lega siarmerandi persóna." En þrátt fyrir allan óttann tók Richard áhættuna og fór til Englands til að sækja um hlut- verk Ralph’s Touchett í þáttum þeim sem BBC lét gera eftir sögu Henry James, Mynd af konu. Þeir þættir voru sýndir í íslenzka sjónvarpinu í vetur sem. leið við miklar vinsældir og ekki spillti það fyrir, að konur máttu vart vatni halda þegar Chamberlain birtist á skerminum í gervi berklasjúk- lingsins Ralph’s. Richard gref- ur tærnar niður í þykka gólf- ábreiðuna og hugsar aftur í tímann: „Það voru algjör tíma- mót á ferli mínum — og reynd- ar í lífi mínu líka — því eftir það fékk ég hlutverk Hamlets í Birmingham, hlutverk í The Mad Woman of Chaillot og eins hlutverk Tjhaikovsky í The Music Lovers. Eftir að þáttunum um Kild- are lauk var ég ákveðinn í að fara að leika fyrir alvöru. Ég hafði byrjað að leika lækninn með mjög takmarkaða leik- reynslu. í einum þættinum lék Margaret Leighton gestahlut- verk og allt í einu gerði ég mér grein fyrir einu: — Drottinn minn dýri! Hún leikur með öll- um líkamanum! Allt sem hún "erði skeði frá toppi til táar. Það var mér sem opinberun, því allt og sumt sem hafði ver- ið ætlast til af mér var að leika frá hálsi og upp úr. Heima í Bandaríkjunum sögðu mér allir, að ég væri brfálaður að ætla að fara að ieika Hamlet. Mér var sagt, að ég vævi að ganga inn í Ijónabúr ,og ég yrði étinn lifandi. Leik- stjórinn, Peter Dews, varð líka að beita mig hreinustu hörku. Ét var sem steinrunninn — sér- staklega þegar ég sá ungu krakkana, nýkomin úr leik- skóla, standa á sviðinu og lesa eins og snillingar á meðan ég hvíslaði og stamaði við að reyna að gera eitthvað af viti.“ En bað var óþafi, því gagnrýnend- ur luku miklu lofsorði á frammistöðu hans í hlutverki Hamlets, og stuttu síðar var hann beðinn að leika Hamlet í sjónvarpsútgáfu af verkinu, á móti þeim Sir John Gielgud og Vanessu Redgrave. Þegar því var lokið settist Richard að í London og gjör- breytti líferni sínu. Nú var ekki um að ræða lúxusvilluna í Kali- forníu, stóru bílana og 12.000 aðdáendabréf á viku. „Það er mér sko nákvæmlega sama um,“ segir hann. „Ég hef ekki sérstakan áhuga á peningum, aðdáendum og að lifa einhverju lúxuslífi. Auðvitað er þetta ágæt íbúð sem ég bý í núna,“ sagði hann og leit í kringum sig í íbúðinni, sem var prýdd hans eigin húsgögnum, fín- gerðum og fallegum sófum, borði úr gamalli krá, eftir- prentun af verki eftir Gustav Klimt og fleiru. „Áður en ég flutti hér inn bjó ég í Shepherd Market. Mér lík- aði það mjög vel, því þar var ég á vissan hátt eins og fátæk- ur leikari sem var að svelta í hel. Ég gerði mér upp miklar fantasíur um það enda hafði ég þá ákveðið að ég vildi heldur vera fátækur og góður leikari en ríkur og slæmur." Hversu oft skyldi Richard Champerlain leita á náðir fantasíunnar? „Ja,“ segir hann hægt, „ég er í rauninni á móti bví að viðurkenna það, en það er mjög oft. Það er allt í lagi að gera það og lifa sig inn í eitt- hvað ákveðið — til dæmis hlut- verk — ef maður lætur það elrki ná yfirhöndinni. Það býr fólk hér í þessari sömu hús- long'U sem finnur sig hvergi rema í þessum stóru íbúðum og svörtu Rolls Royce-bílunum sínum. Ég vorkenni því fólki bar sem það situr í bílunum með nefið upp í loftið. Ég hef ekki getað lifað mig inn í svo- leiðis hluti sjálfur síðan ég var lítill strákur og faðir minn fékk híl í viðurkenningaskyni fyrir langa og dygga þjónustu. En þá fpnnst mér ég líka vera hálfur heimurinn! Jú, ef til vill var eitthvað um þetta í Kildare en ekki síðan, þó hvert hlutverk sem ég leik loði auðvitað við mig um tíma.“ Hlutverk Tchaikovsky kom yfir Richard eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann hafði ákveðið að fara í frí heim til m Bandaríkjanna og var að pakka saman þegar síminn hringdi. Það var Ken Russel sem var að spyrja hvort hann vildi leika aðalhlutverkið í nýju kvik- myndinni sinni. „Ég réði mér ekki,“ segir Richard. „Ég hafði alltaf álitið Russell einn bezta leikstjóra í heimi og ég hefði leikið statistahlutverk fyrir hann hvenær sem var. Ég vissi ekkert um Tchaikovsky, og hafði alltaf reiknað með að hann hafi verið vingjarnlegur, gamall miðstéttarmaður, en þegar Ken sagði mér frá honum hugsaði ég með mér: — Guð minn almáttugur, þetta er furðulegasta og skemmtilegasta líf sem ég hef nokkru sinni heyrt um! Mér fannst einstaklega erfitt að leika hann, því ég hef aldrei þekkt — eða heyrt um — nokkra lifandi manneskju er eins og hann var. Hann var furðulega tilfinninga- næmur, bæði andlega og lík- amlega og átti hreinlega erfitt með að halda slíku jafnvægi. Engar sálfræðilegar varnir virtust hafa verið til í þeim manni. Hann var eins ólíkur mér og nokkur maður getur verið.“ Öll vinnan sem Richard lagði í myndina er greinileg í píanó- leikssenunum, þar sem hann sést leika á píanóið. Hann eyddi mörgum tímum á dag í margar vikur við að æfa látbragð við að spila verk sem áttu að vera í myndinni. „Auðvitað eru kaflar í þessu sem ég hefði viljað gera aftur, en að mestu leyti er ég ánægður með frammistöðu Framhald á bls. 33. 22. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.