Vikan


Vikan - 03.06.1971, Side 36

Vikan - 03.06.1971, Side 36
— Hjálp, hleypið viér út! heima og skemmta sér eftir þvi sem hún getur. Þú ert þorpari, Joe Perkins, já, það ertu! En nú ætlarðu að bæta fyrir þetta allt! Bara að hún komi heim bráðum. Framvegis ætla ég að fara út með henni á kvöldin, svo að hún fái dálitla tilbreyt- ingu líka. Og ég er hættur við McCluskey — héðan í frá og til eilífðar! Já, þarna var bærinn — borg- in — fyrir utan dyrnar hans og hrópaði til hans að hann skyldi koma og taka þátt í leik hans og skemmtunum. Og hjá Mc Cluskey spiluðu gömlu kunn- ingjarnir billiard og vonuðust eftir spennandi leik. En hvorki blómum stráður vegur syndar- innar né gljáandi billiardkúl- urnar gátu freistað hins iðr- andi Perkins og tælt hann út. Það dýrmætasta sem hann átti, það sem hann hafði fyrirlitið og að fullu gleymt að meta, var horfið fyrir honum. Og hann saknaði þess! Ósvikin tár runnu niður kinnar hans. Þegar hún kæmi aftur, skyldi allt vera öðruvísi. Þá skyldi hann bæta fyrir allt, sem hann hafði for- sómað. Hvers virði var eigin- iega lífið án ' hennar? Dyrnar lukust upp — og inn kom Katý með ferðatöskuna í hendinni, Joe góndi á hana, mál- laus af undrun. — Ó, en hvað það er indælt að vera komin heim aftur! sagði hún. — Þetta var ekkert alvar- legt, sem gekk að mömmu. Sam vom á stöðina og sagði að kast- íð hefði liðið hiá undir eins, eftir að þau höfðu símað til mín. að þá fannst mér bezt að fara heim aftur með næstu lest Æ, hvað mig langar í kaffisopa! Það var enginn sem heyrði að bað ískraði í vélum þegar íbú- inn til vinstri á 3iu hæð í Frog- more breytti um gír og komst í fyrra horfið aftur. Og svo ók hringekjan á nýjan leik. Joe Perkins hafði litið á klukkuna. Hún var 15 mínútur 36 VIKAN 22.TBL. yfir átta. Hann greip hattinn sinn og leit til dyra. — Það væri fróðlegt að vita hvert þú ætlar núna! sagði Katý önug. — Ég ætla rétt að líta inn til McCluskey, svaraði maðurinn hennar. Ég ætla að spila einn billiard við kunningjana. ÆVISAGA OKKAR Framhald aj bls. 18. Vel má vera að fólk sem er orðið eldra sé fullkomlega jafn hamingjusamt og við á okkar aldri. Overture II: Hér förum við inn i síðari hluta æviskeiðsins, hægt og rólega. Þetta rólega lag er það sama og við sömd- um fyrir Fást. Hérna finnst mér ríkjandi sá andi sem ég minntist á áðan, heimilistil- finningin: Maður situr og horf- ir á konuna sína og barn útí horni og hugsar með sér: En hve ég á mikið! What we believe in: Eg vil taka það fram strax, að það sem kemur hér á eftir er ekki gítarsóló heldur er þetta píanó, eitt skrítnasta sánd sem þú heyrir. Annars skýrir textinn sig sjálfur. Þetta er róttækt, bæði músík og texti og ein- staklingurinn okkar gerir kröf- ur til sín og annarra. Is there a hope for tomor- row?: Þetta er diskúsjón um framtiðina. Þarna er ríkjandi mikið vonleysi eins og okkur hefur fundizt áberandi hjá mörgum fullorðnum sem lifa á gamla myndaalbúminu sínu og loka sig inni. Aðalinntakið í laginu er náttúrulega: „You live in your dream and I live in mine, we should live in one.“ Just another face: Þetta byrjar á skrítnum frasa sem hefur eitthvað austrænt við sig, oriental. Þarna er einstak- lingurinn alveg búinn að týna sjálfinu og fer ekki úr gráu fötunum. Það er allt of mikið vesen að verða sjálfstæður aft- ur svo það er látið alveg eiga sig. Old man: Hérna förum við fljótt yfir sögu. Sá gamli er orðinn einn og situr og starir í minningarnar. Bíður eftir að hitta alla gömlu vini sína „hin- um megin“ — þetta hlýtur að vera ægileg tilfinning og tóm- leiki. Hlustaðu á bassasándið! Það ei' alveg stórkostlegt. Rún- ar kerrist langbezt frá þessu af okkur öllum. Sko, þarna slökknaði á ljós- inu eftir nokkur andvörp. Svo er hann borinn út úr kirkjunni af samstarfsmönnum. Þetta er Kalli sem spilar kirkjumúsík- ina, hans spesjal og gott spe- sjal. Ég hefði gjarnan viljað setja þarna inn í nokkra hósta og ræskingar. Kirkjuklukkurnar sem þú heyrir eru reyndar effektar í orgelinu. Svo heyrir hann mok- að ofan á sig og svífur svo burtu. Hlustaðu, hann brýzt burtu með sömu átökum og hann kom — hámarkið er þarna á bassanótunum. Það væri gáman að gera litla kvikmynd til að sýna með plötunni því þá nyti maður hennar ennþá betur. Finnst mér þetta gott? Ja, þetta er mikið magn af músík og miklir kon- trastar (andstæður). Hitt er smekksatriði, en svo veit ég það, að ef við höldum áfram á þessum hraða sem við erum á þá getur þessi plata selzt al- þjóðlega. Ef ekki þessi, þá sú næsta og ef ekki hún þá sú þriðja. Ég veit sem sé að við getum „meikað það.“ ó.vald. Framhald af bls. 11 j endum, en kotroskinn og ó- spar á mannasiði, keppt við líkið um vinsældir og iiaft það umfram að geta tekið í höndina á kirkjugestum og spjallað við þá i erfis- drykkjunni. Þannig er Matthias, og íþrótt hans er engan veginn ölluin gefin. Það var ekki einber tilvilj- un, að liann kom krækj- unni á Emil Jónsson sum- arið 1959. Mattliías læðist eins og köttur sléttur og mjúkur á hár og skinn, þó MlQMi EFIIR LÍIPIIS að stiei'ðai'inunur sé serinn á lionuin og kvikindinu. Ilann fer og sinna ferða og hregður sér iðulega i stig- vél til að fvlgjasl með afla og hitta karla að máli á hrvggjunum i Ilafnarfirði. Ilefur hann fvrir sið ársins hring að hlanda þannig geði við kjósendur og aug- lýsa, hvað hann sé iilþýð- legur. Sumir ætla, að Malthias Á. Mathiesen sé einstaklega hógvær af þvi að liann tem- ur sér kurteisi og lítillæti. en slikt er misskilningur. Sjálfstraust hans er öruggt og framgirnin miklu meiri en hæfileikarnir levfa. Þess vegna varð liann forseti neðri deildar, þegar Sig- urður Hjarnason fluttist á elliheimili utanrikisþjón- ustunnar i Kaupmanna- höfn. Matthías veit tak- markanir sinar, cn hann lætur ekki stjaka sér lil hliðar, heldur Jiokar liann áfram. Hitt er annað mál, að honum dvtti aldréi i hug að óhreinka eða rífa spari- fötin sin i neins konar áflogum, enda yrði hann þá að efna sér í ný klæði. Loks her að geta, að Matthías er hæði lífsglaður og heilsugóður. Hann mun því sennilega sitja lengi á þingi. Flestir líta á hann þar eins og skrautker uppi á hillu í hroddhorgaralégri stássstofu, en hann er úr miklu traustara efni en máluðu gleri, þó að af hon- um skini. Matthías A. Mat- liiesen er ekki brothættur maður og verður langlifir og sækir mörg iþróttamól og margar jarðarfarir áður en rykið fellur á liann. Lúpus. ÞAÐ ER HOLLT AÐ REIÐAST Framhald af bls. 17. — Já, ég er búin að leika í „Þrem systrum" allan vetur- inn, langt fram á vor. Það hefir Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.