Vikan - 03.06.1971, Side 44
Hún var ennþá máttlaus af
hræðslu. Einhver ætlaði að
myrða hana. Einhver sem vildi
losna við hana. En hver? Og
hvers vegna?
Ég veit það ekki, hugsaði
Helen þreytulega. Ég veit
ekkert. Ég veit aðeins að ég
get engum treyst. Hún hringdi
til Raouls frá bensínstöðinni.
— Þú ert eitthvað skrítin,
sagði hann. — Eg ætlaði ekki
að þekkja málróm þinn.
_É'g er farin í ferðalag og
verð burtu í nokkra daga.
— Hvert? Ætlarðu að fara
til París núna?
—• Ég veit það ekki, ég
hringi til þín seinna.
Hún lagði á áður en hann
gat svarað og hallaði sér upp
að veggnum. Hún fann tárin
svíða bak við augnalokin. Góði
Guð, bað hún hljóðlega. Láttu
mig hafa á röngu að standa
gagnvart honum, segðu að ég
geri rangt í því að tortryggja
manninn minn.
Skyndilega rann það upp
fyrir henni hvert hún ætlaði
að fara.
\T ið sólarupprás næsta morg-
v un ók hún inn í Avignon,
sveigði bílnum inn um hliðið
í háa múrnum, sem umgirti
borgina og stöðvaði hann í
hliðargötu hjá margaðstorg-
inu.
Salan var að hefjast þar.
Það var hressandi ilmur af
nýiu grænmeti og ávöxtum,
ólífur í stórum tunnum stóðu
við hliðina á marmaraborðun-
um, sem voru hlaðin ferskum
fiski.
Helen var bæði svöng og
þyrst. Hún keypti brauðhleif,
ost og litla rauðvínsflösku.
Sígaunakona, með barn á
handleggnum, rétti biðjandi
hendurnar í áttina til hennar.
Neglur hennar voru eins og
gular klær, — Madame, sagði
hún, biðjandi röddu.
Helen fékk henni sína síð-
ustu skildinga og hugsaði með
sér að hún yrði strax að senda
skeyti til Zúrich og láta senda
sér peninga.
Hún var létt í skapi, eins
og hún hefði drukkið áfengt
vín. Ef Raoul leyndi hana ein-
hverju, þá var hún komin á
réttan stað.
Dúfurnar á torginu hoppuðu
í kringum hana, meðan hún
moðaði í sig brauðið. Hún
fleygði brauðmolum til þeirra
og ein dúfan settist á öxl
hennar, læsti klónum niður 5
sárið á öxlinni.
Helen varð að bíta á vörina
til að hljóða ekki og lyfti hend-
inni til að reka fuglinn á brott.
Rétt í því kom hún auga á
mann. sem stóð undir rönd-
óttri gluggahlíf!
Það gat ekki verið annar en
hann. Álútur, ljóshærður með
dökk gleraugu.
Helen varð sem steinrunnin.
Dúfan flögraði frá öxl henn-
ar til að næla sér í það sem
eftir var af brauðinu.
Iffikið
Mat
peysom.
iyrir
dSnwr.
hemoo
börn
Skínniakkar
Skinnvesti
Pnðar
.Gærnskinn.
Trvpnaskinn.
kálfskinn
í tirvali
Pasisendntn
Frwtíli
Lauoaveni 45
sími 13061
Helen opnaði tösku sína og
tók upp sólgleraugu, en Ar—
mand talaði við mann í hvít-
um jakka. Líklega var það
þjónn á kaffihúsinu, sem var
þar rétt hjá. Maðurinn baðaði
út höndunum og Armand hló.
Svo lyfti hann hendinni í
kveðjuskyni og lötraði áfram
eftir gangstéttinni.
Helen stóð upp, staðráðin í
að veita honum eftirför.
Framhald í næsta blaði.
UGLA SAT Á KVISTI
Framhald af bls. 15.
henni hönd sína, en lófi henn-
ar vissi upp og hann leit á
hana um stund. Ferhyrnt hönd,
litlir, stuttir fingur. En fögur
hönd samt. Hann tók um hönd
hennar og hún naut þess.
Seinna kom henni til hugar,
hvað það væri, sem hún gerði.
Hvað er ég að vekja? Það var
svo auðvelt — verður það jafn-
auðvelt seinna?
Hann sagði eitthvað, en hún
hlýddi ekki á orð hans, því að
rödd hans var mild og hlý og
henni fannst gott að hlusta á
hana. Vínið ólgaði innan gagn-
augna hennar og lágt hljóm-
sveitarverkið virtist hávært.
Eða fannst henni það aðeins?
Hún ætlaði að hefna sín smá-
vegis — en var Ingvi rétti
maðurinn? Hefði hún ekki átt
að velja annan mann, sem
hefði ekki skipt hana nokkru
máli?
„Heyrðu,“ sagði hann loks-
ins og nú hlustaði hún á orð
hans. Rödd hans þrýstist inn í
hljóðhimnur hennar. „Getum
við ekki farið héðan? Það er
svo margt um manninn hérna.
Mig langar til að tala við þig
— einslega. Getum við ekki
farið upp í herbergið mitt?“
Nú átti hún að segja nei. Nú
átti hún að tala fáein fyrirlitn-
ingarorð, sem eyðileggðu allt,
sem hafði farið þeim á milli.
En hún gerði það ekki. Spenn-
an milli þeirra óx í sífellu.
Henni leið líkt og barni, sem
gengur eftir spýtu yfir læk.
Óralangan veg fyrir fimm ára
barn, sem ekki kann að synda.
En þessi svimi var ekki þann-
ig. Og hún vildi koma. Hún
vildi ekki hætta leiknum, er
hæst stóð; hún vildi leika með
og vita, hvernig það var að
vakna til annarra eins og
maðurinn hennar gerði . . .
Hún fann, að hann tók um
axlir hennar, þegar þau fóru
með lyftunni til herbergis hans.
Allt var styrkt og fagurt og
44 VIKAN 22. TBL